Faxi - 01.01.1990, Qupperneq 29
segir m.a. eftirfarandi: „Suöurnes
bjóöa upp á ótrúlega mikla
möguleika í ferðaþjónustu.
Aöeins lítiö brot þeirra er nýtt
sem skyldi." í náminu, sem er
kvöldnám, er farið yfir nokkra
undirstöðuþætti ferðaþjónustu,
s.s. störf á ferðaskrifstofu,
markaðsfræði, sölutækni og
kynningu á áhugaverðum
stöðum svo eitthvað sé nefnt.
Það vekur ánægju í hvert skipti
sem eitthvað nýtt er gert sem
stuðlar að betri nýtingu á þeim
möguleikum sem landið okkar
býður upp á.
Útlán myndbanda aukast
hjá bókasafninu
Nýlega kom fram hjá Bæjar-
og héraðsbókasafninu í Keflavík,
að útlán myndbanda hefðu
aukist mjög mikið. Er því gert
ráð fyrir að auka mjög kaup á
myndböndum á næstunni. Á
myndböndum þessum er helst
að finna barnaefni, ýmiss konar
fræðsluefni og reyndar nokkrar
kvikmyndir.
Endurmenntun
hjá VSFK
í nóvember og desember sl.
var starfsfólk hins svonefnda
flugeldhúss hjá Flugleiðum á
endurmenntunarnámskeiði hjá
VSFK. Alls voru það 26 konur
sem sátu námskeiðið sem var
alls 44 klukkustundir. Efni nám-
skeiðsins var sérstaklega sniðið
fyrir þau stðrf sem unnin eru í
flugeldhúsinu.
Eftirtaldir leiðbeinendur
kenndu á námskeiðinu og voru
viðfangsefni þeirra sem hér seg-
ir:
Jón Sigurðsson:
Flugleiðir, fólk og þjónusta.
Mikilvægustu atriði og samstarf á
vinnustað.
Emil Thoroddsen:
Mannleg samskipti og samstarf á
vinnustað.
Guðrún Ólafsdóttir:
Vinnuréttur og tryggingar.
Brynhildur Briem:
Meðferð matvæla og vöruþekking.
Magnús Ólafsson:
Starfsstellingar og vinnuvernd.
Þátttakendur voru mjög virkir á
námskeiðinu og almenn ánægja
ríkti með þá fræðslu sem þar fékkst.
Er sérstaklega ánægjulegt, hvað vel
gengur að halda úti þessari starf-
semi hjá verkalýðsfélaginu. Rétt er
að geta þess, að námskeið þessi eru
haldin í samvinnu við Menningar-
og fræðslusamband alþýðu.
Við höfðum samband við Sig-
urbjörgu Þorsteinsdóttur sem var
ein þeirra kvenna sem tóku þátt í
námskeiðinu. Við spurðum fyrst,
hvernig henni hefði líkað.
„Mér líkaði mjög vel, þetta var
ágætt námskeið og þar kom fram
margt fróðlegt, já og líka gagnlegt
gæti ég trúað."
Hvað fannst þér áhugaverð-
ast?
„Þetta var nú allt áhugavert, en
fræðslan um meðferð matvæla situr
kannski lengst eftir í huganum. Eg
finn það, að eftir námskeiðið, þá gef
ég þessum hlutum meiri gaum. Ég
les t.d. mun betur allar merkingar,
því nú veit ég betur hvað þær þýða.
Ég átta mig líka betur á þeim efnum
sem eru í matvælum."
Nú var þetta námskeið haldið
utan ykkar vinnutíma. Var það
erfitt fyrir ykkur að sækja það?
„Nei, ekki vil ég segja það, enda
er það nú þannig yfir veturinn þeg-
ar minna er að gera, að vinnutíminn
er frá klukkan átta á morgnana til
klukkan hálf fimm á daginn. Þetta
er því góður tími til að halda svona
námskeið."
Fáið þið greitt fyrir að sitja
svona námskeið?
„Nei, ekki er það svo, en við fáum
aftur á móti nokkra kauphækkun að
afloknu námskeiðinu."
H.H.
Hcr scst Kurl Stcinur Oudnuson, /brmudur VSI-'K u/hcndu Sigurborgu Ikirsteins-
dóltur lokuskirteini fyrir númskeidib.
A þessuri invnd cr hinn
úgceti hópur stur/s/ólks flug-
cldhússins og vur myndin
tckin vid u/hcndingu skír-
tcinu uð númskciðinu loknu.
■ \ nnTid/nni cru tuldur frú
vinstri. A/iustu röð: Kristfn
l’jnnhogudótlir, Ouðriín
Olufsdóttir, Murgrcl Ounn-
luugsdöttir, IClin l’úlsdöttir,
Annu Skuftudóttir, Auður
Ouðmundsdóttir og Sigur-
hjörg l’orstcinsdóttir. Miðröð:
hrnu Sigurðurdóttir, Sigur-
hjög Ouðmundsdöttir, Svulu
Orímsdóttir, Sigríður Murcls-
dóttir, Lilju Ounnursdóttir,
Uiilu Vulgcirsdöttir, Hjördís
Ouðmundsdóltir, \’igdís Sig-
urjönsdöttir og Ouðrún
Ótufsdóttir, stjörnundi núm-
skeiðsins. I'remstu röð: Bcrg-
þóru Huldu Ólufsdótlir, Ingi-
þjörg Oísludóttir, Junc M.
Olufsdöttir, Hclgu Alherts-
dóttir og ()löf Lilju Sigurður-
dóttir. ICftirtuldir þúlttuk-
cndur voru ckki viðstuddir
myndulökunu: Ingunn
Ouðnudóttir, Björg Ounnurs-
dóttir, l‘'rcyju Kjurtunsdóttir
og L'innu l’úlmudóttir.
FAXI 29