Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1990, Blaðsíða 12

Faxi - 01.02.1990, Blaðsíða 12
■ú SKÓLAR Á SUÐUR- NESJUM urinn fékk aldrei neinn styrk vegna stofnkostnaðarins, en hins vegar var sveitarfélagið styrkt vegna rekstrarkostnaðar bílsins. í einni slíkri styrkbeiðni til kennslumálaráðuneytisins segir fræðslustjóri: „Þessi tiiraun með skólabílana hefur gefist vel. Ég er viss um að í framtíðinni verða mörg skóla- hverfi, sem leysa vandkvæði sín í skólabyggingarmálum og skólasókn með því að hafa skólabíl." í bréfi sínu til fræðslustjórans í Reykjavík (dagsett þann 4. desemb- er 1945) fór oddviti Vatnsleysu- strandarhr., Jón G. Benediktsson, fram á að fá endurgreiddan hluta af þeim kostnaði sem hreppurinn hafði haft af skólabílum. í bréfi sínu segir hann meðal annars: „Þar sem þetta er nýr útgjalda- liður fyrir hreppinn við skóla- haldið, og þessi nýbreytni við skólahaldið var gerð í samráði við yður, að nokkru leyti í til- raunaskyni fyrir barnaskóla yfir- leitt sem líkt er ástatt með og skólann hér, þá væntum við að hreppurinn fái ofangreindan kostnað (innsk. en hann var alls kr. 8.348.36) fyrir árið 1944 end- urgreiddan að verulegu leiti.“ Þess má geta að málaleitan þess- ari var svarað með 3000 króna framlagi ríkissjóðs, „sem samsvara sem næst laun- um ráðskonu sem mundi hafa þurft að hafa við skólann, ef hann hefði verið rekinn sem heimavistarskóli." Skólaárið 1946—’47 var Jón H. Kristjánsson settur kennari við Brunnastaðaskóla. Jafnframt tók hann að sér skólaaksturinn. Á fundi sínum 12. febr. 1947 ákvað skólanefndin að óska eftir því að hann yrði skipaður kennari þar eftirleiðis, þar sem hann, skólastjóri og skólanefnd töldu fulla þörf fyrir tvo kennara. Á sama fundi ákvað skólanefndin að senda viðskipta- ráði eftirfarandi beiðni: „Skóianefnd Vatnsleysustrandar leyfir sér hér með að fara þess á Hildur Runólfsdóttir, formaóur for- eldrafélags Stóru-Vogaskóla. leit við háttvirt viðskiptaráð, að það veiti við fyrstu hentugleika kennara Jóni H. Kristjánssyni innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir sex manna amerískri fólks- bifreið, sem notuð verði til flutn- inga á skólabörnum í Vatns- leysustrandarskólahverfi." Ástæður fyrir beiðninni voru: 1. Að í fjögur ár hafði verið notast við gamlar bifreiðar, sem reynst höfðu ófullnægjandi. 2. Skólanefndin taldi eðlilegt að bif- reiðin væri í eign kennara þar sem hann var ákveðinn í að vera þar næstu ár. Hann var tilbúinn til að sjá um skólaakstur og auk þess þyrfti hann að fara langa leið til og frá heimili og skóla, en hús- næði var ekki fyrir hendi nærri skólahúsinu. Leyfið fékkst, Jón keypti sér „drossíu" sem gekk undir nafninu „Svarta María" og hann sá um skóla- aksturinn næstu tvö ár. Haustið 1952 tók Jón að sér akst- urinn að nýju og sá um hann allt til haustsins 1960. í fjarveru Jóns höfðu þeir Pétur Jónsson og Hlöð- ver Kristinsson séð um aksturinn. Á fundi skólanefndar 24. maí 1960 tilkynnti Jón H. að hann mundi ekki leggja fram bifreið til skólaaksturs næsta skólaár. Þá var oddvita falið að kanna möguleika á að kaupa bifreið, sem og var gert. Bifreiðin sem keypt var, var Volks- wagen rúgbrauð árgerð 1959. Þar sem enginn bílstjóri var til staðar, var ákveðið að Pétur Jónsson odd- viti og Gunnlaugur Jónsson skóla- stjóri skiptu með sér akstrinum eftir nánara samkomulagi. Frá 1961 til 1972 sáu þeir Hafsteinn Snæland, Hlöðver Kristinsson og Haukur Guðmundsson um skólaaksturinn, en þeir voru allir búsettir á Vatns- leysuströnd. Frá 1972 og til þessa dags hefur Kópur Z. Kjartansson, bifreiðarstjóri Hraunbæ 88, séð um aksturinn með miklum ágætum að sögn heimamanna. Stóru-Vogaskóli Árið 1979 er tekið í notkun nýtt skólahús á Vatnsleysuströnd sem hlýtur nafnið Stóru-Vogaskóli. í 4. tbl. Faxa frá 1979 rekur Hreinn Ásgrímsson skólastjóri bygginga- sögu Stóru-Vogaskóla og kemur þá m.a. fram að skólinn hafi fyrst kom- ist á blað á fjárlögum 1974. Þetta sama ár var Arkitektastofunni sf. falið að teikna húsið og Hönnun hf. fengin til að annast alla verklega þætti. Arkitektarnir lögðu fram frumteikningar í október, sem end- aniega voru samþykktar síðari hluta ársins 1975, en þá höfðu verið gerð- ar á þeim ýmsar breytingar. 5. maí 1976 hófust verklegar framkvæmd- ir með því að Jón H. Kristjánsson, kennari við Brunnastaðaskóla og fyrrum skólastjóri, tók fyrstu skóflu- stunguna. Á þessu sama ári var lok- ið við jarðvegsgröft, sökklar steyptir og grunnur fylltur. Árið 1977 var gólfplata steypt ásamt útveggjum og árið eftir var húsið fokhelt. Flatarmál hússins er um 620 m2 og er gert ráð fyrir því að seinna vérði byggt við það önnur álma í vestur. 5 kennslustofur eru í húsinu og er sú minnsta rúmlega 40 m2 en sú stærsta 70 m2. Bókasafn er í hús- inu og er það rúmlega 300 m2. Sök- um þess að nemendafjöldi jókst verulega frá því að skólinn var teiknaður, fékk byggingarnefnd skólans samþykktar ýmsar breyt- ingar á húsinu til bráðabirgða. Þær miða flestar að því að auka kennslu- rými. I því sambandi má nefna að búin var til kennslustofa úr þremur litlum herbergjum sem nota átti til annarra nota. Einnig er lessalur bókasafnsins notaður sem tvær kennslustofur með því að setja upp millihurðir. Eftirtaldir aðilar höfðu með bygg- ingarframkvæmd skólans að gera: 1. Arkitektastofan sf. teiknaði og skipulagði húsið. 2. Hönnun hf. sá um verkfræðilega þætti. 3. Rafteikning sf. teiknaði raflagnir. 4. Byggingameistarar skólans voru: Skúli Magnússon húsasmíða- meistari, Finnbogi Rútur Guð- mundsson var múrarameistari og Hafsteinn Einarsson sá um múr- verkið. 5. Rafvirkjameistari var Friðrik Björnsson. 6. Pípulagningarmeistari var Guð- björn Ásbjörnsson. $ SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. 44 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.