Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1990, Blaðsíða 9

Faxi - 01.02.1990, Blaðsíða 9
SKÓLAR Á SUÐUR- NESJUM þessara tveggja mánaða hafði Stef- án eftirlit með kennslu á Vatnsleysu í fjórar vikur, þannig að hann setti börnunum fyrir til heimanáms og kom einn dag í viku til að yfirfara þau og leiðbeina þeim. Þetta fyrirkomulag hélst síðan án verulegra breytinga til 1943. ,,Nú hefi ég kent í heila viku, kynt mjer nýkomnu nemendurna, þroska þeirra og þekkingu, sjeð hve margt nemenda muni verða í hvorum skóla o.s.frv. Tel eg, að fengnu yfirliti yfir þetta, áður nefnt fyrirkomulag á kennsl- unni svo slæmt sem mest má verða, og liggja til þess eftirtaldar ástæður: 1. Börnin skiftast óhæfilega mis- jafnt í skólana, þar sem 25 börn sækja Suðurkotsskólann, en að- eins 4 skólann á Vatnsleysu. I Suð- urkotsskóla er hæfilegt rúm fyrir 20 börn. 2. Eftirlit með skólabörnunum á Vatnsleysu lítt mögulegt, þar sem kennari er ofhlaðinn störfum í Suðurkotsskóla og börnin þar mega ekkert missa af hinum stutta námstíma. . . . Að öllu þessu athuguðu leyfi eg mjer að stinga upp á því að horfið verði frá því ráði að skifta skólahjerað- inu á þennan áðurnefnda hátt, en börnunum sje öllum kennt í Suð- urkotsskólanum og njóti sín deild kenslu hvorn dag. Með því mundi vinnast: 1. Jafnrjetti barnanna til fræðslu, þar sem öllu yrðu jafnlengi í skóla og önnur deildin telur 15 nem- endur og hin 14. 2. Börnin kæmu óþreytt í skólann, en gætu lesið lengri lexíur og haft svo miklu meira heimastarf en ella, og vinnast mundi að fullu tíð sú, er virðist tapast frá náminu með þessu móti. 3. Kennara miklu auðveldara að veita öllum börnunum tilsögn eft- ir þörfum og hafa eftirlit með heimavinnu þeirra. 4. Betra andrúmsloft í skólastof- unni, en það er aðalskilyrði fyrir vellíðan nemenda. Á fundi skólanefndar hinn 6. des- ember 1942 ákvað skólanefnd að leita sér um leigu á bíl til að flytja daglega þau börn sem sækja ættu Vatnsleysuskólann í skóla á Brunna- stöðum og að hefja undirbúning á daglegum tilflutningi skólabarna að Brunnastöðum næsta skólaár á eft- ir. Hér verða því þáttaskil í skóla- haldi í Vatnsleysustrandarheppi. Skólahúsið á Vatnsleysu var selt haustið 1943 Þórði Jónssyni. Sama haust var komið á bílaflutningi barna í Brunnastaðaskólann. Byggingarsaga Brunnastaðaskóla Á fundi hjá skólanefnd Vatns- leysustrandarhrepps sem haldinn var 17. febrúar 1929 lá fyrir að at- huga með byggingu á nýju skóla- húsi. Að dómi skólanefndarinnar var þáverandi hús orðið óhæft til kennslu og hreinlega orðið hættu- legt heilsu barnanna. Samþykkti nefndin ályktun þar sem hún hvetur til þess að á næstunni verði byggt nýtt skólahús. Ekki er hægt að segja að hreppsnefndin hafi rokið upp til handa og fóta og farið að leggja drögin að nýrri byggingu því haust- ið 1931 er allt við það sama. Skólanefndin sem þá var nýkjörin byrjaði á því að skoða skólahúsið að Suðurkoti og komst að þeirri niður- stöðu að það væri lélegt og brýn þörf á að undirbúa byggingu húss. Formanni nefndarinnar var falið að tala við fræðslumálastjóra og hreppsnefnd og heyra undirtektir þeirra. Einnig var samþykkt að fela Eiríki Einarssyni að ditta að húsinu (Suðurkotsskólanum) fyrir veturinn og hafa eftirlit með því. í september 1932 er ástandið í húsnæðismálum skólans enn í ólestri. I gjörðabók barnaskólanna segir þá meðal annars: 1. „Þar sem börn þau er sækja eiga Suðurkotsskólann eru 30 að tölu en skólastofn tekur ekki nema 24 fellst skólanefndin á að skipta börnunum þannig að hvor deild sækji skólann annan hvorn dag og bæta við 1 mánaðar kennslu (Aprílmánuður). 2. Húsbyggingarmál skólans hefur nú verið á döfinni í 3 ár og ekkert miðað áfram, nú er húsið orðið alveg ófært til kenslu og ákvað nefndin að skrifa til hreppsnefnd- arinnar og skora á hana að fara nú á stúfana og útvega lán, því að nú er búist við að ríkisstyrkur fá- ist á næsta ári, að sjálfsögðu legg- ur skólanefnd fram teikningu af skólahúsinu þegar til kemur." Vorið 1933 virðist koma skriður á húsbyggingarmálin, þá sendir fræðslumálstjórnin bréf til skóla- nefndarinnar og segir þar orðrétt: „Hér með sendi ég yður teikn- ingu að heimavistar barnaskóla fyrir Vatnsleysuströndina. Teikn- ingarnar eru tvær. Stærri teikn- ingin sýnir skólann eins og talið er æskilegt að hann verði. Þar er gert ráð fyrir fullkominni kenn- araíbúð og góðu húsnæði fyrir heimavistina. En þar eð ég bjóst við, að eins og sakir standa nú muni þetta þykja nokkuð mikill „lúxus" svo að ég fékk húsa- meistara til að gera blýantsriss að íbúðarhúsi fyrir kennara og heimavistarbörn, sem teljast mætti sæmilegt og vel við un- andi til frambúðar. Herbergið merkt „kennari" er jafnframt ætlað sem skrifstofukompa fyrir skólann, þar sem ætlast er til að kennarinn geti verið útaf fyrir sig með ýmis störf vegna skólans og kennslunnar. Borðstofa er sameiginleg fyrir kennarann og börnin. Innar af borðstofunni er svefnherbergi barnanna innar af eldhúsinu. Gert er ráð fyrir, að ekki verði byggð nema önnur kennslustofan að sinni." Húsameistari ríkisins áætlaði kostnað við bygginguna og var hann sem hér segir: 1. „‘/2 skólahúsið (1 kennslustofa + áhaldageymsla) kr. 8.000. 2. íbúðarhús 1 hæð (samkvæmt blý- antsteikningum) krónur 14.000. 3. íbúðarhús 2 hæð (samkvæmt blý- antsteikningu) krónur 1.800." Á fundi hjá skólanefnd Vatns- leysustrandar sem haldinn var 30. apríl 1933, lágu fyrir teikningar frá fræðslumálastjórninni. Nefndin ít- rekaði að ástandið væri algerlega óhæft og lagði til að skólahúsið yrði byggt samkvæmt teikningunni með 2 kennslustofum, heimavist og kennaraíbúð. Þar sem kennslustof- ur yrðu 2 í stað 1 þyrfti a.m.k. að ' baéta við 1 kennara. Nefndin leit svo á að ódýrast væri að hafa skólahús- ið portbyggt með kvisti í staðinn fyr- ir sérstakt hús eins og teikningin gerði ráð fyrir. Einnig var lagt til að geymslunni og hitakompunni yrði komið fyrir undir gólfi skólahússins. Þessar breytingatillögur voru send- ar til hreppsnefndarinnar sem sendi bréf um hæl og fer fram á að stærð hússins sé minnkuð um helming við það sem skólanefnd lagði til. Skólanefndin sá sér ekki fært að falla frá sínum fyrri tillögum um stærð og tilhögun skólans vegna eft- irfarandi ástæðna: 1. Að börnin eru orðin það mörg að ein skólastofa 7,50x5,30 metrar fullnægir ekki. T.d. voru í vetur sem leið 30 börn í skólanum og í Vatnsleysuskólanum 6 börn, og okkur telst til að á öðru ári hér frá komist tala barnanna í hreppnum upp í 40 skólaskyld. 2. Með 8 mánaðar kennslu eru börnin frá vinnu í september og aprílmánuð og teljum við það óheppilegt og einnig vegna barn- anna sjálfra því þegar vorar fer úti löngun þeirra að vera meiri og kemur vitanlega fram í náminu. 3. Með því að öll skólaskyld börn hreppsins njóti kennslu á sama stað með 2 kennurum teljum við kennsluna miklu mun fullkomn- ari, en með því fyrirkomulagi, sem var síðastliðinn vetur. 4. Hvað kostnaðinn snertir telst okkur til að sparast muni nokkur hundruð króna árlega við rekstur skólans, með þó fullkomnari kennslu. 5. Við teljum ekki rétt að falla frá til- lögu okkar um heimavist vegna þess að líklegast er að ríkisstyrk- ur verði samkv. lögum lítið meiri vegna heimavistar ..." Var hreppsnefndinni síðan sent bréf þar sem henni var gerð grein fyrir niðurstöðu fundarins. Líður nú fram á sumar og ekkert gerist í mál- inu. Þá skrifar skólanefndin 27. september 1933 bréf til hrepps- nefndar og segir m.a. að húsbændur barna hafi hótað því að láta börnin ekki sækja skóla meðan ekki vært gert neitt í húsnæðismálum hans. Skorað var á hreppsnefnd að koma hið fyrsta með tillögu um skólahús til notkunar fyrir komandi skólaár. Ekki virðist hreppsnefndin taka áskorun skólanefndar. 13. maí 1934 er enn haldinn fundur í skólanefnd- inni. Tilefnið er að henni hefur bor- ist teikning af fyrirhugaðri skóla- byggingu Nefndin telur hana full- nægjandi og sendir hana hrepps- nefndinni ásamt kostnaðaráætlun, með ítrekaðri beiðni um að hafist verði nú þegar handa við að koma húsinu upp. Hvorki í gjörðabók né skólaskýrslum barnaskólans á Vatnsleysuströnd er minnst einu orði á byggingu skólahússins. Hins vegar er alltaf talið um viðgerðir og endurbætur á þeim húsum sem fyr- ir eru. Einnig er félagsheimilið Kirkjuhvoll tekið á leigu á þessum árum. Það er ekki fyrr en 6. desember 1942 sem farið er að tala um skóla- bygginguna. Þá er farið þess á leit við hreppsnefndina að hún leggi ákveðna upphæð til byggingarinnar og sé hún miðuð við að hafist sé handa sem allra fyrst. Þá er tekið fram að húsið sé hugsað sem heim- angönguskóli en börnin flutt í sér- stökum skólabíl, eða börnunum á annan hátt tryggt ókeypis bílfar að og frá skólanum. 15. júni 1943 hefurskólanefndinni borist teikning af skólahúsi frá fræðslumálaskrifstofunni. Þá er samþykkt að skrifa hreppsnefndinni og biðja hana að hefjast nú þegar handa og byggja skólahús á þessu ári og eftir þessari teikningu sem jafnframt sendist með. Nú virðist loksins vera kominn skriður á málið því það næsta sem við fundum um byggingamál, er bréf frá haustinu 1943 til kennslu- málaráðherra í Reykjavík frá fræðslumálastjóra, þar sem sagt er FAXI 41

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.