Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1990, Blaðsíða 21

Faxi - 01.02.1990, Blaðsíða 21
eplum og kardemommum. Við ára- mót 1959—60 var leikurinn sýndur samtímis á öllum Norðurlöndunum. Kardemommubær: Hús og umhverfi í upphafi bókar sinnar segir höf- undur, að „Kardemommubær sé lít- ill bær og svo langt í burtu, að þar eru fáir kunnugir..(Bls. 5). Húsin eru sérkennileg, þökin hafa skrýt- inn halla og turn stendur í miðjum bænum. Flest húsanna eru hvítkölk- uð. Allt minnir þetta á hús í suður Evrópu. Enda vill svo til að Karde- mommubærinn var skrifaður eftir ferð höfundarins til Suður-Ítalíu og Sikileyjar. En þar er forneskjan mest og húsin elst og hrörlegust á Ítalíu. Engin hús í Kardemommubæ eru þó hrörleg, nema hús ræningjanna, sem stendur utan við bæinn. Við turninn skrýtna er bæjarhlið- ið. í gegnum það er farið inn á torg- ið. Skammt þar frá stendur húsið hennar Soffíu frænku. Ef við stöns- um andartak við á þessu „torgi mannlífsins" sjáum við margt fólk á gangi fram og aftur. Allt er það klætt í falleg og litrík föt. Það er glatt og kátt. Þetta eru Kardemommar. Auð- séð er að þeim þykir öllum vænt um bæinn sinn. Húsin hvítu standa við þröngar og krókóttar götur. Á sumum húsum eru svalir og Ijósker hanga á horn- um og veggjum. Fagurt er um að lit- ast því gróður er víða. Einkum döðlupálmar og eplatré. Þar er skemmtigarður. Asnar rölta fetið eftir götunum klyfjaðir eplum, app- elsínum, döðlum og kardemommu- fræi. Þarna er talandi úlfaldi, fíll og sporvagn. En bílar óþekktir. Bæjarbúar eru sjálfum sér nógir um flest. Bakarinn, pylsugerðar- maðurinn og Berg kaupmaður sjá fyrir því. Þar er dýrasali og rakari. Síðast en ekki síst eru þar börn. Kardemommar eru mjög söngvinn- ir syngja við óiíklegustu tækifæri. Alls konar hátíðahöld eru þeirra eft- irlæti. Bæjarhljómsveitin starfar af fullum krafti og kemur fram við ólíklegustu tækifæri. Persónur En ef að er gáð, kemur í ljós, að þar er við svipuð vandamál að stríða og í öðrum bæjum. Karde- mommubærinn er ekki fullkominn þó ævintýri sé. Þar eru vandamál hversdagsins. Bænum stjórnar bæjarfógeti að nafni Bastían. Heldur rögglítill að því er sumum finnst. Enda kemur strax fram að hann „vilji helst ekki taka nokkurn mann fastann". (Bls. 5). Mannlýsingar eru hvorki langar né flóknar í Kardemommubænum og Bastían er best lýst með hans eig- in orðum í söngnum hans: FRAMHALD Á BLS. 62 VELDU BETRl KOSTINN NONNI OG BUBBI HRINGBRAUT 92 SÍMAR 11580-14188 FAXI 53

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.