Faxi - 01.02.1990, Blaðsíða 2
PÓSTUR OG SÍMI
í KEFLAVÍK OG NJARÐVÍK
Orösending um
fermingarskeyti
Til þess aö auðvelda sendingu og móttöku
fermingarskeyta í síma býöur ritsíminn upp á
ákveöna texta á skeytin. Velja má um fimm
mismunandi texta; A, B, C, D og E.
Skeytin eru rituð á heillaskeytablöö Pósts og síma.
A — innilegar hamingjuóskir á
. fermingardaginn. Kærar kveðjur.
B — Bestu fermingar- og framtídaróskir.
C — Hamingjuóskir tii fermingarbarns og
foreldra.
D — Guð blessi þér fermingardaginn og
alla framtíö.
E — Hjartanlegar hamingjuóskir á
fermingardaginn. Bjarta framtíð.
Ákveöiö hvaöa texta þér viljiö senda, hringiö í síma
15000 og gefið upp eftirfarandi:
1. Símanúmer og nafn þess, sem er skráöur
notandi símans.
2. nafn og heimilisfang þess, sem á aö fá skeytið.
3. Bókstaf texta (A, B, o.s.frv.).
4. Undirskrift skeytisins (nafn eöa nöfn þeirra
sem senda óskirnar).
Þeir, sem óska geta aö sjálfsögöu orðað skeyti sína
aö eigin vild. Þeir sem vilja notfæra sér þessa
textaskeytaþjónustu, eru vinsamlega beönir aö
geyma þessa orösendingu.
Pessi skeyti má senda meö nokkurra daga
fyrirvara, þó fermingarbörnin fái þau ekki fyrr en á
fermingardaginn.
Veljiö texta áöur en þið hringiö!
Símanúmer okkar 15000
STÖÐVARSTJÓRI PÓSTS 0G SÍMA
í KEFLAVÍK - NJARÐVÍK
2. tölublað
50 árgangur
Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík.
Afgreiðsla: Hafnargötu 79, sími 11114.
Blaðstjórn: Helgi Hólm ritstjóri, Kristján A. Jónsson aðstoðarritstjóri og
Vilhjálmur Þórhallsson.
Varamenn: Birgir Guðnason og Hjálmar Stefánsson.
Hönnun, setning og umbrot: Leturval sf.
Filmu- og plötugerð: Myndróf.
Prentun: Prentstofa G. Benediktssonar.
LÍTUM í EIGIN BARM!
Þótt í heimi sé hart
og til hrolluekju margt
býr í hjartanu gróanda styrkur,
því ekkert er svart
þegar innra er bjart,
þá er aldrei neitt skammdegismyrkur.
Það er Lóa Þorkelsdóttir sem mælir þessi orð í ljóði sínu — Þá
er bjart. Þessar ljóðlínur eiga vel við um þessar mundir, þegar
svo margt í umhverfi okkar sýnir sínar dekkri hliðar. Við slíkar
aðstæður er nauðsynlegt að missa ekki sjónar á hinum bjart-
ari hliðum mannlífsins — gleyma ekki, að bjartsýnin er órofa-
hluti framfara og framsækni.
Vorið nálgast
Þorrinn er að baki og góa hefur verið óvenju köld og grimm.
Víða um landið hafa menn mátt þola erfiðar aðstæður, þótt
við hér um slóðir höfum sloppið bærilega. En nú fer sólin ört
hækkandi á lofti og vorið er á næsta leiti. Iljum okkur við þá
tilhugsun og trúum því að í stað hins harða vetrar, þá munum
við fá hlýtt og gott sumar.
Ofbeldi á heimilinum
Að undanförnu hafa dunið á okkur fréttir af hvers kyns afbrot-
um, þar sem ofbeldi er haft í frammi. Það er með því sorgleg-
asta sem gerist, þegar fólk verður fyrir ofbeldi og skiptir þá
ekki máli, hvers konar ofbeldi um er að ræða. Sorgleg er einn-
ig sú staðreynd, að mikið af þessu ofbeldi á sér stað á heimilun-
um og þar eru það konurnar og börnin sem eru fórnarlömbin.
Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd, að það eru
ótal heimili þar sem að heimilisfaðirinn leyfir sér hvað eftir
annað að beita fjölskyldu sína ofbeldi. Það er eitthvað mikið
að hjá þeim mönnum sem leyfa sér slíkt. Þessir menn virðast
ekki bera mikla virðingu fyrir sjálfum sér. — Þú sem lest þess-
ar línur — ef þú ert einn af þeim sem átt við þetta vandamál
að stríða — gerðu þá eitthvað jákvætt í málinu. Þú berð
ábyrgð á því að börnin þín búi við öryggi heima hjá sér.
*
Afengisdrykkja færist í aukana
Sala bjórs á íslandi hefur nú verið leyfð í eitt ár. Sjálfsagt er of
snemmt að meta á raunsæjan hátt, hvaða afleiðingar hafa
fylgt í kjölfarið. Sú staðreynd liggur þó fyrir, að neysla áfengis
hefur aukist að miklum mun. Flestir hafa fram að þessu viður-
kennt þá staðreynd, að áfengi og hvers kyns eiturefni eru
manninum stórhættuleg. Ég held því, að menn ættu að staldra
við og athuga, hvort ekki væri rétt að reyna að draga úr áfeng-
isneyslu, frekar en að auka hana svo stórkostlega.
H.H.
34 FAXI