Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1990, Blaðsíða 16

Faxi - 01.02.1990, Blaðsíða 16
SKÓLAR Á SUÐUR- NESJUM Skólanefndarformenn Brunnastaðaskóla, Vatnsleysuströnd frá stofnun skólans 1872. Séra Stefán Thorarensen Kálfatjörn 1872-1896 Séra Árni Þorsteinsson Kálfatjörn 1896—1910 Sigurjón J. Waage Sœmundur Klemensson Guðmundur Johannesson Stóru-Vogum 1910-1916 Minni-Vogum 1916-1922 Flekkuvík 1922-1923 Sveinn Pálsson Hábœ 1923-1926 Árni Kl. Hallgrímsson Símon Kristjánsson Austurkoti 1926—1958 Neðri-Brunnast. 1958—1974 Jón Gudnason Landakoti 1974—1985 Hreiðar Gudmundsson Kirkjugerdi 1985— öðrum trúnaðarstörfum í þágu hreppsins. Má þar nefna störf hans í skattanefnd og sem stöðvarstjóra Pósts og síma, sat í hreppsnefnd, svo eitthvað sé nefnt. Þá var hann mikill áhugamaður um skógræktarmál. Arni Klemens var kvæntur Mörtu Finnsdóttur frá Hnúki á Skarðs- strönd í Dalasýslu. Árni andaðist árið 1965. Eftirmóli Hér að framan hefur verið rakin hin merka saga skólahalds í Vatns- leysustrandahreppi frá árinu 1972 og fram undir okkar daga. Það er vonandi ekki á neinn hallað, þótt því sé hér fram haldið, að miklu hafi þeir áorkað sem á hverjum tíma hafa setið í skólanefndum. Þetta á ekki hvað síst við um formenn nefndanna. Eins og svo víða annars staðar voru það prestar byggðar- lagsins sem áttu mestan þátt í að koma skólastarfinu á legg. íbúar á ströndinni áttu því láni að fagna að hafa í upphafi sr. Stefán Thoraren- sen og síðar sr. Árna Þorsteinsson sem báðir voru prestar á Kálfatjörn. Væri það verkefni út af fyrir sig að minnast þeirra sérstaklega á sama hátt og Árna Kl. Hallgrímssonar hér að framan, en það verður nú a bíða betri tíma. í stað þess birtum við hér nöfn allra þeirra sem veitt hafa skólanefndinni forystu fram á þenn- an dag. Skólstarfið í dag í dag eru nemendur Stóru-Voga- skóla alls í tíu bekkjardeildum. Aldur þeirra er frá 6—15 ára. Byggð- in á Ströndinni hefur búið við svipt- ingar í seinni tíð og sést það best á því, að árið 1971 voru nemendur skólans aðeins 51. Það er kennt í sex almennum skólastofum og einni sérkennslu- stofu. Sund og önnur íþróttakennsla fer fram í íþróttamiðstöðinni í Njarð- vík og er nemendum ekið þangað. Skólastjóri er Bergsveinn Auðuns- son og yfirkennari er Jón Ingi Bald- vinsson. Alls eru kennarar í fullu starfi átta talsins, en í hlutastarfi eru þrír. Um húsvörslu sér Garðar And- résson og Þórdís Símonardóttir sér um alla ræstingu í skólanum. Við skólann er starfandi foreldra- félag og er núverandi formaður þess Hildur Runólfsdóttir. Formaður skólanefndar er Hreiðar Guð- mundsson. Ritstjóri Faxa vill nú þakka þær ágætu móttökur og aðstoð er hann hlaut við þessa samantekt. Við skilj- um við Stóru-Vogaskóla með þeirri ósk, að þar megi áfram dafna gott og heilladrjúgt skólastarf. Skelltu hvorki skuld á hálku eða myrkur. Það ert ftú sem situr við stýrið. IUMFERÐAR RÁÐ 48 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.