Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1990, Blaðsíða 29

Faxi - 01.02.1990, Blaðsíða 29
70 ára BjörgK. Sigurðardóttir kennari Fyrir hönd Faxafélaga flyt ég Björgu einlægar afmælisóskir. Þeim óskum fylgja m.a. kærar þakkir og Ijúfar minningar um hlað- in borð kræsinga og lífleg skoðana- skipti í kaffihléum Faxafunda að Mánagötu 11. Nú eru árin hennar Bjargar orðin 70, en með sanni má segja að hún beri aldurinn einstaklega vel. Sem fyrr hefur hún margt til mála að leggja og því enn sem fyrr gott að vera samstarfsmaður hennar og eiga við hana skoðanaskipti um starfið, lífið og tilveruna. Ég stend í mikiili þakkarskuld við þau Björgu og Ragnar fyrir svo mik- ið og margt, því er mér nú á 70 ára afmæli Bjargar einlægt þakklæti efst í huga um leið og ég árna henni og fjölskyldu hennar heilla á merk- um tímamótum. Kristján A. Jónsson. Björg Sigurðardóttir kennari varð 70 ára þann 15. febrúar sl. Björg er fædd í Reykjavík. Tíu ára gömul fluttist hún með foreldrum sínum og systkinum, sex að tölu, að Asgarði í Gerðaherppi. Foreldrar Bjargar voru hjónin Sig- urður Kristjánsson, fæddur að Brim- nesi við Seyðisfjörð, en uppalinn í Meðallandi i Austur-Skaftafellssýslu og Guðjónína Sæmundsdóttir, sem ung kom að Vatnsnesi við Keflavík og ólst þar upp hjá hjónunum Helgu Vigfúsdóttur og Guðna Jónssyni, bónda þar. Björg Kristín, en svo heitir hún fullu nafni, lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands vorið 1940. Næsta skólaár kenndi hún við barnaskóla Gerðahrepps. Árið eftir vann hún við barnaheimili í Reykja- vík, þá við kennslu í Keflavík 1942—43 og Héraðsskólann í Reykholti 1945-1946. Þann 31. maí 1947 giftist Björg, Ragnari Guðleifssyni, fyrsta heið- ursborgara Keflavíkur. Hefur hún staðfastlega búið fjölskyldu sinni gott og fagurt heimili. Þar ríkir ætíð sönn alúð og eindrægn og því ætíð gott að koma og dvelja. Um nokkurt árabil helgaði Björg óskipt starfskrafta sína uppeldi barna sinna, þeirra Sveinbjörns og Sigrúnar og stjórn á risnumiklu heimili. En á þessu tímabili gegndi Ragnar m.a. oddvitastarfi og síðan starfi bæjarstjóra, er Keflavík öðlað- ist kaupstaðarréttindi árið 1949. Hugur Bjargar hefur alla tíð beinst til fræðslu og uppeldisstarfa og í samræmi við það réði hún sig árið 1954 til kennslustarfa að nýju og nú við barnaskóla Keflavíkur, Myllubakkaskóla, þar sem hún hef- ur starfað óslitið síðan af stakri ósér- hlífni og kostgæfni. Björg er ákaflega nærgætin, skiln- ingsrík og næm fyrir líðan og þörf- um nemenda sinna. Þessir kostir hennar koma sér einkar vel í þeirri kennslu, sem hún hefur annast mörg hin síðari árin í sex ára deild skólans, sem er til húsa í gamla skólahúsinu við Skólaveg. Ávallt hefur Björg verið mjög bók- hneigð og áhugasöm við að fylgjast vel með nýjum stefnum og straum- um á sviði kennslumála og í því skyni sótt fjölmarga fræðslufundi og námskeið bæði hér heima sem og í Danmörku. Mér verður oft hugsað til þess, og lít þá í eigin barm, hversu mikils virði það er ungu fólki, er það kem- ur til starfa sem nýgræðingar, að eiga á hinum nýja vinnustað að mæta samstarfsfólki, sem hefur og vill miðla, af gæsku og alúð, reynslu sinni og hugmyndum starfinu við- komandi. Þessa varð ég mjög svo aðnjótandi er ég hóf ungur kennslu við barnaskólann í Keflavík og ekki þá hvað síst hjá þeim hjónum Björgu og Ragnari, en þau hófu kennslufer- il sinn við skólann samtímis og kenndu þar bæði óslitið saman, þar til Ragnar lét af störfum 70 ára að aldri árið 1975. Berðu ekki við tímaleysi eða streitu í umferðinni. Þaö ert þú sem situr undir stýri. yUMFERÐAR RÁÐ Sími 14930 — Hafnargötu 79 FAXI 61

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.