Faxi - 01.05.1990, Blaðsíða 7
, yt>uð er yýirleitt
besta fólhið sem gegnir
starýi trúnaðar-
mannsins“
Kaupfélag Suðumesja og einnig
Kaupmannasamtök Suðurnesja,
þá hófum við starfsnám, þar sem
boðið var upp á einar ellefu grein-
ar. í fyrstu samvinnu þessara aðila
var samið um tveggja launaflokka
hækkun fyrir þá sem sóttu þessi
námskeið. Námskeiðin voru hald-
in á kvöldin, menn fengu síðan
viðurkenningarskjöl fyrir nám-
skeiðin, það voru ekki gefnar ein-
kunnir. Það var algjört skilyrði til
að standast, að tímasókn væri
ekki minni en 90%. Ef námið nýtt-
ist í starfi viðkomandi, þá fékk sá
hinn sami hækkun eins og áður
sagði, en öðrum hefur þetta nám
efalaust komið til góða síðar."
„Hefur orðið framhald á þessu
námskeiðahaldi?"
„Það hefur nú ekki viðhaldist,
markaðurinn hefur mettast, mest
aðsókn var í tölvunámið, einnig í
sölutækni o.fl. Nú Fjölbrautaskól-
inn er með námskeið í sömu
greinum, þannig að þörfin er
kannski ekki jafn mikil nú. Ég
minntist ekki á það áðan, en í
sambandi við þessi námskeið, þá
greiddi félagið þriðja part af
kostnaði, starfsmaðurinn einn
þriðja og vinnuveitandinn einn
þriðja hluta. Ástæðan fyrir því, að
nemendur voru látnir borga sinn
hluta er sú, að fengin reynsla sýn-
ir, að menn sækja betur námið ef
þeir hafa sjálfir greitt fyrir það.“
„Það má bætaþví við hér að við
létum verulega fjárhæð til Fjöl-
brautarskólans í sambandi við
Tölvuskóla Suðurnesja og það
framlag réði víst nokkru um þaö,
að skólinn komst á laggirnar. Þá
auglýsum við í samvinnu við FS
ýmis námskeið, en þátttakan hef-
ur verið lítil hin síðari ár.“
„Hvað með orlofsmál. Eruð þið
með orlofshús einhvers staðar?"
„Við höfum átt hús í Ölfusborg-
um í ein 20 ár. Þáeigum við einnig
hús við Svignaskarð í Borgarfirði,
eina íbúð á Akureyri og sumarhús
í Miðhúsum austur á Héraði. Það
hefur líkað vel. Nú Akureyri er
mjög vinsæll staður og við erum
jafnvel að hugsa um að fjölga þar.
Nú við höfum verið þátttakendur
við að efna til ferða erlendis, en
það hefur ekki borið þann árang-
ur sem við bjuggumst við. í fyrra
ætluðum við að efna til ferðar til
Færeyja. Við kynntum þessa ferð
mjög vel, en undirtektir voru
mjög dræmar. Ég held því að það
sé bara best að láta ferðaskrifstof-
urnar um þau mál, enda eru þær
sérhæfðar í því.“
„Magnús. Nú ert þú í fullri
vinnu, þannig að formennskan er
algjör viðbót viðstarf þitt. Hvern-
ig gengur að samræma þetta
tvennt?“
„Menn hafa oft verið að tala ein-
mitt um þetta, að hafa formann-
inn ,,ástaðnum”,einsogþað hefur
verið kallað. Mittsjónarmið hefur
verið það, að leggja frekar áherslu
á að fá gott starfsfólk til félagsins
sem aflar sér reynslu og þekking-
ar á hinum ýmsu málum. Formað-
ur getur e.t.v stoppað mjög stutt
við, t.d. ef hann fellur í kosning-
um, eða hættir af öðrum ástæð-
um. Þá fer hann með sína þekk-
ingu burt. En starfsfólkið situr
áfram með sína þekkingu og það
nýtist félaginu best. Á hinn bóginn
hef ég notið þess í mínu starfi, að
hafi ég þurft á tíma að halda, þá
hef ég fengið hann átölulaust í
samráði við mína yfirmenn. Það
hefur því ekki verið mér til trafala
að vera formaður en jafnframt að
gegna minni vinnu samtímis."
„Hvað heldur stjórnin oft
fundi?“
„Við höldum að meðaltali einn
fund í mánuði, en annars fer það
eftir þörfinni á hverjum tíma, jafn-
vel margir í sama mánuðinum.
Við höfum reynt að hafa fastan
fundartíma, en okkur fannst það
ekki gefast vel. Síðan eru fjöldinn
allur af óformlegum fundum eins
og þekkist í öllu félagsstarfi."
„Hvað með samstarf félagsins
við önnur stéttarfélög á svæð-
inu?“
„Það er kannski ekki svo mikið.
Ég kann nú ekki neina skýringu á
því. Við vinnum þó mjög vel sam-
an í sambandi við 1. maí hátíða-
höld, en mín skoðun er í raun sú,
að öll þessi starfsemi ætti fyrir
löngu að vera komin undir sama
hattinn."
„Nú eruð þið þátttakendur í
starfi verslunarmanna á lands-
vísu, er það viðamikið starf?“
„Sannleikurinn er nú sá, að
Landssamtök verslunarmanna
eru frekar óvirk samtök. Ég tel að
það stafiaf því, aðí VRerum 70%
af öllu félagsfólki. VR sem hefur
mjög mikla sjálfstæða starfsemi
fyrir sína félaga í öllum greinum.
Þeir hafa um þrettán manna
starfslið og þurfa því ekki að
sækja annað. Þetta í raun lamar
starf landssamtakanna. Við höf-
um því oft tekið þann kostinn að
leita beint til ASÍ, þegar við höfum
þurft á aðstoð að halda."
Það fer nú að líða að lokum
þessa viðtals við Magnús og við
spyrjum hann að lokum, hvað það
er í þessu starfi sem hefur veitt
honum mestu ánægjuna.
„Auðvitað er mest skemmtileg-
ast að vinna að málum sem ganga
vel, en það getur nú verið ansi
breytilegt eins og þú veist. Maður
getur náð árangri, jafnvel í per-
sónulegum málum og þá getur
verið ánægjulegt að fást við þau,
þegar maður hefur náð árangri.
Það er aftur á móti jafn óskemmti-
legt, þegar það tekst ekki. Það er
líka gaman að vinna að málefni
eins og starfsnáminu, þegar það
var á döfinni og það sem snýr að
menningunni, manni finnst gam-
an að því, því auðvitað kemur fé-
lagið nálægt henni líka.
Við setjum nú punktinn yfir i-ið
í þessu viðtali. Við þökkum Magn-
úsi fyrir spjallið að sinni, ef til vill
tökum við upp þráðinn síðar.
FAXI 135