Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1990, Blaðsíða 6

Faxi - 01.05.1990, Blaðsíða 6
, ySamstarf verhalýðs félaganna ú Suðurnesjum Ætti að vera mun meira ‘ ‘ Magnús Gíslason er formaður Verslunarmannafélags Suður- nesja og hefur hann verið í forystu fyrir félagið í rúman áratug. Oft hefur gustað um Magnús og það væri synd að segja, að stjórnar- kosningar þar á bæ hafi einhverj- ar verið haleiújasamkomur. Þeir sem hafa lesið Faxa um langt skeið muna það efalaust, að Magnús var ritstjóri Faxa um nokkurra ára skeið og því rann okkur bióðið til skyidunnar að hitta Magnús að máli og fá að kynnast því starfi sem hann innir af hendi fyrir Verslunarmannafé- lagið. Ég spyr Magnús fyrst að því, hversu lengi hann hafi starfað í fé- laginu. „Ég kem eiginlega inn í starfið árið 1979, hafði b'tilsháttar starfað áður, en þetta ár voru tildrögin sú, að fráfarandi formaður, Valgarður Kristmundsson, bauð sig fram á móti Iista stjórnar og trúnaðar- mannaráðs sem hafnaði honum. Hann bað mig um að vera með sér, en þá var ég hreint ekki í neinni nefnd eða neinum störfum á vegum félagsins, ég var alveg á lausu. Og ég gaf kost á mér með honum ásamt fleiru ágætis fólki, og svo undariega fór, að við unn- um kosninguna. Við hlutum 185 atkvæði gegn 180. Þegar átti eftir að úrskurða ellefu vafaatkvæði, þá vorum við 5 atkvæðum undir, en þá fór það svo að við fengum 10 og eitt var dæmt ógilt. Ég átti alls ekki von á þessu og þegar stjórnin skipti með sér verkum, þá var ég valinn varaformaður. Síðan gerist það, að Valgarður fellur frá, og þar með var ég orðinn formað- ur. Þetta ætlaði ég mér reyndar aldrei, en síðan hef ég verið for- maður. Síðan hafa svo farið fram kosningar í félaginu, en mér hefur tekist að halda velii hingað til.“ „Segðu mér Magnús, hvað eru margir í félaginu?" „A kjörskrá nú síðast voru um 800 manns, en það er mikið gegn- umstreymi í félagnu, þannig að í raun eru milli átta- og níuhundruð manns í félaginu." „Það hlýtur þá að vera eitt stærsta félagið á svæðinu?“ „Já, það er annað stærsta félag- ið hérna. Innan samtaka verslun- armanna er það hið fjórða stærsta, félögin á Akureyri og í Hafnarfirði eru stærri og svo er VR að sjálfsögðu stærst." „í hverju er starf félagsins í dag helst fólgið?" „Auðvitað er það starfið sam- kvæmt lögum félagsins að sjá um að samningum og lögum sé fylgt. Síðan er það sjúkrasjóðurinn, um hann er heilmikið starf. Þá er það að sinna óskum og umkvörtunum félagsmanna og vinna úr þeim. Það er ótrúlega mikið starf, því það er alltaf eitthvað sem menn greinir á um.“ „Nú rekið þið skrifstofu í húsi ykkar við Hafnargötuna. Hvenær er hún opin og hvað vinna margir hjá félaginu?" „Skrifstofan eropin frá kl. tólf til klukkan fimm á virkum dögum og þar vinna tveir starfsmenn. Þang- að koma mjög margir. Mig langar tii að koma inn á mál sem einmitt tengist því. Það er oft kvartað yfir lélegri fundarsókn í félögum og menn líta gjarna á það sem mæli- kvarða um starf í félögum, ef margir mæta á fundum. Auðvitað er mjög gaman að halda fjöl- menna fundi og sérstaklega í sam- bandi við kjaradeilur mæta marg- ir á fundum. Við höfum haft þetta frá 10 og upp í 350 á fundum, það fer bara eftir málefninu hverju sinni. En hins vegar eru tengsl fé- lagsmanna við skrifstofuna og starfsfólkið það mikil, að við get- um vel við unað. Það sýnir að fólk- ið setur mikið traust á félagið. Ekki er hægt að leysa öll mál og oft þarf að leita aðstoðar hjá lög- fræðingum til að leysa málin. Oft hefur verið haft á orði að gott væri að hafa einhvern fastan lög- fræðing fyrir okkur, en lögfræð- ingar eru bara ekki tilbúnir að taka slíkt að sér að vera lögfræð- ingur stéttarfélags, það getur rek- ist á við önnur mál.“ „Hvernig er ykkar trúnaðar- mannakerfi skipulagt?" „Á hverjum vinnustað, þar sem fleiri en fimm starfsmenn eru, þá má velja trúnaðarmann og það er æskilegt að svo sé. Það hefur gengið nokkuð vel að viðhalda þessu trúnaðarmannakerfi, en sannleikurinn er nú samt sá, að það getur verið erfitt að fá fólk til að sinna þessu og það endist yfir- leitt stutt í þessu hlutverki. Og það er ekki samstarfið við vinnuveit- endur sem er erfitt, hins vegar eru viðkomandi vinnufélagar trúnað- armannsins mjög kröfuharðir og setja oft fram kröfur sem hann getur ekki ráðið við. Hann á þá á hættu að falla í ónáð hjá vinnufé- lögunum og menn vilja bara ekki sitja undir siíku og losa sig því undan starfanum." „Hafið þið verið með fræðslu- námskeið fyrir trúnaðarmenn?" „Já, það eru haldin námskeið og þeir geta líka sótt námskeið hjá heildarsamtökum okkar, svo sem hjá MFA (Menningar- og fræðslu- samband alþýðu). Annars vil ég bæta því inn hér vegna trúnaðar- manna okkar, að marga höfum við misst vegna þess að þeir hafa hlotið stöðuhækkanir, hafa hrein- lega vaxið upp úr okkar félagi. Það er yfirleitt besta fólkið og það vinnur sig upp úr okkar röðum. Þetta auðvitað fer oft illa með okkur, en að sjábsögðu erum við ekki að harma það. Við eigum þarna gott fólk sem á allt gott skil- ið.“ „Hverjir eru það sem eiga aðild að Verslunarmannafélagi Suður- nesja?“ „Fólk sem vinnur við skrifstofu- störf, verslunar- og þjónustustörf. Það geta verið nokkuð óskírar lín- ur þarna á milli. Það eru til þjón- ustustörf sem útheimta bæði handavinnu og skrifstofuvinnu ef svo mætti segja.“ „Nú fer hér Vcixandi ferðaþjón- usta, er það fólk einnig innan ykk- ar raða?“ ‘Já, hún gerir það. Reyndar hafa verið uppi raddir um að gera það að sérstakri grein, en það hefur ekki gerst enn.“ „Hvað viltu segja um almenn menntunarmál innan stéttarinn- ar, hefur félagið átt einhvern þátt að þeim?“ „Jú. Ég held að við getum verið nokkuð ánægð með þann þátt í okkar félagsstarfsemi og við vor- um eiginlega framúrstefnumenn hvað það snertir. I samvinnu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, 134 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.