Faxi - 01.05.1990, Blaðsíða 31
Þaö er mjög gott aö halda
ráöstefnur í Keflavík
segir Ólafur Erlingsson, formaður Meistarafélags byggingamanna á
Suðurnesjum.
Dagana 4. og 5. maí s.l. hélt
Meistara- og verktakasamband
byggingamanna (MVB) aðalfund
sinn í Keflavík. Aðild að MVB eiga
félög byggingarmeistara um allt
land, ásamt verktakafyrirtækjum
og einstökum byggingarmeistur-
um. Aðalfundinn sóttu fulltrúar
frá eftirtöldum félögum innan
sambandsins:
Meistarafélag húsasmiða, Mál-
arameistarafélag Reykjavíkur,
Meistarafélag byggingamanna á
Norðurlandi, Meistarafélag bygg-
ingamanna á Norðurlandi vestra,
Múrarameistarafélag Reykjavíkur,
Meistarafélag Suðurlands, Meist-
arafélag byggingamanna í Vest-
mannaeyjum, Múrarameistarafé-
lag Suðurnesja, Meistarafélag iðn-
aðarmanna í Hafnarfirði, Mei-
starfélag byggingamanna á Suð-
urnesjum, Dverghamarar sf., Ár-
mannsfell hf., Píparinn hf.,
Byggðaverk hf. og Vernd hf.
Aðalfundurinn var haldinn í sal
Karlakórs Keflavíkur og hófst
hann á því, að fráfarandi formað-
ur, Gunnar S. Björnsson, flutti
skýrslu formanns. Ræddi hann al-
mennt um efnahagsástandið í dag
og bað menn gæta þess, aö þótt
bati væri í sjónmáli, þá yrðu menn
að fara að öllu með gát. Þá ræddi
hann einnig um aðlögun iðnaðar-
manna að þeim breytingum sem
við blasa á Evrópumarkaði á
næstu árum.
Framkvæmdastjóri MVB, Sverr-
ir Arngrímsson, skýrði frá því
helsta úr starfi hins liðna árs. Ver-
ið væri að þróa tölvuforrit sem
nota mætti við allar mælingarstof-
ur og væri verið að vinna að sam-
komulagi þar að lútandi. Þá hefði
verið komið á aðstoð við félags-
menn við undirbúning á tilboð-
um. Þá væri það nýjung, að á ár-
inu voru í fyrsta sinn gefin út svo-
nefnd meistaraskírteini. Væri
þetta gert til að fólk gæti betur
treyst því, að það væri ekki að fá
fúskara í vinnu. Viðgerðardeild
MVB hefur vaxið að mun og liggja
fyrir nokkrar nýjar umsóknir um
inngöngu. Gefin hefur verið út
handbók með verklýsingum fyrir
viðgerðarefni. Afkoma félagsins
var góð á árinu og var hagnaður
um ein og hálf milljón króna. Voru
reikningar sambandsins sam-
þykktir samhljóða ásamt fram-
lagðri fjárhagsáætlun.
Nýr formaður samtakanna var
kjörinn Ingvar Á. Guðmundsson.
Hann ávarpaði fundarmenn og
kvað það ætlun sína sem for-
manns að leita stöðugt fram á við.
Nauðsynlegt væri að efla samtök-
in enn meir. Það væri og mikið
hagsmunamál, að iðnmeistarar
reyni sem mest að framleiða full-
unna vöru, jafnframt því sem
gæðamál verði að vera ofarlega á
verkefnalistanum.
Á síðari degi aðalfundarins
voru flutt erindi um málefni sam-
einaðs Evrópumarkaðs. Hið fyrra
flutti Björn Friðfinnsson, aðstoð-
armaður utanríkisráðherra, en
hið síðara flutti Þórleifur Jónsson,
framkvæmdastjóri Landssam-
bands iðnaðarmanna.
Björn Friðfinnsson fjallaði um
DAGSKRÁ í NJARÐVÍK
17. JÚNÍ1990
Kl. 11:15
17. júní-hlaup.
Kl. 14:00.
Þjóðhátíðarmessa í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Sr.
Þorvaldur Karl Helgason predikar. Formaður
þjóðhátíðarneíndar, Ingólfur Bárðarson, setur
hátíðina í kirkjunni áður en guðsþjónustan
hefst.
Kl. 14:45.
Skrúðganga frá kirkju að hátíðarsvæði við
Stapa.
SKEMMTIDAGSKRÁ:
Fjölbreytt dagpkrá í umsjá og flutningi heima-
manna, skátafélagsins Víkverja, UMFN, o.fl.
Verðlaunaafhending vegna 17. júní-hlaupsins,
Tivolí, starfsíþróttir, ,,þrautabraut” og óvæntar
uppákomur ýmis konar. Einar Júlíusson
söngvari og Ólöf, dóttir hans, skemmta.
Flugmódelsýning á íþróttavellinum,
fallhlífastökk og ,,sadgætisregn“.
Fjölskyldudansleikur í Stapa:
Kl. 20:00-23:30.
HÁTÍÐARSVÆÐIÐ VIÐ STAPA:
Kl. 15:10.
Lúðrasveit Tónlistarskólans leikur.
Kynnir verður Lára Guðmundsdóttir, kennari.
Þjóðhátíðarræða. Hafdís Garðarsdóttir flytur.
Ávarp fjallkonu.
Kl. 15:30.
Kvenfélag Njarðvíkur sér um kaffiveitingar
(hlaðborð) í Stapa frá kl. 15:30.
Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar leikur fyrir
dansi og verður með leiki og grín fyrir börn á
öllum aldri. Einnig flytja þrjár ungar stúlkur
skemmtiatriði og dansfíokkur sýnir dansa.
Þjóðhátíðardansleikur í Stapa:
Kl. 24:00-02:00.
Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar leikur fyrir
dansi.
FAXI 159