Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1990, Blaðsíða 30

Faxi - 01.05.1990, Blaðsíða 30
Laus störf við Keflavíkurkirkju Sóknarnefnd Keflavíkurkirkju óskar aö ráða í eftirtalin störf viö kirkjuna. Meöhjálpara og kirkjuvörð, konu eöa karl. Til greina kemur aö sami aðili annist bæði þessi störf, eða tveir skipti þeim á milli sín. Umsóknir berist fyrir 1. júlí n.k. til formanns sóknarnefndar Bjarna Jónssonar, Skólavegi 26, 230 Keflavík, sem einnig gefur allar upplýsingar um störf þessi í síma 92-11605 eftir kl. 17.00. Sóknarnefnd Keflavíkurkirkju. ORGANISTAR — SÖNGSTJÓRAR Viö Keflavíkurkirkju er laust til umsóknar starf organista og söngstjóra. Umsóknir skulu hafa borist fyrir 1. júlí n.k. til formanns sóknarnefndar Bjarna Jónssonar, Skólavegi 26, 230 Keflavík, sem einnig gefur nánari upplýsingar í síma 92-11605 eftir kl. 17.00. Sóknrnefnd Keflavíkurkirkju. Punktar frá Víði í Garði Faxi fékk Júlíus Baldvinsson, formann Víðis, til að setja á blað nokkra punkta um starfið í sumar. Gefum honum orðið: Nú þegar keppnistímabilið er hafið hugsum við Víðisfélagar að standa okkur vel í þeim mótum sem við tökum þátt í. Við erum í 2. deild og stefnum, eins og önnur 2. deildarlið á fyrsta — annað sæt- ið. Það er ánægjulegt að það skulu vera 3 lið af Suðurnesjum sem leika í 2. deild. Það sýnir hvað knattspyrnan á Suðurnesjum er vinæl. Það er verið að tala um Suðurnesjaslag milli félaganna sem eru Víðir, Í.RK. og Grindavík. Við Víðisfélagar vonum að það verði ekki slagur heldur drengi- legt og íþróttamannsleg keppni og öllum til sóma í leikjum sem Lögtaksúrskurður Að beiðni Gjaldheimtu Suðurnesja úrskurðast hér með að lögtök geta farið fram vegna vangoldinnar staðgreiðslu opinberra gjalda í Keflavíkurbæ, Njarðvíkurbæ, Grindavíkurbæ, Miðnes- hreppi, Gerðahreppi, Vatnsleysustrandarhreppi og Hafna- hreppi. Þ.e. vanskilafé, álag og sektir ásamt dráttarvöxtum og kostnaði fyrir tímabilin 01., 02., 03. og 04. 1990 (janúarmánuður til og með aprílmánuður 1990), á grundvelli 1. tl. 1. gr. og 4. gr. laga nr. 29/1885 og 29. gr. laga nr. 45/1987, sbr. 14. gr. laga nr. 90/1987. Lögtök geta farið fram að 8 dögum liðnum frá birtingu úrskurð- ar þessa ef ekki hafa verið gerð skil fyrir þann tíma. Bæjarfógetinn í Keflavík, Njarðvík og Grindavík. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. r Arni Haukur Björnsson, ftr. (sign). þessi lið leika sín á milli og í öðr- um leikjum. Víðir sendir í íslandsmót, 1. flokk og Old boys. Víðir sendir einnig yngri flokka á íslandsmót, Það er gleðilegt að sjá hve fjöl- mennt er á æfingum hjá þeim og þeir eru ákveðnir að standa sig vel. Sambland úr 4. og 5. flokki. fara til Tvöroyar Boltfélags í Fær- eyjum síðast í júní. Þá fara 5.-6. flokkur í æfingabúðir að Laugar- vatni 22.—-29. júní nk. Meistaraflokkur Víðis hóf æf- ingar í febrúar ogvar góð mæting á æfingunum sem voru við erfið skilyrði, oft æft úti í vondum veðr- um. Um páskana fór meistara- flokkur til Þýskalands í æfinga- búðir og heppnaðist sú ferð mjög vel. Þeir leikir sem M.fl. Víðis hefur leikið fram að þessu lofar góðu í keppni á komandi sumri. Það er ekki annað að sjáen að þjálfarinn, Óskar Ingimundarson sé að gera góða hluti enda með góðan og stóran hóp því meira er barist um hverja stöðu í liðinu. Það eitt sem við í Víði erum stoltir af, já virkilega stoltir, það er grasvöllurinn. Við segjum að völl- urinn sé sá besti á landinu, alla vega sá besti á Suðurnesjum. Það er því að þakka hvað vel hefur verið hugsað um hann. Nú er ver- ið að endurbæta og færa skjól- garðinn kringum völlinn. Við þessar breytingar færist inngang- urinn betur að íþróttavallarhús- inu. Það er mikil bót að þessari breytingu því ú hefur fólk greiðari aðgang að íþróttavallarhúsinu. Þetta verk tókum við Víðisfélagar að sjá um og framkvæma. við er- um líka með umsjón við íþrótta- svæðið, er það í fyrsta sinn sem við gerum það. Knattspyrnufélagið Víðir vonar aö margir sjái sér fært um að koma á völlinn í Garðinn til að sjá góða og skemmtilega leiki í sum- ar. Með Víðis- og íþróttakveðju. 158 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.