Faxi - 01.05.1990, Blaðsíða 20
Skólaslit á Suðurnesjum
FJÖLBRAUTASKÓLI SUÐURNESJA
Avarp Ægis Sigurössonar skólameistara
Viðurkenningar og verðlaun eru ævinlega áberandi við skólaslit. Sig-
urður Erlendsson var kynnir við skóiaslitin og hér er hann að heiðra
dugmestu nemendur skóians. Frá vinstri eru Rúnar Gísii Valdimarsson,
Agnar Már Olsen, Nikulás Ægisson, Jón Páll Haraldsson, Guðlaug María
Lewis, Inga Sigríður Harðardóttir, Anna Birgitta Geirfinnsdóttir og Sig-
urður Erlendsson. Ljósm. Heimir.
Útskriftaraðall, gestir, heima-
menn.
Sú önn sem senn er að ljúka var
eins og þið heyrðuð í yfirlitsræðu
aðstoðarskólameistara — á ró-
legunótunum. En hjá NFS var allt
á fullu eins og fram kemur hjá
Gunnari. Friður ríkti á kennara-
markaðnum og önninni lýkur því
í fyrra falli. Að vísu fengum við
gott og langt páskafrí sem kennar-
ar og nemendur nýttu til hins
ýtrasta til að safna orku í lokaslag-
inn. Sá slagur er úti og komust
flestir sennilega óskemmdir frá
þv[ ati.
A þessari 30. starfsönn skólans
útskrifast 75 nemendur úr dag-
skóla, 3 úr öldungadeild og 16 af
flugliðabraut, eða alls 95 nem-
endur. Þeir skiptast svo eftir
námsleiðum:
3 skiptinemar, 3 úr grunndeild
háriðna og 2 tækniteiknarar.
12 af 2ja ára brautum sem skipt-
ast þannig: 3 af heilsugæslubraut,
1 af tölvu- og viðskiptabraut, 6 af
viðskiptabraut 2ja ára, 1 af upp-
eldisbraut, 1 af þjálfunarbraut.
1 af vélstjórnarbraut 2. stigs, 6 af
sjúkraliðabraut, 12 iönnemar, 40
stúdentar.
Nokkuð er um að nemendur út-
skrifist af tveim eða fleiri braut-
um. Oftast er þess aðeins getið í
athugasemdum með prófskír-
teini, en stundum fá nemendur
tvö skírteini, sérstaklega ef um
starfsréttindanám er að ræða.
Dæmi um það fáið þið að sjá hér
á eftir. Signý Guðmundsdóttir út-
skrifast bæði sem sjúkraliði og
stúdent.
Eftir byggðalögum skiptast
nemendur þannig:
Keflavík 41, Sandgerði 1, Garði
5, Grindavík 4, Vogar 4, Njarðvík
16, Selfoss 1, Akranes 1, Kvenna-
brekka Miðdal l.Garðabær 1, Ak-
ureyri 1.
Bandaríkin 2, Belgía 1.
A þeim 15 árum sem skólinn
hefur starfað hafa 1439 skírteini
verið afhent. Þau skiptast þannig
á milli algengustu brautanna:
2ja ára brautir 167, meistara-
skóli 27, iðnbrautir 364, hársnyrti-
braut 23, fiskvinnslubraut 3,
tæknibraut 2, tækniteiknun 9,
flugliðar 189, réttindanám skip-
stjóra 29, skipstjórnarbraut 2,
námsk.rétt. vélstjóra 31, vélstjórn-
arbraut I. stig, 63, vélstjórnar-
braut II. stig 7, skiptinemar 14,
sjúkraliðabraut 6, stúdentar 496,
grunndeildir 2, atvinnulífsbraut 1
eða alls 1439.
Þá er komið að lokum þessarar
athafnar. Við samskonar athöfn í
lok langrar og strangrar haust-
annar lýsti ég nokkuð þeim breyt-
ingum sem framundan væru þeg-
ar ríkið tæki alfarið við rekstri
Fjölbrautaskólans. Þar kom fram
ótti minn við það að RIKIÐ væri
með heimilisfestu í Reykjavík —
borg Perlunnar — og yrði ansi
fastheldið og smámunasamt við
okkur smáfuglana úti á landi. —
Því miður — virðist ég ætla að
verða sannspár í þetta sinn. Um-
samin kjör sumra þeirra starfs-
manna sem ríkið tók að greiða
laun urn áramótin voru skert. Mik-
ið argaþras — bréfaskriftir og sím-
hringingar — hafa fylgt þessum
breytingum. Nokkur árangur hef-
ur náðst, því sumir fá RÉTT kaup
um þessar mundir.
Ný skólanefnd tók til starfa og
hefur þegar haldið nokkra fundi.
Formaður hennar er Guðmundur
Björnsson.
Eitt af fyrstu verkum nefndar-
innar var að krefjast þess að ráð-
herra heimilaði skólanum að sjá
um launagreiðslur til annarra
starfsmanna en kennara. Svar við
þeirri kröfu hefur ekki borist.
Einnig samþykkti nefndin að
knýja á að SSS setti kraft í að svo-
nefnd „Húsnæðisnefnd" tæki til
starfa og skilaði áliti sem allra
fyrst um framtíðarskipulag skól-
ans og uppbyggingu hans.
Aðrir liðir eru í óvissu og ekki er
enn ljóst hversu margar kr. við fá-
um í viðhald á árinu, hvernig akst-
urinn með nemendur verður
greiddur og hve mikil skerðingin
á fjárlögum er.
En ýmsar aðrar breytingar sem
gengu í gildi nú um áramótin eru
þó mjög til bóta. Má þar nefna að
sjálfstæði skólanna í kennara-
ráðningum svo og til annarra
starfa, var aukið verulega.
Auknir kvótar fengust allavega í
orði — til ýmissa góðra verka s.s.
til kennslu fatlaðra nemenda og
fornámsnema, bókasafns og skrif-
stofuhalds. einnig opnat leiðir til
að sækja um í sjóði sem styrkja
eiga ýmis þróunarverkefni í skóla-
starfinu.
Brýnt er að sú ákvörðun verði
tekin hið fyrsta því skólinn er enn
einu sinni að komast í húsnæðis-
hrak og með hverri önninni vex
sú skömm að geta ekki búið sóma-
Ægir Sigurðsson, skólameistari, afhendir Einari Ingimundarsyni skír-
teini sitt. Einar var elsti nemandi skólans að þessu sinni.
148 FAXI