Faxi - 01.05.1990, Blaðsíða 35
SKÓLAR
Á
SUÐUR-
NESJUM
ár í sögu skólans. Segja má að þá
hafi skólinn þegar slitið barns-
skónum enda var hann nú um það
bil að fylla fyrsta tuginn. Gamla
skólahúsið var nú kvatt og flutt
var í nýtt húsnæði, sem hafði ver-
ið sérhannað fyrir starfsemi skól-
ans. Nokkur dráttur varð á skóla-
setningu um haustið þar sem enn
var unnið við frágang hinnar nýju
byggingar sem var við Sunnu-
braut. Það var svo 13. október
sem skólinn var settur í Keflavík-
urkirkju eins og áður hafði verið.
Þótt margt hafi enn verið ógert,
því hér var aðeins um fyrsta
áfanga byggingarinnar að ræða,
voru viðbrigðin vissulega mikil
fyrir nemendur og kennara.
Kennslustofum hafði fjölgað um
helming og urðu nú alls átta.
Nemendur fengu góðan sal, sem
bætti mjög aðstöðuna varðandi
allt samkomuhald í skólanum. Að-
staða kennara var samt enn sem
áður fremur bágborin. Þeir komu
sér fyrir til að byrja með í einni af
kennslustofunum og hugguðu sig
við að kennarastofa væri í aug-
sýn, átti aðeins eftir að innrétta
hana. Skólastjóri fékk nú sína
fyrstu skrifstofu frá því skólinn tók
til starfa, en hann varð samt að
deila henni með skólaritaran-
um.Louise W. Steindal, sem ráðin
hafði verið að skólanum. Sam-
kvæmt teikningum af húsinu átti
að vera skólabókasafn í þeim
hluta hússins, sem stjórnun skól-
ans flutti nú í. Þegar þetta nýja
skólahús er tekið í notkun voru
nemendur rétt um 300, sem skipt-
ust í 11 bekkjardeildir. Fastir kenn-
arar voru 9 auk skólastjóra, þá
voru þrír kennarar í hálfu starfi og
þrír stundakennarar.
Við skólaslit vorið 1963 voru í
fyrsta sinn mættir tíu ára gagn-
fræðingar skólans. Færðu þeir
skólanum árnaðaróskir og gáfu
honum vandaða skuggamynda-
vél. Slíkar heimsóknir gagnfræð-
inga urðu síðan fastur liður við
skólaslit á næstu árum og hafa
þeir fært skólanum margar góðar
og nytsamlegar gjafir á liðnum ár-
um.
Skólaárið 1969—70 er fjöldi
nemenda kominn í 578 þar af
voru 300 nemendur í skyldunámi.
Þetta er fyrsta árið sem 5. bekkur
er starfræktur við skólann, sem er
framhaldsdeild á viðskipta-,
tækni-, hjúkrunar- og uppeldis-
deild. Almennar kennslustofur
eru 11 auk eðlisfræðisstofu og
handavinnustofu drengja og
stúlkna. Bekkjardeildir eru nú 22
en almennar kennslustofur 11,
auk þriggja sérkennslustofa.
Á þessu ári er tekin í notkun ný-
byggð álma, svonefnd norður-
álma og eru í henni þrjár almenn-
ar kennslustofur, handavinnu-
stofa stúlkna, eðlisfræðistofa og
skólaeldhús. Kennarar voru alls
29, 21 fastakennari og 8 stunda-
kennarar. Þrengsli í skólanum eru
gífurleg og bekkjardeildir mjög
fjölmennar eins og áður.
í skólaslitarræðu sinni vorið
1972 segir skólastjórinn, Rögn-
valdur J. Sæmundsson um hús-
næðismál skólans m.a.: „Húsnæð-
isvandræðin hafa frá fyrstu tíð
verið Þrándur í götu í öllu starfi
skólans. Þau hafa komið í veg fyr-
ir, að skólinn gæti gegnt hlutverki
sínu sem fullkominn gagnfræða-
skóli, sem gæfi nemendum kost á
ýmsum möguleikum til náms, svo
að þeir væru hæfari til að mæta
vandamálum lífsins í starfi eða
áframhaldandi námi. Vegna ófull-
nægjandi húsnæðis hefur hann
orðið að binda sig við þaö allra
nauðsynlegasta og varla það. Það
er ekki hægt að taka upp valfrelsi
námsgreina, sem þó væri æski-
legt, og því síður verknámsdeild,
sem er nauðsynlegt að hafa, þeg-
ar varla er hægt að kenna svo vel
sé handavinnu í bóknámsdeild-
um, eins og nú er.”
FRAMHALD í NÆSTA BLAÐI
Verðlauna-
hús með
íslenskri
gæðamálningu
frá
DROPANUM
Steinakrýl
Steintex
Eigendur fegutstu húsa í Keflavík 1989 völdu íslenska
gæðamálningu á hús sín úr Dropanum.
PdfopiAn
Hafnargötu 90 - Sími 14790
- Umboð fyrir Málning hf. á Suðurnesjum -
FAXI 163