Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1990, Blaðsíða 21

Faxi - 01.05.1990, Blaðsíða 21
samlega að félagslífi nemenda — við svo búið má ekki standa leng- ur. Draumurinn er að reistur verði frá grunni skóli sem hýst gæti alla starfsemi stofnunarinnar um fyr- irséða framtíð. Velunnurum skólans vil ég þakka þá velvild sem þeir hafa sýnt í verki m.a. með því að færa okkur að gjöf ýmis tæki og tól. Að lokum vil ég þakka skóla- nefndarmönnum og þá sérstak- lega Guðmundi Björnssyni, for- mannr nefndarinnar, nemendum og öðru starfsfólki, hjartanlega fyrir samstarfið á skólaárinu. Viðstöddum þakka ég komuna og þeim sem glöddu eyru vor sinn skerf. Ég segi hér með 30. starfsönn Fjölbrautaskóla Suðurnesja slitið. * Avarp Gudmundar Björnssonar Á þessum fjórum árum sem ég hef setið í skólanefnd F.S., og liðið hafa með undraverðum hraða að manni finnst, hef ég ekki lagt það í vana minn að trufla þessa ágætu útskriftarathöfn. En þar sem segja má að ég sé einnig að útskrifast nú ákvað ég að fara út af braut vanans og því stend ég nú hér hvort sem ykkur líkar það betur eða verr. Þegar litið er yfir farinn veg er margs að minnast sem ástæða væri til að fjalla um en ekki gefst tími til í stuttu máli. Þegar ég hóf störf í skólanefndinni hafði skól- inn starfað í 10 ár. Ég held að óhætt sé að fullyrða að á þeim ár- um hafi skólinn þróast á þann veg að hann hafi fyllilega uppfyllt þær kröfur sem til hans voru gerðar í upphafi þó alltaf megi gera betur. Um þetta vitnar stöðug aukning nemenda og góður árangur þeirra í framhaldsnámi og starfi, aukinn stöðugleiki í starfsmannahaldi sem er grundvallaratriði og sá vel- vilji sem stjórnendur skólans verða yfirleitt varir við hjá sveit- arfélögunum sjö sem að honum standa og stofnunum, fyrirtækj- um og einstaklingum á Suðurnesj- um. Vil ég hér með fyrir hönd skólans færa öllum þessum aðil- um kærar þakkir fyrir veittan stuðning og góðar gjafir. Spyrja má hMert sé hlutverk skólanefndar. Þegar ég hóf störf í nefndinni lét ég það vera eitt af mínum fyrstu verkum að lesa yfir fundargerðir skólanefndar frá upphafi. Þá sá ég að auk þess, að sjálfsögðu, að hafa tekið þátt í að móta stefnu skólans og náms- framboð fór mestur tími í umfjöll- un um fjármál oghúsnæðismál og svo er enn í dag og verður áfram. Þetta er sagan endalausa. Fljótlega þarf að taka stefnu- mótandi ákvarðanir um húsnæð- ismál skólans. Þrátt fyrir að ekki séu liðin nema þrjú ár síðan nýja viðbyggingin var tekin í notkun þá er húsnæðið nú fullnýtt á álags- tímum auk þess sem ýmsa að- stöðu vantar. Stefna skólanefndar er sú að öll starfsemi skólans sé á einum stað, þ.e. bæði bóklegt og verklegt nám, enda voru fjöl- brautaskólar m.a. stofnaðir með það í huga. Skv. þeim áætlunum GÓÐAR BÆKUR FRÁ LANDSBANKANUM LANDSBOK er ný verðtryggð 15 mánaða bók, sem ber 5.75% vexti og tryggir því mjög góða raun- ávöxtun sparifjár. Allir íslendingar ættu að eignast LANDSBÖK, - því fyrr, því betra. KJÖRBÓK er mjög góð bók, alltaf laus og því tilvalin fyrir þá sem vilja ekki festa sparifé sitt í lengri tíma en fá þó góða ávöxtun. KJÖRBÖK ber 2.84%raunávöxtun KJÖRBÓK 1. þrep 4.13% raunávöxtun KJÖRBÓK 2. þrep 4.69% raunávöxtun L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Leifsstöö - Sandgerði - Grindavik FAXI 149

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.