Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1990, Blaðsíða 19

Faxi - 01.05.1990, Blaðsíða 19
 'ruhi!tf>' Á'-á ny- ■■xr*&- SKÓLAR Á SUÐUR- NESJUM an, enda var þar engin baðað- staða. Þrátt fyrir þessi miklu húsnæð- isvandræði skólans var félagslíf nemenda með miklum ágætum. Skólafélag var stofnað á fyrsta starfsári skólans og stóð það fyrir skemmtifundum og öðrum minni háttar samkomum og voru þær oftast haldnar í þessum stofum, sem skólirin hafði til umráða í barnaskólanum. Aðalskemmtun skólans, árshátíðina varð að halda í Ungmennafélagshúsinu og var reynt að vanda mjög til hennar. Nánar verður fjallað um félagslíf skólans síðar. Pað var svo á öðru skólaári sem nemendur réðust í blaðaútgáfu. Nefndu þeir blað sitt Stakkur og var hann að sjálfsögðu fjölritaður og unninn að öllu leyti af nemend- um, en ábyrgðarmaður var einn af kennurum skólans. A þriðja starfsári 1954—55 komst skólinn loks í sitt eigið hús- næði. Þær breytingar höfðu verið gerðar á skólahúsinu að byggt hafði verið stigahús við það aust- an megin. I því var smá afdrep fyr- ir húsvörð, sem nú hafði verið ráð- inn að skólanum, en hann var Pét- ur Lárusson. Gegndi hann því starfi af mikilli alúð allan þann tíma ,sem skólinn var til húsa í gamla skólanum. Á neðri hæð hússins voru tvær kennslustofur, sæmilega rúmgóður gangur, sal- erni auk fyrrnefndar aðstöðu hús- varðar. Á efri hæð, sem er rishæð voru tvær kennslustofur og kenn- arastofa. Þótt skólahúsnæðið hafi hvergi nærri verið fullnægjandi var þetta mikil bót frá því sem áður hafði verið. Skólinn var nú í fyrsta sinni settur í kirkjunni, enda engin að- staða til slíks í skólanum vegna þrengsla, en nemendur voru 139 þetta árið. Ekki var starfandi fjórði bekkur á þessu skólaári þar sem aðeins bárust tvær umsóknir í bekkinn. Á þessum fyrstu árum skólans, var algent að nemendum væri gefið leyfi frá námi til að vinna viö lestun eða losun skipa, sem hing- að komu. Var sótt í að fá eldri nemendur til vinnu, þar sem mikil skortur var á starfsfólki. Nemend- ur voru fúsir til þessarar vinnu enda gaf hún þeim góðan vasa- pening, en þessum leyfum var FRAMHALD Á BLS. 162 FAXI 147

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.