Faxi - 01.05.1990, Blaðsíða 18
SKÓLAR
Á
SUÐUR-
NESJUM
Magnússon héraðslæknir, Jónína
Guðjónsdóttir, kennari.
Eftir sveitarstjórnarkosningar í
janúar 1954 kaus hin nýkjörna
bæjarstjórn nýtt fræðsluráð, sem
þannig var skipað:
Guðmundur Guðmundsson
sparisjóðsstjóri, formaður, Þor-
grímur St. Eyjólfsson kaupmaður,
Karl G. Magnússon héraðslæknir,
Guðni Guðleifsson verslunarmað-
ur, Jón Tómasson símstöðvarstjóri
Hinn nýstofnaði skóli starfaði
sem miðskóli fyrsta árið og voru
nemendur 99 í þremur ársdeild-
um þ.e. 1., 2. og 3. bekk. Skólinn
fékk þrjár kennslustofur í barna-
skólanum við Sólvallagötu. Tví-
setja varð í þessar stofur og hófst
kennslan kl. 8.10 að morgni og
2.30 síðdegis, en í barnaskólanum
hófst kennsla hins vegar kl. 8.00.
Með þessu fyrirkomulagi voru
skólarnir ekki með frímínútur á
sama tíma og því minni hætta á
árekstrum milli nemenda skól-
anna.
Nemendur voru 20 í 3. bekk og
luku 7 þeirra landsprófi miðskóla
um vorið, í 2. bekk voru 26 nem-
endur en 53 nemendur voru í
fyrsta bekk sem var tvískiptur.
Nemendur úr nágrannabyggðum
sóttu skólann og voru 17 nemend-
ur frá Njarðvíkum þetta fyrsta
skólaár og 3 úr Garðinum.
Á öðru starfsári skólans starfaði
hann sem fullkominn gagnfræða-
skóli og voru nemendur þá 112 í
fjórum ársdeildum. Að vísu voru
3. og 4. bekkur mjög fámennir. í
þriðja bekk voru aðeins sex nem-
endur og voru tveir þeirra dansk-
ir. í fjórða bekk voru nemendur 11
og hættu þrír þeirra á miðjum
vetri og fóru til náms í framhalds-
skólum í Reykjavík. Til gamans
má geta þess hér að meðal nem-
enda í þessum fyrsta fjórða bekk
skólans voru þeir Ellert Eiríksson,
sveitarstjóri og Guðfinnur Sigur-
vinsson, bæjarstjóri en í þriðja
bekk var m.a. Steinþór Júlíusson,
hótelstjóri.
Strax á fyrsta starfsári skólans
háði húsnæðisskortur mjög allri
starfsemi skólans, enda hafði skól-
inn ekki nema þrjár kennslustofur
til umráða. Fylgst var grant með
endurbótum á gamla skólahúsinu
en því miður gengu framkvæmdir
þar afar hægt. Þá var aðstaða til
íþróttakennslu svo til engin. Reynt
var að notast við Ungmennafé-
lagshúsið en íþróttakennari taldi
það með öllu óhæft til íþróttaiðk-
©V / JF
Fyrsta „skólaspjaldið“ sem gert var við gagnfræðaskólann. Alls voru nemendur á þessu öðru starfs-
ári 112 í fjórum ársdeiltkim. Á myndinnimá þekkja margtaf því fólki semer áberandi í bæjarlífinu í
dag.
146 FAXI