Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1990, Blaðsíða 17

Faxi - 01.05.1990, Blaðsíða 17
I framhaldi aö fengnu samþykki bæjarstjórnar sendi fræðsluráðið frá sér eftirfarandi tilkynningu 29. maí 1952 sem birtist í blöðum og lesin var í útvarpi: Tilkynning frá fræðsluráði Keflavíkur. Gagnfræðaskóli hefur verið stofnaður í Keflavík og tekur til starfa í haust. Þeir nemendur, sem lokið hafa skyldunámi (unglinga- prófi) en hafa í hyggju að stunda nám í skólanum næsta vetur, sendi umsóknir sínar til fræðslu- ráðs Keflavíkur (c/o Guðni Guð- leifsson, Hafnargötu 63) fyrir 1. júlí n.k. Þá var einnig auglýst eftir skóla- stjóra og kennurum. Á fundi fræðsluráðs 11. júlí er upplýst að þegar hafi borist 19 umsóknir um skólavist á komandi skólaári. Sex manns höföu sent inn umsóknir um skólastjóra- stööu, en einn af þeim dró um- sókn sína til baka. Fræðsluráð samþykkti að mæla með Rögn- valdi J. Sæmundssyni og var hann ráðinn skólastjóri. Kom það í hans hlut að móta starf hins nýja skóla og er það samdóma álit manna að það starf hafi Rögnvaldi tekist með miklum sóma, enda liðu ekki mörg ár þar til skólinn hafði unnið sér gott og traust álit hjá þeim menntastofnunum , sem tóku við nemendum frá skólanum. Allmargar umsóknir bárust um kennarastööur og var samþykkt að mæla með eftirtöldum mönn- um: Bjarna F. Halldórssyni, Kristni Sigurðssyni og Sigurjóni Jóhannessyni og voru þeir ráðnir að skólanum. Fræðsluráð ítrekar enn að end- urbætur á gamla skólahúsnæðinu yrðu þegar hafnar svo kennsla gæti farið fram í húsinu strax um haustið 1952. í upphafi skólaársins 1952—53 hafði lítið sem ekkert verið hafist handa með lagfærinu á gamla skólanum svo hinn nýstofnaði skóli varð að leita á náðir barna- skólans með húsnæði. Fleiri skól- ar höfðu augastað á húsnæði þar s.s. iðnskólinn, en hann var einnig í miklum húsnæðisvandræðum. Rétt er að geta þess hér, þar sem svo oft er vísað í fundargerðir fræðsluráðs, að þegar Gagnfræða- skólinn í Keflavík hóf starfsemi sína voru eftirtaldir menn í fræðsluráði Keflavíkur: Guðni Guðleifsson verslunar- maður, formaður, Þorgrímur St. Eyjólfsson kaupmaður, Karl G. MINNING Sverrir Júliusson útgeröarmaður Fœddur 12. október 1912 Dóinn 30. apríl 1990 Föstudaginn 11. maí s.l. var Sverrir Júlíusson jarðsunginn frá Bústaðakirkju í Reykjavík að viðstöddu miklu fjölmenni, prestur var séra Pálmi Matthías- son, sóknarprestur. Sverrir var fæddur í Keflavík, sonur hjónana Júlíusar Björns- sonar sjómanns og Sigríðar Sverrínu Sveinsdóttur. Sigríður var seinni kona Júlíusar. Þau bjuggu allan sinn búskap í Kefla- vík og áttu þau sex börn sem ól- ust upp hjá þeim, einnig ólst upp hjá þeim María dóttir Júlíusar, áður átti Júlíus fjóra syni. Af systkinahópnum eru á lífi Lára gift Helga Jónssyni og María gift Guðmundi í. Olafssyni báðar búa þær hér í Keflavík. Börn Sverris eru 11. Þar af eru tveir synir látnir. Fyrri kona Sverris var Ágústa Kristín Ágústsdóttir búsett hér í Kefla- vík, þau slitu samvistum. Síðari kona Sverris var Ingibjörg Þor- valdsdóttir frá Þóroddsstöðum í Hrútafirði og lifir hún mann sinn. Sverrir byrjaði snemma að vinna eins og þá var háttur ung- linga á sumrin við þurrkun á saltfiski. 10 ára gamall varð hann sendill á símstöðinni hjá Axeli Muller sem þá var sím- stjóri í Keflavík. 1928 var starf símstjóra aug- lýst laust, auk Sverris sóttu fleiri um starfið allt liið ágætasta fólk. 1. október um haustið var Sverrir ráðinn símstöðvarstjóri og fékk einróma meðmæli allra sveitarstjórnarmanna. Þá var hann aðeins 16 ára, ófjárráða unglingur og varð því að fá ábyrgðarmann fyrir sig þar til hann næði aldri. Starfi símstöðvarstjóra gegndi hann til ársins 1940 eða í tæp 12 ár. Á þessum áratug kynntist ég Sverri Júlíussyni bæði í Ung- mennafélaginu og Góðtempl- arareglu bæði þessi félög hafa á stefnuskrá sinni mjög merkar hugsjónir, sem Sverrir átti sam- leið með, var hann valinn til for- ustu í þeim báðum og vann fyrir þau af miklum áhuga og dugn- aði meðan hann bjó í Keflavík. Félagshyggja Sverris mótaðist af starfi hans í þessum merku fé- lagssamtökum og gætti áhrifa þeirra í fari hans æ síðan á lífs- leiðinni. Átján ára tók hann að sér að hafa bókhald fyrir ýmsa báta sem gerðir voru út frá Keflavík, kynntist hann þá rekstri útgerð- ar og fiskvinnslu.sem varð hans aðal starf á lífsleiðinni ásamt hinum miklu félagsstörfum. Sverrir varð fyrsti formaður Vél- bátatryggingarfélags í Keflavík sem stofnað var 1936 og gegndi því starfi þar til hann flutti frá Keflavík. 1940 er hann ráðinn framkvæmdastjóri fyrir útgerð- arfélagið Garð h/f, Sandgerði. Tveimur árum síðar var hann ásamt öðrum stofnandi að Hrað- frystistöð Keflavíkur og gerðist framkvæmdastjóri hennar. 1944 er Sverrir kosinn formað- ur Landssambands íslenskra Út- vegsmanna, sem þá starfaði í tveimur deildum, önnur fyrir togara og hin fyrir vélbáta. 1945 flutti hann til Reykjavíkur og átti þar heima síðan. Sverri Júlíussyni voru falin mörg trúnaðarstörf fyrir sjávar- útveginn, enda vel til forustu fallinn aðgætinn og traustvekj- andi, hafði mjög góða yfirsýn um alla þætti sjávarútvegs, bæði í félagsmálum, rekstri útgerðar og fiskvinnslu. Formaður Lands- sambands ísl. Útvegsmanna var hann í 26 ár eða til 1970, þá for- stjóri Fiskveiðasjóðs íslands í 12 ár. Með þessum mikilverðu störfum í þágu sjávarútvegsins voru honum falin mörg önnur vandasöm störf. Hann var Al- þingismaður fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í Reykjaneskjördæmi frá 1963-1971 sat í bankaráði Landsbankans og síðar í banka- ráði Seðlabankans þar af for- maður í 2 ár. Var forstjóri Verð- lagsráð Sjávarútvegsins 1961-1963, og í ótal fleiri stjórn- um og nefndum á vegum sjávar- útvegsmála. Með öllum þessum störfum var Sverrir einnig með rekstur í útgerð og fiskvinnslu á ýmsum stöðum á landinu, og var þátttakandi í sumum þeirra til æviloka. Öll störf sem hann tók að sér voru unnin með mik- illi trúmennsku og hyggindum, enda reglusemi höfð í fyrirrúmi. Kynni okkar Sverris sem hóf- ust í Ungmennafélaginu og Góð- templarareglunni héldust alla ævi. Við vorum vinir, öll okkar samskipti voru háð áhrifum frá því samstarfi. Við Sverrir rákum útgerðarfé- lag saman í 16 ár. Okkar sam- starf á því sviði var mjög gott og ég sótti oft ráð til hans sem reyndust mér vel. Nú er þessi góði vinur kvadd- ur með þakklæti og trega. Minn- ingar um góðan dreng gleymast ekki. Við hjónin sendum frú Ingi- björgu og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Margeir Jónsson. FAXI 145

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.