Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1990, Blaðsíða 16

Faxi - 01.05.1990, Blaðsíða 16
kvæmda á árunum 1947 til 1953. Hér í Keflavík reyndist þessi að- lögunartími alltof stuttur, því hér var svo komið í húsnæðismálum skólanna að algjört ófremdar- ástand ríkti. Barnaskólinn var þá enn í gamla skólahúsinu, sem byggt hafði verið 1911 af miklum stórhug, en þá voru nemendur skólans aðeins um 40. Arið 1946 eru nemendur skólans hinsvegar orðnir yfir 200 og má af því sjá, hversu gífurleg vandræði hafa þá skapast í húsnæðismálum skól- ans. Unglingaskóli Keflavíkur hafði um langt skeið verið rekinn sem sjálfstæður skóli í leiguhús- næði en 1947 er hann sameinaður barnaskólanum og varð þar til húsa. Eftirfarandi tilkynning frá fræðsluráði Keflavíkur gefin út 8. maí 1949 lýsir vel því ófremdar- ástandi sem hér hafði skapast í skólastarfi vegna húsnæðisvand- ræða: Síðastliðið vor ákvað skóla- nefnd, að hin nýju fræðslulög skuli koma til framkvæmda hér í Keflavík. „Aðalmunurinn á þeim og hin- um eldri fræðslulögum er sá, að Rögnvaldur Sæmundsson var fyrsti skólastjóri Gagnfræðaskóla Keflavíkur. Atti hann því mestan þátt í að þróa staif skólans og vann hann þar mikið og heilladrjúgt starf. börn eru skólaskyld til 15 ára ald- urs í stað 14 ára. Þar af leiðandi eru börn, sem fædd eru 1935 skólaskyld næsta skólaár. I nýju fræðslulögunum er gert ráð fyrir að unglinga- og gagn- fræðaskólum sé skipt í bóknáms- deild og verknámsdeild. En vegna húsnæðisskorts, getum við ekki komið því við að hafa verknáms- deild við skólann hér á næsta skólaári. Þar sem svo stendur á er heimilt að veita undanþágu frá skólaskyldu síðasta árið þeim börnum, sem vilja aðeins vera í verknámsdeild, þó með því skil- yrði, að foreldrar sjái svo um, að þau vinni hagnýt störf það skóla- ár. Hafi beiðni ekki borist skóla- nefndinni fyrir þann tíma, verður undanþága ekki veitt. Einnig skal það tilkynnt skóla- nefnd fyrir áðurnefndan dag, ef unglingurinn verður í skóla utan Keflavíkur' Þegar fræðsluráðið sendi frá sér þessa tilkynningu var ekki farið að huga alvarlega að stofnun gagnfræðaskóla hér, enda í ekkert húsnæði að venda með slíka stofnun. Nýja barnaskólahúsið var rétt aðeins að koma upp úr moldinni og gekk afar hægt með framkvæmdirnar. Þá var gamla barnaskólahúsið löngu orðið allt- of lítið fyrir starfsemi skólans, þurfti jafnvel að takmarka lög- boðna kennslu að einhverju leyti. Nýju fræðslulögin settu að sjálf- sögðu mikla pressu á að nýju skólabyggingunni yrði hraðað, enda var barnaskólanum ætlað að taka við unglingadeildinni og þar með sinna lágmarkskröfum nýju laganna þ.e. að unglingarnir gætu lokið unglingaprófi í heima- byggð. Það var sumarið 1948 sem byrj- Gagnfrædaskóli Keflavíkur var stcfnaður haustið 1952. Fyrstu árin starfaði hann í hinri nýju skólabyggingu við Sólvallagötu, sem reyndar varfyrst tekin í notkun 1952. SKÓLAR Á SUÐUR- NESJUM að var að grafa fyrir hinni nýju skólabyggingu við Sólvallagötu. Þrátt fyrir endurteknar áskoranir fræðsluráðs til bæjarstjórnar um að hraða byggingunni, miðaði framkvæmdum afar hægt eins og þegar hefur verið getið. Það var ekki fyrr en árið 1952, nánar til tekið 17. febrúar, að nýja skóla- húsið var vígt. Þrátt fyrir, að þetta nýja skóla- hús hafi verið hið glæsilegasta og að sjálfsögðu miklu stærra en gamla skólahúsið, var langt frá því að sama stórhugar hafi gætt varð- andi byggingu þessa húss og hins eldra, enda liðu ekki mörg ár þar til fór að þrengja að starfsemi skólans á ný. Þegar bygging barnaskólans var fullgerð og tilbúin til notkun- ar, fannst mönnum orðið tíma- bært að ræða stofnun gagnfræða- skóla hér í bæ, enda stóð nú gamla skólahúsið autt og þar mætti hefja starfið með einhverj- um breytingum á húsinu. Það var þó vitað mál, að það hús var á all- an hátt afar óhentugt sem skóla- húsnæði gagnfræðaskóla, sem átti lögum samkvæmt að bjóða upp á bæði bóknám og verknám. En þótt menn sæju þessa ann- marka var í rauninni ekki um aðra möguleika að ræða. Bæjarfélagið var í örum vexti á þessum árum og því í mörg horn að líta. Sjúkra- húsið var í byggingu og fjöldi ann- arra verkefna beið, sem ljúka þurfti sem fyrst. Því var önnur ný skólabygging bæjarfélaginu ein- faldlega of stór biti að kyngja.En eitthvað varð að gera og það á sem skemmstum tíma, nýju fræðslulögin áttu að vera komin til framkvæmda á því herrans ári 1953. Það var því ekki langur tími til stefnu. Á fundi bæjarstjórnar 1. apríl 1952 var eftirfarandi tillaga frá fræðsluráði Keflavíkur samþykkt: Fundur í fræðsluráði Keflavíkur 12. mars 1952 ítrekar fyrri sam- þykktir sínar um stofnun gagn- fræðaskóla í Keflavík á þessu sumri, svo hægt verði að hefja þar kennslu á næstkomandi hausti. Ennfremur leggur ráðið til, að gagnfræðaskólinn verði til húsa í gamla barnaskólahúsinu og skor- ar á bæjarstjórnina að láta fara fram nauðsynlegar endurbætur og lagfæringar, svo viðunandi sé, og hafist verði handa um það, svo fljótt sem auðið er og sjái bæjar- stjórnin um framkvæmdir á því. 144 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.