Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1993, Blaðsíða 4

Faxi - 01.01.1993, Blaðsíða 4
SKÝRSIA FAXA1992 Ágætu Faxafélagar, áfram rennur tíminn endalaust og nú er lokið 53. starfsári þessa félagsskapar okkar og að venju ber frá- farandi formanni að flytja skýrslu um störf þessa árs. Á starfsárinu hafa verið haldnir 13 fundir, 12 s.l. vetur og sá síðasti tilheyrandi þessu tímabili varafmælisfundurinn 10. okt. s.l. Ég harma að hafa ekki getað verið með þá og staðið mína „pligt“, eins og sagt er. En það verður ekki við öllu séð. Ég vil færa Magnúsi Haraldssyni varaformanni bestu þakkir fyrir að bjarga heiðri félagsins og mínum með því að halda fundinn, eins og lög félagsins segja til um. Á fyrsta fundi s.l. haust flutti formaður stefnuskrá stjómar og lofaði hefðbundnu starfi, en lét þó í það skína að einhvers staðar yrði fitjað uppá einhverju nýju jafnvel með utanaðkomandi erind- isflytjanda. Það gekk ekki eftir, en nýjung sem að mínu mati tókst mjög vel var skemmtiferð og fundur á Hótel Örk í Hveragerði með mökum og heiðursfélögum. Framsöguerindi starfsársins voru tfu talsins, athyglisverð, fjöl- breytt og skemmtileg eins og eftirfarandi upptalning sýnir. Helgi Hólm: Gunnar Sveinsson: Ingólfur Falsson: Guðfinnur Sigurvinsson: Karl Steinar Guðnason: Hilmar Pétursson: Magnús Haraldsson: Birgir Guðnason: Benedikt Sigurðsson: Vilhjálmur Þórhallsson: Skipulagsmál Keflavíkur Ný byggðaslefna Fiskveiðistefnafrá upphafi Varnarsamningurinn 40 ára Evrópska efnahagssvœðið Hef ég ráð á því að kaupa íbúð? Er ráðlegt að skattleggja sparifé landsmanna? Atvinnuleysi Ferðasagafrá Suður-Ameríku Vani og venjur Á starfsárinu mætti Margeir Jónsson heiðursfélagi þrisvar, þar af einu sinni sérboðinn, þar sem við heiðruðum hann, þá nýlega orðinn 75 ára, með bókagjöf. Einnig mættu heiðursfélagamir Egill Þorfinnsson og Huxley Ólafsson ásamt konum sínum á skemmtifundinn á Hótel Örk, og höfðu gaman af. Hjálmar Stefánsson Sigfús Kristjánsson: DYNJANDI Vetrarins styrka, volduga hönd varpar um sveitir fönn og k/aka. Dynjanda hefur dregið í hönd, en djúpstœð augun í hyljum vaka. Þótt keyrður sé fossinn í klakans fjötra, er krafturinn slíkur að hjörgin nötra. Heil/aður skoða ég hásœti frítt, hagleikssmíði frá gengnum öldum. Hœruskotið er hárið strítt. Hér situr konungur mikill að völdum. Kögraður vetrarins kristalsnálum, hvessir hann sjónir mót fjarðarálum. Vefjast geislar um glæstan stól, glóir á hríkur í sólarljóma. Klakafeldur um fossins hól færir tröllið í harðan dróma. Því er Dynjandi dapur og hljóður og draumamók er hans söngvaóður. Oftlega hef ég óðinn þann óskað að heyra við náin kynni. Víst mun því svo að vel ég man veikasta strenginn í hörpu þinni. Klakinn þó hylji ásýnd alla, árnar þín leita og til þínfalla. Röðullinn sína rennur hraut, roðar fjöllin í morgunsárin. Vikna affögnuði bergin hlaut. Af hergrisum svörtum falla tárin, er vetrarsólin með yl og yndi umvefur fossinn að hœsta tindi. Nú heilsa þér ylgeislar enn kemur vor. Aldrei fœr Þorri á strenginn þinn skorið. Þykkur er feldurinn, þungt er um spor, en ju't hefur serkinn þann áður horið. Harpan jiín hlikar í hörðum dróma. Þar hundruð af eðalsteinum Ijóma. Vildi ég gestur vera í höll, vottur að þinni sigurgöngu, er klakahöndin þú hrýtur öll, hrýst undan vetraroki ströngu. Er klakasúlurnar hrapa og hrynja og hörpuslögin Jjín ákafast dynja. 4 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.