Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1993, Blaðsíða 30

Faxi - 01.01.1993, Blaðsíða 30
víkur. Þau nýmæli voru í vitunum á Reykjanesi og Garðskaga að ljósa- krónan snerist. Jafnframt setti lands- höfðingi ítarlega reglugerð um „Landsvitana við Faxaflóa“ eins og þeir voru kallaðir. Þar var lýst búnaði þeirra, daglegri gæslu með þeim o.l'l. Ari síðar, 1898, skipaði landshöfð- ingi vitunum sérstakan „gæslustjóra“ og setti honum reglur. Marka þessar framkvæmdir tímamót í sögu vita- mála á Islandi. Til dæmis var með starfi gæslustjóra lagður grunnur að embætti vitamálastjóra. Næstu árin fjölgaði vitum lítið. Til dæmis voru aðeins reistir tveir vitar 1902, annar í Elliðaey á Breiðafirði, hinn á Amamesi við Djúp vestra. Alls voru á landi a.m.k. sjö vitar í árs- lok 1905, og em minni ljósker þá ekki með talin. Thorvald Krabbe ráðinn lands- verkfrœðingur Með heimastjóm 1904 fengu ís- lendingar aukið forræði eigin mála í hendur. Hannes Hafstein tók við ráð- herraembætti og beitti sér m.a. fyrir eflingu verklegra framkvæmda. Sigurður Thoroddsen (1863-1955) hóf störf sem landsverkfræðingur 1893 en lét af því embætti 1905. Þá fór Hannes trúlega að svipast um eft- ir nýjum mönnum til að sinna verk- fræðistörfum fyrir landssjóð, enda var embættinu þá skipt á milli Á myndinni, sem er af málverki, sést fyrsta bryggj- an, sem um getur í Keflavík, en hún var meðal eigna sem Peter Duus keypti í Keflavík 1848. Við enda bryggjunnar er Bryggjuhúsið, sem er 125 ára gamalt. Pað lét byggja sonur Peter Duus, Hans Pétur, en byggingu þess lauk í ágúst 1877. Þegar uin- rætt hús var byggt var annað hús rifið, sem stóð á sama stað, en það hús var þá orðið 150 ára eða frá tíinum konungsverslunarinnar. í miðið er verslunarbúðin sem H.P. Duus lét byggja 1871 og lengi hefur verið kölluð „Gamla búðin“. Um húsið t.v. segir m.a. í Suðurnesjaannál árið 1881. „Með tíðindum má telja, að þetta sumar hafi verið byggt upp tvíloftað íveruhús með verslunarbúð í Keflavík, tilheyrandi kaupmanni Fischer, en þess vegna er þess getið að hús þetta er svo vandað og veglegt að allri smíði, frágangi og fegurð, að annað eins hefur ekki verið byggt sunnanlands“. Þá er einnig á málverkinu Stokkavörin, höfuð lendingarstaður og uppsátur í Keflavík um aldir. Er þar ólíku saman að jafna og hinni glæsilegu nýju smábátahöfn í Keflavíkurgróf. Málverk þetta birtist áður í 4. tbl. Faxa 1977, í tengslum við greinina „Saga hafnarmála í Keflavík“ í samantekt Eyþórs Þórðarsonar. tveggja manna. Jón Þorláksson (1877-1935) var ráðinn til starfsins 1905 en þar sem fáir íslendingar voru þá með próf í verkfræði leitaði Hannes til Danmerkur. Þar var ungur rnaður, Thorvald Krabbe, íslenskur að móðemi, er lokið hafði námi frá Den Polytekniske Læreanstalt (Verkfræðiháskóla Danmerkur) árið 1900. Samkvæmt heimild í fjárlög- um frá 20. október 1905 ráð Hannes Hafstein Krabbe landsverkfræðing frá 1. janúar 1906. Thorvald Krabbe, œtt hans og uppruni Thorvald Haraldsen Krabbe hét hann fullu nafni. Foreldrar hans voru Kristín Jónsdóttir og Harald Krabbe, prófessor við Landbúnaðar- og dýra- læknaháskólann í Kaupmannahöfn. Krabbe fæddist þar ytra 21. júní 1876. Kristín var dóttir Jóns Guð- mundssonar og k.h. Hólmfríðar Þor- valdsdóttur, er voru á árunum 1852- 75 einhverjir kunnustu borgarar Reykjavíkur sökum stuðnings við menningu hins unga höfuðstaðar. Jón var auk þess skeleggur banda- maður Jóns forseta og ritstjóri Þjóð- ólfs er þá var áhrifaríkastur íslenskra blaða. Að Krabbe stóðu því sterkir stofn- ar á báða vegu. Móðurbróðir hans var Þorvaldur Jónsson (1837-1916), læknir á Isafirði, einn mesti áhrifa- 30 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.