Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1993, Blaðsíða 29

Faxi - 01.01.1993, Blaðsíða 29
Reykjanesviti - fyrsti viti á íslandi, reistur 1878. það ekki tilviljun að fyrst var ráðist í gerð hafskipabryggju á Isafirði. Arið 1868 lét Bendix Wilhelm Sass kaup- maður í Neðstakaupstaðnum smíða bryggju sem stór þiljuð seglskip gátu lagst að. Er þetta talin fyrsta haf- skipabryggja á Islandi. Arið 1883 keypti Asgeir G. Asgeirsson kaup- maður Neðstakaupstaðinn og fylgdi bryggjan þá með í kaupunum. A Seyðisfirði er afbragðs höfn frá nátt- úrunnar hendi. Ein hin besta á land- inu. Þar er mikið aðdýpi og bryggju- gerð auðveld. Þar lét Mandahls- kompaníið norska gera hafskipa- bryggju, líklega á árunum 1871-6. Bæði Sass-bryggjan á ísafirði og bryggjan á Seyðisfirði voru Ur skips- skrokkum sem var sökkt og þeir síð- an fylltir grjóti. Umhverfís skrokk- ana voru síðan reknir niður staurar er mynduðu þil og landgang. Ofan á voru lagðir plankar sem gólf. Er leið á 19. öld og útgerð þilskipa óx voru bryggjur í verslunarstöðunum stund- um lengdar svo rninni skip gætu lagst þar. Er enginn vafi á því að góð bryggjustæði stuðluðu að velgengni verslana vestanlands og austan á seinni hluta 19. aldar ásamt því að auka vöxt kaupstaða. Ekki er t.d. ósennilegt að þessi góða aðstaða hafí átt drjúgan þátt í að gera Asgeirs- verslunina að því stórveldi sem hún varð. Að minnsta kosti var mikill spamaður af því að geta lagt skipum að landi á meðan kaupmenn sunnan- lands börðust við hafnleysi og fluttu allt á bátum. Eitt fyrsta sveitarfélagið sem réðst í bryggjugerð var Akureyr- arbær. Vorið 1889 hófst smíði bryg- gju úr steini í Innbænum „sunnan við lækinn". Lauk smíðinni haustið 1890. Var bryggjan um 100 álnir á lengd en of stutt fyrir stór skip. Hún var því lengd 1902-1903. Eftir það gátu gufuskip lagst að henni. Arið 1895 lét Pöntunarfélag Fljótsdalshéraðs smíða bryggju á Seyðisfirði. Var hún talin ein hin vandaðasta hér við land. Gátu a.m.k. 1500 lesta gufuskip lagst þar upp að. Árin 1899 og 1900 stóð Garðarsfélagið fyrir gerð hafskipa- bryggju á Seyðisfirði. Sú bryggja varð árið 1901 eign Seyðisfjarðar- bæjar. Fram á fyrsta tug 20. aldar var bryggjugerð nær eingöngu í höndum verslunar- og útgerðarfélaga. En þegar leið nær aldamótum varð mönnum ljóst að eðlilegt var að hið opinbera léti fé renna til slíkra fram- kvæmda. Fyrsta bryggjan sem hlaut styrk af landsfé var á Blönduósi. Ár- ið 1894 veitti Alþingi til hennar 5000 kr. Vitar Allt til ársins 1878 voru strendur Islands myrkvaðar og án nokkurs leiðarljóss. Var því reynt að haga siglingum eftir því. Mestar voru þær á sumrin en sjómönnum var lítið um þær á vetuma. Jafnvel eftir að gufu- skip fóru að sjást hér við land eftir 1860. Ljóst er þó að fyrr á öldum var seglskipum leiðbeint hér inn á hafnir og legur. Þannig var það t.d. í Kefla- vík. Þar var kveikt bál yst á Hólnts- bergi á nípu er Brenninípa heitir. Sést þaðan vel út á flóann. Þar era norð- austur mörk víkurinnar og eftir bál- inu gátu skipstjórar áttað sig á hve- nær beygt skyldi inn á víkina og akk- erum kastað. Bálið á nípunni var í miðinu “Stakkur laus við Brennin- ípu“ sem var rniðið fyrir legu stórra skipa á Keflavík. Lítil skip gátu lagst innar á víkina. Fyrsta ábending um vita Árið 1847 kom jámvarða með póstskipinu til Reykjavíkur. Var hún flutt suður á Garðskaga og kontið fyrir á 15 álna háum grjótstöpli er hlaðinn hafði verið. Var varðan hugsuð sjófarendum til leiðbeining- ar. Ekkert ljós var þó á vörðunni. Stilhoff hét skipstjórinn á danska póstskipinu „Sæljóninu", sem gekk á milli Kaupmannahafnar og Reykja- víkur. Hann fórst með skipi sínu und- ir Svörtuloftum 1857. Stilhoff hafði stundað þessar ferðir í mörg ár og þekkti af eigin raun hvílík hætta vofði yfir sjómönnum við ljóslausa strönd. Hann sendi því dönsku stjóminni bréf 1854 og benti á nauð- syn ljósvita á Garðskaga. Jafnframt því óskaði hann eftir dufli á Reykja- víkurhöfn og á Akureyjar-rifi. Tunna var sett út á rifinu strax 1855 en af framkvæmdum á Garðskaga varð ekki að sinni. Mun duflið við Akurey eitt fyrsta sjómerki er sett var í sjó hér við land til leiðbeiningar skipum. Viti á Reykjanesi Strax og Alþingi hafði hlotið fjár- forræði 1874 sendi það konungi er- indi um vitabyggingu á Reykjanesi. Þar var viti sfðan reistur 1878 og kveikt á honum í fyrsta sinn 1. des. sama ár. Vitum fjölgar Snemma í júlí 1895 hafði Otto Wathne útgerðarmaður á Seyðisfirði sent efni og áhöld út á Dalatanga til vitabyggingar. Kostaði hann verkið. Var kveikt á vitanum í fyrsta sinn 1. september það ár. Þegar leið fram á níunda tug 19. aldar fóru amtsráðum að berast beiðnir frá einstaklingum og sýslu- nefndum urn að leggja fram fé af fjárlögum til að ryðja og lagfæra uppsátur og koma upp leiðarljósum við þau. Hinn 1. október 1884 var kveikt á ljóskeri á vörðu yst á Garðskaga. Næstu árin fjölgaði slíkum leiðar- ljósum við Faxaflóa. Þannig var í nóvember 1885 kveikt á ljóskeri við Valhús á Seltjamamesi. í mars 1886 var kveikt á þremur ljósum, tveimur á Álftanesi og einu á Gerðistanga á Vatnsleysuströnd. Þar kom síðar viti. Árið 1897 var kveikt á þrernur nýj- um vitum við flóann og miklar end- urbætur gerðar á Reykjanesvita. Nýju vitamir voru á Garðskaga, Gróttu og innsiglingarviti til Reykja- ÞIN TRYGGING FYRIR GÆÐUM 0G GÓDRIÞJÓNUSTU FAXI 29

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.