Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1993, Blaðsíða 11

Faxi - 01.01.1993, Blaðsíða 11
Olga Færsæth er ein al'ungu stúlkunum í liði ÍBK. Þrátt fyrir ungan aldur leikur hún af slíku öryggi og atorku, að halda mætti að |>ar færi margreynd landsliðskona. Pað var ekki hvað síst að þakka afburða leik hennar síðustu mínútur leiks- ins að KR tókst ekki að jafna við IBK. Ljósmynd: Víkurfréttir. Geislandi gleði að loknum leik. Anna María Sveinsdóttir liðstjóri stúlknanna, Sigurður Valgeirsson stuðningsmaður nr. I og Erla Sveinsdóttir prímus mótor fyrir stúlkurnar og stjórnarmaður í körfuknattleiksrúðinu. Ljósmynd: Víkurfréttir. hópar fóru reyndar snemma dag til Reykjavíkur, borðuðu þar saman og mættu síðan galvarskir á leik stúlkn- anna. Þessi mikli áhorfendafjöldi gerði það að verkum að þessa dags verður lengi minnst í annálum körfu- boltans á Islandi. ÍBK-KR 58-54 (32-27) I liði Keflavíkur léku að þessu sinni eftirtaldar stúlkur: Sigrún Skarphéðinsdóttir (20), Hanna Kjart- ansdóttir (18), Anna María Sigurðar- dóttir (18), Lóa Björg Gestsdóttir (18), Þórdís Ingófsdóttir (22), Guð- björg Sveinsdóttir (25), Björg Haf- steinsdóttir (23), Olga Færseth (17), Kristín Blöndal (20) og Elínborg Herbertsdóttir (20). Þjálfari var Sig- urður Ingimundarson og liðsstjóri Anna María Sveinsdóttir. Þessi sömu lið léku til úrslita árið 1987 og þá fór KR með sigur af hólnti í miklum baráttuleik sem lauk 65-61. Stðan þá hafa ÍBK stúlkum- ar unnið bikarinn í þrjú skipti, hafa flest árin sigrað á íslandsmótinu og í vetur hafa þær enn ekki tapað leik. KR liðið hefur siglt lygnan sjó í deildinni en hefur upp á síðkastið verið að eflast undir góðri stjóm Keflvíkingsins Stefáns Arnarssonar. Eins og áður sagði, þá sá sjónvarp- ið ekki ástæðu til að sjónvarpa leik stúlknanna. Verður að vona að sú af- staða breytist í framtíðinni, því það er örugglega tnikið af fólki um allt land sem hefði þegið að geta fylgst með þessum leik sem frá upphafi til enda var rnjög jafn og spennandi. ÍBK byrjaði vel og skoraði fyrstu fimm stigin en KR náði fljótt að jafna. Hélst leikurinn injög jafn fram undir lok fyrri hálfleiks, en þá náði IBK aftur fimm stiga forystu. Staðan var 32 - 27 þegar flautað var til leik- hlés. Það fylgir því óneitanlega mikil spenna að leika leik sem þennan, ekki síst fyrir framan svo stóran hóp áhorfenda. Flestar stúlkumar eru tnjög ungar og er óhætt að segja að þær hafi lagt sig allar fram í leiknum. Það voru þær Björg, Kristín, Hanna, Elínborg, Olga og Guðlaug sem báru hitann og þungann af leiknum og skiluðu þær allar sínu hlutverki vel. Það mátti sjá greinilegan mun á leikaðferðutn liðanna. IBK lagði mikið upp úr skotum utan af velli, en KR lét boltann mikið ganga undir körfuna. Þetta mátti greinilega sjá á þeim vítaskotum sem liðin fengu, því KR fékk 25 vítaskot og skoraði úr 17, en ÍBK fékk 12 vítaskot og skor- aði úr 7. Aftur á móti tóku stúlkumar frá Ketlavík 15 þriggjastiga skot og hittu úr 5, en stúlkurnar úr Vestur- bænum tóku eitt skot og skomðu reyndar úr því. Annars var hittni ekki góð í leiknum en krafturinn í vöm- inni var Keflavíkunnegin og stálu þær boltanum 25 sinnum frá and- stæðingunum á móti þeim 12 skipt- um sem KR náði að stela boltanum. ÍBK hafði yfirhöndina allan seinni hálfleikinn en KR var þó aldrei langt undan. A síðustu mínútunum var munurinn minnst þrjú stig, en þann mun tókst KR ekki að yfirstíga og stóðu því Kellvísku stúlkurnar uppi sem Bikarmeistarar KKÍ 1993. Er líka næsta víst að þeim hlotnist Is- landsmeistaratitilinn einnig, þannig að þær bera með sóma „Besta körfu- boltalið kvenna á Islandi veturinn 92/93.“ Stigin 58 skiptust þannig: Olga 18, Björg 15, Hanna 10, Guðlaug 9, Kristín 4 og Elínborg 2. Elínborg tók 12 fráköst, Hanna 7 og Kristín og Guðlaug 5 hvor. I liði KR skoruðu þær Guðbjörg Norðtjörð 18, Helga Þorvaldsdóttir 14 og Anna Gunnars- dóttir 11. ÍBK - SNÆFELL 115 - 76 (52 - 35) I liði Keflvíkinga var valinn maður í hverju rútni: Jón Kr. Gíslason (30), Jonathan Bow (27), Kristinn Frið- riksson (21), Sigurður lngimundar- son (26), Hjörtur Harðarson (20), Einar G. Einarsson (23), Birgir Guð- ftnnsson (20), Guðjón Skúlason (26), Albert Óskarsson (24) og Nökkvi Már Jónsson (20). Það hefur verið aðall liðsins í vetur, að hver og einn getur komið inn á leikvöllinn og fyllt skarð þess sem útaf fer. Bikarleikir eru ólíkir öllum öðrum leikjum. Það er dagsfonnið sem gild- ir og oftar en ekki fer Davíð með sig- ur af hólmi gegn Golíat. Mikið hafði verið skrafað og spjallað fyrir þenn- an leik og þótt lið ÍBK haft talist sterkara á pappímum, þá vita menn að allt getur gerst í bikarúrslitum. Og áhotfendur létu sig ekki vanta eins og áður hefur verið getið og út um allt land sat fólk við skjáinn og fylgd- ist spennt með. Jafnrœði í uppliafi. Fyrstu mínútur leiksins var jafn- ræði með liðunum sem skiptust á um að skora. Leikurinn var hraður og var FAXI 11

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.