Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1993, Blaðsíða 26

Faxi - 01.01.1993, Blaðsíða 26
VERSLUNIIM HÓLMGARÐUR Við erum oftast í leiðinni. Gott vöruval — gott verð! VERSLUNIN HÓLMGARÐUR Hólmgarði 2 - Sími 14565 Verklýds- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Skrifstofur félagsins eru aö Hafnargötu 80 Síminn er 15777. Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 9—17. Föstudaga kl. 9—3. siglingatæki ykkar og þau verður að nota þannig að skipið fúni ekki í naustum. Vissulega eru boðar og sker framundan, á stundum munuð þið sigla krappan sjó en svo lygnir á milli. Vonandi duga þau litlu fræði, sem kennd hafa verið hér í skóla, ykkur vel til fararinnar. Sé skyggnst til þess hafs er þið leggið senn á eru ýmsar blikur á lofti. í öllum heimsálfum eiga sér stað þjóðarmorð sem rætur eiga öll í sundurlyndi, þröngsýni og græðgi. Því hefur verið haldið fram að hung- urdauða milljóna í Afrí megi rekja til velferðar og óhófs hins svokallaða siðmenntaða heims. Af sama toga er sögð náttúruspilling sú er ógnar svo lífi á jörðu. Meðbræður okkar og systur eru vegin um heim allan í nafni trúar eða þjóðemis. Átökin hafa færst nær okkur íslendingum nú þar sem Evrópa er víða í uppnámi. Þannig erum við minnt svo óþægi- lega á að heimurinn er ekki nema einn, jörðin aðeins ein og hún er sameign okkar allra. Þess vegna megum við ekki taka upp hætti hellisbúans og segja að okkur komi ekki við hinir válegu atburðir. „En þessi heimur hrópar inn íil þín. 1 liendur þér hann leggur iirliig sín. Hann á þig frá þeim degi er þú sérif hann.“ Segir Tómas Guðmundsson í kvæðinu „Heimsókn". Og það er kjarni málsins - menntunin á að auka skilning ykkar og þar með ábyrgð ykkar: „Hann á þig frá þeim degi er þú sérð hann.“ Vissulega höfum við býsnast yfir heimskulegu framferði framandi þjóða. En sé heimavöll- urinn skoðaður nánar sjáum við á stundum bregða fyrir sömu sorgar- myndinni. Daglega dynja á vitum okkar fréttir af sundurlyndi og ósætti ólfkra hópa hér innanlands. Við mögnum bágindi okkar og virðumst eiga auðvelt með að setjast í sæti dómara. Varla verður sagt að þjóð- málaumræða okkar byggi á sann- gimi, heiðarleika né umburðarlyndi. Síngimi, hleypidómarog skammsýni virðast okkur kærari en fyrrnefndu hugtökin með slæmum afleiðingum. Emm við hætt að greina kjamann frá hisminu? Ágætt dæmi má taka af jólunum sem nálgast óðfluga - þess- ari yndislegu hátíð friðar og kærleika í skammdeginu myrkustu. Spyrja má hvort boðskapur hátíðarinnar nái að veita friði í hjörtu okkar þegar þjóðin fer hamförum við kjötkatlana á sama tíma og þrengingar í efnahagslífi hrekja hundruð manna í atvinnuleysi og rýmandi tekjur. Lítt verður þess vart í jólaundirbúningi að hér fari hnípin þjóð í vanda. Án nokkurs vafa snýst hátíð friðar og kærleika í and- hverfu sína á mörgum heimilum þar sem þjóðin virðist hafa gleymt sér við ímyndaðar allsnægtir. Ágæti útskriftarhópur! Sannarlega hefur verið dregin upp mynd af úfnum sjó. Við trúum því að þið sem menntaðir einstaklingar munið Iáta önnur og ntannlegri gildi ráða stefn- unni. Prófskírteinin ein og sér segja ekkert til um þau gildi. En þau gefa okkur von um að þið getið sett mark- mið og náð þeim. I næstu för ykkar i biðjum við að stefnan verði sett á kærleika, manngildi og sannleika. Kærleikann vegna þess að heim- urinn rúmar ekki annað. Honum tengjast ástríkar hugsanir, s.s. um- burðarlyndi og tillitsemi. Með kær- leikann að vopni leggið þið hvert og eitt lóð á vogarskálar friðarins, þess sem svo sárt er saknað hérlendis sem erlendis. I þágu kærleikans þurfið þið á sannleikanum að halda. Það er fróm ósk okkar að menntunin hafi veitt ykkur þor til að segja í einlægni hugsanir ykkar og skoðanir en unt leið þroska til að umbera skoðanir annarra. Hver hefur til síns ágætis nokkuð ef grannt er skoðað og víst er heppilegra að mæta hverjum og einum með jákvæðu viðmóti í stað þess að skella skollaeyrum fordóm- anna við máli annarra. Okkur hafa verið gefin tvö eyru en aðeins einn munnur. I stefnuskrá sinni komast Fjölnismenn svo að orði m.a. um sannleikann: Við skulum þess vegna eins t koslgœfilega forðasí að halla sann- leikanum móti betri vitund til að styðja nokkiirt mál, eins og okkur þykir ótillilýðilegt að þegja yfir honum, þó hann kunni að baka okkur mótUeti og óvináttu sumra tnanna. Verum með öðrum orðum sjálfum okkur samkvæm, myndum okkur skoðanir og verum ófeimin við að viðra þær - jafnvel þó þær stríði gegn vinsældum. Spurningin snýst um að vera trúr sjálfum sér. Á grunni kærleika og sannleika er svo manngildið reist. Það tekur mið af manneskjunni með öllum hennar kostum og löstum en virðir jafnframt hverja manneskju sem einstakling. Þess vegna rúmast ekki þar innan- borðs sú hugsun sem leiðir til for- dóma, græðgi og hörmunga. Því biðjum við enn að næsta sjóferð ykkar taki mið af þeim systkinum, Kærleika, Sannleika og Manngildi. Þá verðið þið von okkar - framtíð okkar. Eða með orðum Páls Ólafs- sonar: Vonin styrkir veikan þrótt, vonin kvíða hrindir. Vonin liverja vökunótt, vonarljóma kyndir. Með þessa stefnu leysum við land- festar hjá ykkur, þökkurn ykkur samveruna og óskum ykkur góðrar ferðar. Megi gæfan fylgja ykkur. 26 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.