Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1993, Blaðsíða 8

Faxi - 01.01.1993, Blaðsíða 8
Dagana 16. og 17. júlí sl. voru haldnir í Moskvu hinir 23. Ólym- píuleikar í stærðfræði. Þátttakendur voru milli þrjú- og fjögurhundruð frá um 60 þjóðlöndum. Meðal þátttak- enda var ungur piltur úr Njarðvík, Daníel Guðbjartsson að nafni. Á fyrri hluta ársins var Daníel ásamt tveimur piltum úr Reykjavík valinn til að taka þátt í þessum leikjum. Var það vegna ágætrar frammistöðu hans í stærðfræðikepp- ni framhaldsskólanna Hinir þátttak- endumir heita Bjami V. Halldórsson og Alfreð Hausksson og báðir úr MR. Strax og skóla lauk þá um vorið hófust þrotlausar æfingar í átta vikur og fóm þær fram í Háskóla Islands. Þessar æfingar voru undir stjóm Sverris Amar Þorvaldssonar en hann varð síðan aðalfararstjóri hópsins á sjálfum leikunum. Þá nutum þeir aðstoðar ýmissa ágætra sérfræðinga. Faxi hitti Daníel að máli fyrir nokkru og fékk hann til að segja frá þessari ferð í stuttu máli. Fer nú hér á eftir Ólympíu- leikar í stœrS- fmii í Moskt/u frásögn hans. Ferðin til Moskvu hófst með flugi til London þann 9. júlí og þar gistum við eina nótt. Með í förinni var Róbert Magnússon en hann var full- trúi Islands í dómnefnd leikanna. Notuðum við tækifærið í London til að sjá þar ágætan söngleik og skoða okkur aðeins um í borginni. Daginn eftir var síðan flogið til Moskvo og tók það litlu lengri tíma en flugið frá Keflavík til London. Okkur var þar komið fyrir á ágætis hóteli sem var upp á einar þrjátíu hæðir. Við höfð- um ágætann tíma til að skoða okkur um í Moskvu, því sjálf keppnin átti ekki að byrja fyrr en eftir viku. Það er óhætt að segja, að það sé margt að skoða í þessari stóru borg. Athygli vakti frekar lélegt ástand bæði á byg- gingurn og götum. Það var helst Kremlarsvæðið sem bar rnerki þrifnaðar og góðs viðhalds. Við fómm viða um borgina, skoðuðum m.a. svonefnda Sumarhöll með sínum mjög svo skemmtilega garði og fómm í heimsókn í skóla svo eit- thvað sé nefnt. Við höfðunt sérstakan leiðsögumann með okkur allan tímann og var það ungur maður sem var að læra dönsku við háskóla í Moskvu. Það var auðvelt að komast í sam- band við fólk í borginni. Mjög víða mátti sjá götusala sem voru að selja hvers konar varning. Þótt verðið hafi ef til vill verið hátt fyrir íbúana, þá fannst okkur þetta hræódýrt. Ég keypti m.a. forláta einkennisbúing af hermanni ásamt fleiri minjagripum. Sjálfir Olympíuleikamir fóru fram dagana 16. og 17. júlí. Hvom dag höfðum við fjóra og hálfan tíma til að leysa verkefnin sem voru úr tal- ningafræði, netfræði, rúmfræði og ójöfnunt. Þegar upp var staðið, þá voru það Kínverjar sem sigruðu, en við lentum í neðri hlutanum. Það var mjög gaman að taka þátt í þessari keppni og þessir dagar í Moskvu munu vafalaust aldrei gleymast. Við þökkum Daníel fyrir þessa frásögn um leið og við óskum honum til hamingju með hans ágæta árangur. Þess má svo að lokum geta, að s.l. haust var Daníeli ásamt nokkrum öðrum boðið til Litháen að taka þátt í annarri stærðfræðikeppni. Þar kepptu átta þjóðir og urðu íslendingamir í fimmta sæti. íslendingunum varákaflega vel tekið og virtust flestir tnuna það, að Island var með fyrstu löndum til að viðurkenna sjálfstæði Litháens. I spjalli okkar við Daníel kom fram, að hann mun væntanlega ljúka stú- dentsprófi frá FS nú í vor. Ekki er hann alveg ákveðinn varðandi framhaldið, en margt kemur til greina. Er ekki að efa, að hans ágæta þekking í stærðfræði mun koma honum að góðum notum í frekara námi. HH. 4 í 8 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.