Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1993, Blaðsíða 2

Faxi - 01.02.1993, Blaðsíða 2
2. TÖLUBLAÐ - 53. ÁRGANGUR Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Kefiavík. Afgreiðsla: Hafnargötu 31, sími 92-11114. Blaðstjóm: Helgi Hólm ritstjóri, Kristján A. Jónsson aðstoðarritstjóri, Birgir Guðnason, Magnús Haraldsson og Hjálmar Stefánsson. Hönnun, setning og umbrot: Leturval Filmu- og plötugerð: Litróf hf Prentun: Prentstofa G: Benediktssonar Meðal efriis: Jafnvœgislist - Eitt og annað um kaloríur! Gömul og fróðleg sögn um Stafnes. Fermingarbörn á Suðurnesjum, vorið 1993. Brunaœfing í Myllubakkaskóla. Vertíðarfréttir. Fyrri hluli um ferðalagyfir Sprengisand eftir Guðmund B. Jónsson. Norðurlandahúsið í Færeyjum og Flugleiðir buðu 11 ára börnum á íslandi að taka þátt í kynningarsamkeppni um Fœreyjar. Verðlaunin voru vikuferð til Fœreyja fyrir þann bekk sem sigra mundi. 6. bekluir A í Myllubakkaskóla sigraði og er forsíðumyndin að þessu sinni af sigur- vegurunum. Uppi á kastalanum, talið frá vinstri: Sigurður Markús Grétarsson, Örlygur Aron Sturluson, Gunnar Asgeirsson, Pétur Jóhann Scevarsson, Skúli Rúnar Reynis- son, Hrafnhildur Jónsdótlir. Liggjandi á brúnni: Steinþór Jóhannsson. Fyrir framan kastalann, talið frá vinstrí: Alma Vest- mann, Hafþór Skúlason, Arne Kristinn Arneson, Gunnar Pórqrinsson, Atli Birkir Kjartansson, Heiðar Örn Kárason, Svan- hildur Eysteinsdóttir, Sigríður Helga Orms- dóttir, Guðrún Ösp Theodórsdóttir, Jóhanna María Pálsdóltir, Sylvía Þóra Fœrseth, Bryndís Jóna Magnúsdóttir, Gísli Lárusson, Ómar Jóhannsson. Ljósm. H.H. Helgi Hólm: Sameining sveitarfélaga Við síðustu sveitarstjórnarkosningar fór fram skoðunarkönnun í Keflavík og Njarðvík, þar sem kannað var viðhorf kjósenda til sameiningar þessara tveggja bæja. Niðurstaðan var sú, að í Njarðvík voru tæplega helmingur kjósenda hlynntir sameiningu en í Keflavík voru yfir áttatíu prósent hlynntir sameiningu. Á þetta er minnst hér vegna þess, að nú virðist vera uppi mikill áhugi meðal rík- isstjómar og Alþingis um að setja lög sem skyldi sveitarfélög að sameinast. Væri þá farin sú leið sem vel þekkt er erlendis frá að fækka sveitarfélögum verulega með lagaboði. Fækkun sveitarfélaga er að mörgu leiti skynsamleg aðgerð, en hún er einnig um leið aðgerð sem snertir tilfinningar æði margra. Margir líta á sveitina sína sem sinn bústað og enginn vill láta flytja sig nauðugan af sínu heimili. En þá væri ef til vill ráð að horfa svo á hlutina, að ekki er verið að svipta menn sínu sveitar- félagi, heldur er verið að stækka það og auka möguleika þess til að vaxa og dafna. Nú á dögum er fjárhagsleg geta sveitarfélaga þanin til hins ýtrasta. Einnig er verið að flytja heim í hérað mörg verkefni sem áður voru á höndum ríkisins. Það er að mörgu leiti ánægjuleg þróun þótt á skorti að nægilegt fé fylgi með til að standa straum af kostnaði. Það getur því reynst besti kosturinn hjá sveitarfélög- unum að sameinast og óvíða er það eins upplagður kostur og hér á Suðumesjum. Undirritaður hefur oft áður haldið fram þessari skoðun og er hún byggð á þeim rökum, að sameiginlega gætu sveitarfélögin áorkað svo miklu meir en þau gera í dag, að það liði ekki langur tími þar til það sveitarfélag yrði orðið eitt hið öfl- ugasta á landinu. Með sameiningu fengist samnýting á eignum, betri nýting á fjánnagni og síðast en ekki síst betri árangur af starfi þess fólks sem er í starfi hjá sveitarfélaginu. Samkvæmt síðustu tillögu nefndar, sem er að undirbúa þessi mál, mun vera gert ráð fyrir að í haust verði um það kosið í hverju sveitarfélagi fyrir sig, hvort fólk vill sameiningu eða ekki. Það er vel, að nú skuli þetta mál loksins vera komið á þetta stig. 34 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.