Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1993, Blaðsíða 29

Faxi - 01.02.1993, Blaðsíða 29
I danshópnum æfðu nokkrir krakkar að syngja og dansa færeysk- an dans og flétta færeyska fléttu og saumuðu síðan húfur í dansinn. I myndasöguhópnum voru stelpur sem tóku færeyska þjóðsögu og teiknuðu myndir við hana. I fuglahópnum voru strákar sem teiknuðu tjald, sem er þjóðarfugl Færeyinga og skrifuðu frásögn um hann. Svo voru nokkrir að skrifa og vinna með kútter Sigurfara. Stundum þurftu hóparnir að hjálpast að ef mik- ið var að gera. Við þurftum að ná í bækur út um allar trissur. Sumiráttu bækurheima, nokkrar bækur fengum við á skóla- bókasafninu og bæjar- og héraðs- bókasafninu héma og eina þurftum við að fá lánaða af Háskólabókasafn- inu í Reykjavík. Hulda Þorkelsdóttir bókasafnsfræðingur á bæjar- og hér- aðsbókasafninu tók saman fyrir okk- ur bókapakka um Færeyjar og gaf okkur líka límmiða með færeyska fánanum. Alma kennarinn okkar hringdi á byggðasafnið í Görðum á Akranesi og mennimir þar vom mjög góðir við okkur og sendu okkur þrjú sjó- mannadagsblöð frá 1985, en í þeim var sagt frá kútter Sigurfara. Við fundum kvæði til að dansa eftir í bókinni „Fomir dansar“ eftir Olaf Briem. Brynja Amadóttir kennari er vinkona Kolfinnu Sigurvinsdóttur sem hefur safnað saman íslenskum dönsum. Brynja hringdi fyrir okkur í Kolfinnu og hún benti okkur á bók með laginu við kvæðið. Oddný Harðardóttir kennari í Fjölbrauta- skóla Suðumesja spilaði lagið á pí- anó fyrir okkur og við tókum það upp á kassettu svo við gætum lært það. Við fengum tvær tölvur til þess að slá inn allt sem við skrifuðum um Færeyjar. Við dönsuðum og útbjugg- um búninga og síðan var dansinn tekinn upp á myndsnældu. I síðustu vikunni var ntikið að ger- ast og rnikið gekk á. Allir þuiftu að Ijúka við verkefnin sín. Við höfðum mjög gaman af þessari vinnu og okk- ur er farið að þykja svolítið vænl um Færeyinga eftir þetta allt. Fimmta mars fengum við að vita að við unnum keppnina og daginn eftir fórum við inn í Norræna hús í Reykjavík, því þá var sýningin opn- uð. Þarna voru margir Færeyingar í tilefni af færeyskum dögum. Þar liitt- um við frú Vigdísi Finnbogadóttur forseta og frú Maritu Petersen lög- mann Færeyinga. A meðal gesta voru einnig Jan Klövstad forstjóri Norðurlandahúss- ins í Færeyjum, færeyskur þjóð- dansahópur og kór. Verkefnin okkar voru þar til sýnis. Jan liélt ræðu og Marita Petersen afhenti okkur verð- launin. Hægt var að kaupa færeyskan mat og okkur var boðið upp á fær- eyska gosdrykki. Það er áætlað að fara til Færeyja 15. maí og dvelja þar í viku. Meðal annars fáum við að heimsækja skóla og hitta krakka á sama aldri og við og fara í siglingu í kring um Nólsey, aka um og skoða, hafa kvöldvöku og diskótek, skoða Norðurlandahúsið, koma fram í færeyska útvarpinu og jafnvel fáum við að ganga á Slættara- tind sem er hæsta fjallið í Færeyjum. Kveðja frá 6. bekk A, Myllubakkaskóla. * TIMARIT BÍIAKRINGLAN Grófín 7 og 8 Símar 14690 og 14692 —JL • f .—Lk ■, - '1 — — .. ; í Dropanum færðu útimálninguna á sama verði og í verksmiðjunni r dfopinn Sími 14790 FAXI 61

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.