Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1993, Blaðsíða 17

Faxi - 01.02.1993, Blaðsíða 17
að fara á jökullinn, en áður en það hefðist urðum við að vaða aur- bleytu, sem einna líkust var steypu- hræring, en sem betur fór var það ekki löng ganga þar til við festum fætur á jöklinum. Hittum við þarna af tilviljun á góða uppgöngu án skriða og sprungna. Komið var undir kvöld, en áætlunin var að komast á jökli að Arnarfelli og gista þar, en enginn ræður sínum nætur- stað, segir eitt máltækið, og svo fór hér. Tveggja gráðu hiti var á jöklinum klukkan tíu um kvöldið, var veður sæmilega bjart og stillt, þar til fyrir- varalaust dettur yfir okkur snjódrífa og allra átta mið hverfa í skyndi. Það var ekki einu sinni vindur til að fara eftir, og áður en lengra verður haldið, átti að taka upp áttavitann, en það eina sem við höfðum ástæð- ur til að þegja yfir í allri ferðinni var það að áttavitinn hafði orðið eftir heima. Það var haldinn skyndifundur á jöklinum áður en lengra var farið, og fljótlega var samþykkt, að þar sem engin kennileiti sáust, væri skynsamlegast, að fara í 90 gráðu horni niður af jöklinum, á meðan við sæum þó hvert hann hallaðist, og svo var að treysta á lánið, að við lentum ekki í skriðjökli, eða annarri torfæru, og það mátti kalla það „glópalán“, að niðurferðin gekk betur en við bjuggumst við, og klukkan eitt vorum við komnir á mela og mosaland, sem vel mátti tjalda á. Við hugðumst vera komnir í Nauthaga eða í námunda við hann, en svo varekki, en sofnuðum samt í þeirri trú. Þann 29. vöknuðum við að rign- ing lemur tjaldið, en það var aðeins skúr, það er drungalegt loft og deyfð yfir öllu en þó er níu gráðu hiti. Eftir hefðbundna máltíð og snyrtingar, er lagt af stað aftur upp á jökul, við lendum á sprungubelti, þar sem snjór hylur meters breiðar sprungur, en ávallt ber snjórinn okkur þó stafirnir sökkvi í kaf. Þegar nokkuð er komið á leið kemur þoka yfir okkur, og ekki vildum við fara að snúa við fyrr en fullreynt væri hvort við ekki kæm- umst í Arnarfell, því þetta var jök- ultunga, sem við þurftum að fara yfir, þar til við færum ofar og í Arn- arfell. Greið færð var á jöklinum, og allt í einu var sem þokunni væri svipt af, og brátt sjáum við dökka hnjúka stinga mjög í stúf við umhverfið, það eru Arnarfellstopparnir, og eru nú fremur fyrir aftan okkur en fram- an. Við breytuin stefnunni strax til hægri og lítið eitt til baka. Arnar- fellsaurarnir liggja nú fyrir fótum okkur, eins og kort af svartri eyði- mörk, með ótal bláum lækjarstrik- um djúpt og víðáttumikið. 1 austri takmarkast sandauðnin af Tungna- fellsjökli og Hágöngum, með hjarn- breiðum Vatnajökuls í baksýn, en á milli rennur Þjórsá, og er orðin æði- mikil, enda óteljandi æðar er í hana fara. Sjóndeildarhringurinn er orðinn bjartur, og við njótum útsýnis í rík- um mæli áður en við leggjum niður brattar sandskriður fjallsrana þess, sem aðskilinn er frá sjálfum Arnar- fellstindinum með djúpu gili. Loks erum við komnir í þennan langþráða stað, með grasi vöxnum hlíðum og bölum blandað blómum og angan. En hér átti að gista, en það var snjódrífan á jöklinum í gær- kveldi, sem breytti okkar áætlun, og til að ná henni, eða vinna hana upp, var ekki staðið lengi við hér á þess- um „ódáinsakri", og í Klakk átti að komast áður en gist yrði, ef unnt væri. Við hvíldum okkur í grasinu meðan einn var að sjóða „soðkök- ur“ í hafragrautnum og allt smakk- aðist vel og meðtekið af undirgefni, því allt var skammtað. Þá var að halda áfram, ekki mátti tefja lengi, því sennilega var þetta lengsti áfanginn, sem við áttum framund- an, hingað til. Hvönn, lyng og gras vefjast um fætur okkar, og við söknum staðar- ins með öllu sínu gróandi lífi. Brátt er sandurinn aftur undir fótum okk- ar og margir lækir sem þarf að vaða, áður en við komumst upp á jökul norðan Arnarfells hins litla. Jökullinn er hér nokkuð bunguvax- inn, eins og víðast hvar annars stað- ar, og uppganga greið án verulegra erfiðleika. Neðst er hann meyr, og fremur snjór en ís, en þegar ofan dregur tekur við hrufótt en greið- fært íshröngl, sundurskorið af mjóum og grunnum lækjarsytru- farvegum, sem liggja niður jökul- inn, og ef við hefðurn gengið neðan jökuls, hefðunt við verið í svo til samfelldum vaðli klukkutímum saman, en það vorum við að forðast nteð því að fara jökulinn. Hitinn er færist í aukana fer nú að vinna á jöklinum með sínum ör- ugga hefðbundna hætti, og er einn aðili náttúrunnar til að halda jafn- væginu, á þessum stað til að jökull- inn hvorki stækki eða minnki, held- ur haldi sinni reisn um aldirnar hér eftir, sem hingað til. Við teljum okkur vera nægilega hátt uppi á jökli, að sólbrá saki ekki umferöina, því hér erum við lausir við hálku og snjó, og sprungurnar, sem verða á vegi okkar, tefja okkur ekki, að öðru leyti en því, að við nemum stundum staðar og athugum undur þeirra og fegurð, þar sem þær skarta með hreina bláhvíta ísveggi og niður í svartan hyl, svo ekki sést til botns, en víða heyrist fimbultónn beljandi vatnsflaums einhvers stað- ar niðri undir fótum okkar. Við setj- umst niður og snæðum kalt borð, einréttað. Aftur af stað, enga töf að óþörfu, nú er heldur betur farið að hitna í kolunum, hér uppi á breiðum kolli Hofsjökuls, við reitum af okkur flík eftir flík, og það er kornin „asahálka" eitthvað er nú kynnt, eftir svo sem stundarfjórðung er allt yfirborð jökulsins eitt beljandi vatnsrennsli. Nú eru það ekki smásprungur, sem vatnið leitar eft- ir, heldur er allur ísinn orðinn að krapi, sent stöðugt bráðnar og renn- ur, sums staðar eru dældir, sem vatnið rennur að mestu yfir, og var það svo djúpl, að við urðum að vaða til yfirferðar. Gangan gerist seinvirk. Við erum orðnir örþreyttir eftir 6 klst. gang á jöklinum, þar af tvo tíma í krapi og vatnsflaum, þeg- ar við komumst á góðunt stað niður af og eftir skamma stund alla leið að Klakk.. ÞÍN TRYGGING FYRIR GÆDUM 0G GÓDRIÞJÓNUSTU SUNDMIÐSTÖÐIN í KEFLAVÍK VIÐ SUNNUBRAUT OPNUNARTÍMAR Mánudaga til föstudaga kl. 07 til 21. Laugardaga kl. 08 til 18 Sunnudaga kl. 09 til 16 25 metra útisundlaug Sérstök barnalaug Heitir pottar Buslpottur Vatnsrennibraut Sólbekkir Eimgufubað, opið allan daginn SUND ER HOLL ÍÞRÓTT FAXI 49

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.