Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1993, Blaðsíða 22

Faxi - 01.02.1993, Blaðsíða 22
GRIMUR KARLSSON SKEMMTILECT REKNETAÚTHALD Það var sumarið 1956, þá var ég skipstjóri á Auði GK 201 frá Njarð- vík. Við vorum þetta sumar á sfld- veiðum með reknet. Úthaldið byrjaði á því að sigla til Reykjavíkur. Þar var yfirfarinn kompásinn. En það var dagsferð. A þessum tíma var það gert minnst einu sinni á ári. Þegar við lágum við Ver- búðarbryggjuna og biðum eftir Kompás-Konna, hitti ég vin minn og skólabróður úr Sjómannaskólanum, Gísla Jón Hermannsson. Gengum við saman niður að bátnum. Þegar við stóðum við bátinn sagði Gísli: „Er þetta mannskapurinn?" „Já,“ svaraði ég. „Eru þeir ekki allt of mik- ið í yngri kantinum? Þetta gengur ekki.“ „Jú, það gengur, þetta eru harðduglegir strákar, vinir mínir og frændur, sem ég þekki vel.“ Þar af vorum við fjórir systkinasynir um borð. Það gekk Iíka eftir. Við fiskuðum vel miðað við neta- fjölda og aðra báta. Ég held að við höfum ekki nemaeinu sinni legið úti, þ.e.a.s. við fengum ekki neitt til að fara með í land. Reknetaveiði var al- mennt heldur dræm þetta sumar. Og var nokkuð um að bátar færu ekki í land daglega, vegna lítils afla. Við fengum alltaf þetta eina til tvær tunn- ur í net, sem var með því betra sem gerðist. Auður GK 201 var 21 rúm- lest að stærð og var því með minnstu reknetabátunum. Höfðum við 33 til 36 net. Við vorum átta um borð af því að við vorum svo ungir og hafa eigendur bátsins, Karvel og Þórarinn Ögmundssynir ráðið því, annars hefðum við átt að vera sex. Ég var næstelstur um borð, 20 ára. Hinir voru Einar Þórarinsson, 18 ára. SævarÞórarinsson, 17 ára. Sólmund- ur Einarsson, 14 ára. Ingólfur Bárð- arson, 17 ára. Sigurjón Reykdal, 15 ára. Allir frá Njarðvík. Skúli Jó- hannsson, 16 ára, frá Hofsósi. Og svo var það vélstjórinn, eldgamall að flestra dómi um borð, hann hét Ósk- ar Halldórsson og var frá Reykjavík, rúmlega þrítugur. Hann var mikill Auður GK 201 liggur við Verbúðarbryggju í Reykjavík. 54 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.