Faxi - 01.02.1993, Blaðsíða 31
Framhald af bls. 39
Ég er bara gömul kona.
Jón: Hér er engan mat að fá. Mig
hafa allir yfirgefið nema Helga dóttir
mín.
Oddný: Osköp eru að sjá þig, Jón
minn. Þú ert ekkert nema beinin.
Hvers vegna ferð þú ekki til vina
þinna og flýrð þennan fordæmda
stað?
Jón: Við Sigurður klausturhaldari
lofuðum að yfirgefa ekki þessa sveit
í surnar. En hver ert þú? Þú virðist
þekkja mig.
Oddný: Ég er bara förukona og
betlari. En þig þekkja allir og þína
góðu konu.
Jón: Ekki þekki ég þig en Þórunn
mín er dáin, laus við þessa þjáningu
og kvöl.
Oddný: Er Þórunn dáin? Guð veri
henni ntiskunnsamur eins og hún var
miskunnsöm við ntig og aðra smæl-
ingja. (Þögn)
Oddný: Hvað er það þá, sem bind-
ur þig þessari sveit, úr því að Þórunn
er farin?
Jón: Ég veit það ekki. Er ekki
hungursneyð og kuldi víðar en hér -
svo hef ég fyrir satt. Ég get ekkert
boðið þér, kona góð. Ég er í straffi
hjá dönskum og hér er ekkert til.
Oddný: Ég kom ekki til að betla.
Jón: Ha. Til komstu þá?
Oddný: Ég kom af því að ég vissi
að hér var neyð. Ég ætlaði að gefa
Þórunni minni smá smjörpinkil og
ofurlitla lús af hveiti. Hún var mér
alltaf góð. Ég kom oft til hennar,
þegar þið voruð á Felli.
Jón: Nei, það er þó ekki kellingin,
sem var einu sinni að pretta rnína
góðu konu?
Oddný: Það er rétt til getið. Jón: Ja,
nú er ég hissa. Svona eru vegir Guðs,
órannsakanlegir. Ég vissi að hann
mundi senda mér einhverja björg.
(sami staður, síðar)
Jón: Ég vissi að Guð hefur ekki yf-
irgefið mig, enda þótt ég hafi hugsað
illa eða ekkert til hans.
Helga, dóttir hans: Þú ert nú alltaf
svo bjartsýnn, pabbi minn. En einn
pinkill frá farandkerlingu hjálpar
okkur stutt.
Jón: Mig dreymdi Jórunni systur
þína í nótt.
Helga: Ekki hefí ég mikla trú á
henni. Þó þyrfti hún ekki nema að
segja eitt orð, þá væru allar okkar
raunir fyrir bí.
Jón: Það er satt. Lýði sýslumanni
virðist alvara að sækja eftir eiginorði
við Jórunni. Það yrði hvalreki fyrir
mig og mitt fólk.
Helga: Hvað er nú? Er hér ekki
kominn hundur Hlíðarhúsafólksins?
Það skyldi þó aldrei vera að Jórunn
væri á næstu grösum?
Jórunn: Kornið þið blessuð (kyssir
föður sinn og systur) Mikið hefur þú
látið ásjá í vetur, pabbi.
Jón: Finnst þér það?
Helga: Ég er ekki viss að faðir
minn lifi annan vetur þessum líkan.
Jórunn: Er ekki það versta yfir-
staðið?
Helga: Hvað vitum við um það?
Eitt er víst að faðir okkar er í straffi
hjá öllurn dönskum kaupmönnum.
Jórunn: Fyrir að hafa komið í veg
fyrir að Sigurður klausturhaldari og
Lýður sýslumaður stælu öllu söfnun-
arfénu.
Jón: Þú ert ströng í dómum dóttir
mín. Við skulum ekki ætla þeim illt.
Þeir vildu hins vegar að ég gerði það
sem ég ekki gat að halda fé fyrir
sveltandi fólki. Okkur Lýð kom ekki
sarnan meðan ég var á Felli og hon-
um fannst ég ganga á rétt sinn með
því að úthluta fé, sem hann átti að út-
deila. Þess vegna kærði hann mig
fyrir stiftamtmanni.
Helga: Og nú á að svelta þig í hel.
Jórunn: Og þetta er maðurinn, sem
þið viljið að ég giftist.
Jón: Það er nú ýmislegt hægt að
segja vel um Lýð. Og þér hafa gefist
fleiri menn, Jórunn, en hann, en þar
um hafa mín ráð lítt stoðað.
Jórunn: Nei, ég er ekki sú kona,
sem læt ráðstafa mér í móðurkviði
eins og Katrín litla, enda lítið fyrir
ljóð og sögur.
Jón: Við skulum ekki deila út af
smámunum, Jórunn ntín. Lífið er
stutt.
Jórunn: Satt segirðu faðir ntinn. Ég
var nærri búin að gleyma því að ég er
með bréf til þín.
Jón: Hver skrifar mér bréf?
Jórunn: Lýður sýslumaður. Helga:
Lýður sýslumaður. Hvað vill hann?
Jórunn: Ekki veit ég það.
Jón: Finnst honunr ekki nóg að
gert?
Jórunn: Lestu bréfið.
Jón (les): „hveminn hann má sleva
sjálfur sem grófur arbeidskarl til að
lengja líf sit tog sinna þar með.... fyr-
ir sín þungu og trúu embættisverk
eftir tíðinni og sitt stöðuglyndi að
víkja eigi frá henni,sem aðrir gert
hafa, hverjar ógnir sem á hafa geng-
ið“. Ég skil þetta ekki. Ég sé ekki
annað en hér sé verið að slá botninn
úr kærunni. Ætlarðu að giftast hon-
um?
Jórunn: Það er annað mál pápi
rninn. Við dætur þínar höfum ekki
allar sömu skoðanir og þú en okkur
þykir öllurn vænt um þig.
Jón: Þetta var fallega sagt dóttir
mín og hafði mikla þökk fyrir þitt
verk. Með þetta bréf í höndunum
mun herra Levetzov aflétta verslun-
arbanninu á mig.
Jórunn: Af því að þú spyrð hvort
ég ætli að giftast Lýði þá er því til að
svara að þar varð önnur hlutskarpari.
Helga: Hvað segirðu, systir?
Jón: Já, mér þykir þú segja fréttir,
dóttir góð.
Jórunn: Þú trúir á guðlega forsjón,
faðir minn.
Jón: Ég hefi aldrei verið sannfærð-
ari en einmitt nú að yfir okkur sé vak-
að.
Jórunn: Þetta gerir Lýður líka.
Eins og þú veist hefur honunr þótt
sopinn góður. Fyrir skömmu streng-
di hann þess heit að bragða ekki
áfenga drykki frarnar.
Jón: Það var viturlega gert af Lýði.
Jórunn: Það má nú segja. Nema
rétt á eftir að þessi heitstrenging var
gjörð rak stóra rauðvínstunnu á fjör-
ur Lýðs. Honum voru færðar fréttim-
ar og spurður hvort ætti að hella vín-
inu niður. Lýður sýslumaður var eins
og allir vissu hættur að drekka. Hann
bað um umhugsunarfrest eins og
vitrir menn taka sér þá stór mál reka
á þeirra fjörur. Nenia þegar vinnu-
mennimir komu aftur hafði Lýður
tekið sína ákvörðun: Vinir mín, sagði
hann. Þetta eru teikn af himni. Nú
veit ég að Guð vill að Lýður sýslu-
ntaður drekki. Náið í tunnuna eins og
skot.
Jón: Ég sé ekki hvað þessi saga
setendur í sambandi við nýja konu
Lýðs.
Jórunn: Jú, faðir minn. Hin nýja
kona Lýðs Guðmundssonar sýslu-
manns heitir rauðvínstunna. Hana
elskar hann jafnt á nóttu sem degi.
Jón: Nú sé ég - hafi mér ekki verið
það ljóst áður að þú ert einfær um að
velja þér eiginmann sjálf, dóttir mín.
Jórunn: Ég ætla að fara út og líta á
eyðilegginguna.
Jón: Farðu ekki langt. Hér leynast
hættur í hverju fótmáli. (hún fer)
Jón: Þú segir ekkert dóttir mín.
Helga: Hver talar, þegar Jórunn
birtist? En ég spyr: Hvað hefði hún
sagt, ef hún hefði verið hér í vetur?
Og eitt ætla ég að segja þér hér og nú:
ég verð ekki með þér annan vetur,
faðir minn.
Jón: Hvað er þá til ráða? Heldurðu
að Ingibjörg vinkona þín frá Hrauni
væri tilleiðanleg að koma Itingað
sem ráðskona?
Helga: Ég veit það ekki, faðir
minn. Ingibjörg er tilfinningarik ung
stúlka. Hvað viltu með hana? Þú get-
ur ekki ætlast til að hún sofi ofan á
þér eins og hún stundum gerði í vetur
til að halda á þér hita. Viltu giftast
henni?
Jón: Ég veit það ekki. Græni mað-
urinn sagði mér að bíða.
Helga: Pabbi minn, á hvað trú-
irðu? Hver er þessi græni maður.
Jón: Hann er vemdari rninn, segir
mér óorðna hluti.
Helga: Trúirðu svona bábiljum?
Jón: Já, mig hefur oft dreymt hann
og einu sinni réði mamma þín orð
hans svo að ég ntundi hér allt missa
nema einn vin og eiginkonu mundi
ég aftur fá að norðan. Hraun er í vest-
ur héðan.
Helga: Trúði mamma líka á drau-
ma?
Jón: Já, ég held það. Hún vissi að
minnsta kosti fyrir um sinn dauða.
Helga: Af hverju ætlaðir þú þá að
fyrirfara þér í Kvíslinni í vetur?
Jón: Mér fannst allir hafa yfirgefið
mig, líka þú, sem bjargaðir okkur
báðum í vetur.
Helga: Pabbi ntinn. Þú, sem ert
svo sterkur.
Jón: Já, svona lítill er maðurinn
gegn máttarvöldunum.
Helga: Á meðan ég man: Gísli á
Hörgslandi kom þegar þú svafst.
Hann heldur að það sé kannski veiði
í Kvíslinni.
Jón: Hvers vegna vaktirðu nrig
ekki?
Helga: Hann vildi það ekki.
Jón: Hvemig er ástandið hjá þeim?
Helga: Áreiðanlega slæmt. En það
em allir lifandi, bömin líka.
Jón: Hvemig veistu það?
Helga: Ég sá það á augununt í hon-
um. Þau voru ekki slokknuð.
Jón: Farðu og sæktu skinnbuxum-
ar mínar.
m S.B.K.
Upplýsingar um allar t'erðir í
SÍMSVARA
11590
Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur
Sími 9245551
FAXI 63