Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1993, Blaðsíða 14

Faxi - 01.02.1993, Blaðsíða 14
Þátttakendur á fyrsta frjálsíþróttamóti Þróttar ásamt þjálfara 1992. lyndur og gaf mikla vinnu í þetta. Þegar haldnir voru dansleikir var spilað undir á harmonikku, og var Geiri í Minni Vogum oft sá sem spilaði. (Asgeir Sæmundsson). Til að byrja með fór starf- semin fram í bamaskólanum við Suðurkot og því brýnt verkefni að byggja sam- komuhús, sem ungmennafé- lagið réðist í ásamt kvenfé- Iaginu Fjólu. Félagar í Þrótti unnu verkið í sjálfboðavinnu, en kvenfélagskonur önnuð- ust fjármögnun. Einn maður var ráðinn til starfa við verk- ið, það var Magnús Skúla- son, smiður í Austurkoti. Samkomuhúsið var síðan tekið í notkun á annan dag jóla 1933, eða rúmu ári eftir stofnun félagsins. Var húsið staðsett ntiðsvæðis í hreppn- um og gefið nafnið Kirkju- hvoll. Fyrsta íþróttagreinin sem Þróttarar æfðu var glíma. Æfingum stjómaði Gunnlaugur Kristjánsson Brunna- stöðum, en þær fóru fram í gömlu Sjálfboðaliðar tyrfa íþróttavöllinn í Vogum 1991. húsi að Minna-Knarramesi sem var einn geymur og stóð tómt. Enduðu þessar æfingar fljótt með því að kennarinn og Guðmund- ur B. Jónsson lentu harka- lega saman, þá vildi það til happs að úti var snjór sem var notaður til að kæla kapp- ana niður, en þetta endaði með því að kennarinn kinn- beinsbrotnaði. Saga ungmennafélags- hreyfingarinnar er öllu eldri hér í hreppnum, en árið 1907 var stofnað Ung- mennafélag Vatnsleysu- strandar og starfaði fram undir 1920. Starf þess félags byggðist aðallega á dans- leikjahaldi, en þeir fóru fram í salttökuhúsi að Hólma undir Vogastapa. A þessum tíma var dansað fram undir morgunn, þannig að fólkið kæmist beint í morgunverk- in í fjósinu. EG. Lið 5. flokks A frá Ungmcnnafélaginu Þrótti og Njarðvík sem léku fyrsta leikinn í íslandsmóti í knattspyrnu á Vogavelli, ásamt þjálfurum liðanna og dóinara leiksins. 46 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.