Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1993, Blaðsíða 10

Faxi - 01.02.1993, Blaðsíða 10
kenndi mjög íslenska hafnargerð fram undir 1970. Árið 1916 var stál- þil notað í fyrsta sinn hér á landi inn- an hafnarinnar. Ýmis nýmæli þessi ár. Við upphaf alþingis 1911 var stofnað í Reykjavík Fiskifélag ís- lands. Eitt af aðalverkefnum félags- ins var að „stuðla að endurbótum á lendingum og höfnum, fjölgun vita og annarra sjómerkja...", eins og sagði m.a. í 2. gr. C-lið í fyrstu lögum félagsins. Félagið varð strax lyfti- stöng fyrir sjávarútveginn. Þegar á Alþingi 1911 var lagt fram frumvarp um vita og sjómerki. Frunmvarpið var samþykkt og tók gildi 1. janúar 1912. Þar voru í fyrsta sinn reglur um staðsetningu og viðhald sjómerkja. Þau voru nú um leið tekin inn í fjár- lög í fyrsta sinn. Árið 1912 var bent á það í Ægi, að Fiskifélagið ætti að vera ráðgefandi Alþingi um fjárútlát og forgangsverk við hafnargerðir. Fram að þessu hafði rignt yfir þingið beiðnum um styrki úr öllurn landshornum. Þörfin var mikil en hending réð hvert fjár- munir fóru. 1 Ægi var lagt til að í samvinnu við Fiskifélagið þyrfti að ráða verkfræðing til að fara um land- ið og kanna hafnarstæði. Að því loknu yrði samin áætlun um fram- kvæmdir og unnið skipulega eftir henni líkt og gert var þá við síma- lagnir. Vitamál landsins voru komin í sæmilegt horf en hafnarmálin óleyst. Á Alþingi í ágúst 1915 samþykktu sjávarútvegsnefndir beggja deilda tillögu þess efnis að landsstjórnin fái verkfræðing til að kanna aðstöðu til bryggjugerðar og til að semja kostn- aðaráætlanir um hafnargerðir og lendingabætur. Athuganir þessar yrðu gerðar í samráði við Fiskifélag- ið, m.a. í ljósi arðsemi af veiðum og flutningum. Hafnarrannsóknir 1917-1921. Leið nú og beið í tvö ár. Þegar hafnargerð lauk í Reykjavík varð að samkomulagi í október 1917 að Ni- els P. Kirk (1882- 1919), er þar hafði verið yfirverkfræðingur tæki að sér verkefnið. Hann hafði auk þess unn- ið við hafnargerð í Vestmannaeyjum á þessum árum og hafði því nokkra reynslu af íslenskum staðháttum þó danskur væri. Hóf Kirk rannsóknir sínar með ferð til Suðumesja og austur í Ámes- sýslu. Var það í maf 1918. Seint í september 1919 lauk Kirk rannsókn- um sínum og hélt þá til Kaupmanna- hafnar til að vinna úr þeim og semja skýrslu til Stjómarráðsins en Kirk lést skömmu síðar. Eftir lát hans tók Krabbe að sér að Ijúka skýrslugerð- inni og skilaði verkinu í september 1921. Alls athugaði Kirk 49 staði á landinu. Á 13 þeirra reyndist unnt að gera hafnir fyrir stór skip. Á 13 stöð- um mátti gera bryggjur en 25 staðir töldust óhæfir til framkvæmda. En ekki var þó farið eftir þessum tillög- um næstu árin. Áfram var farið eftir gamla laginu. Þar var hönd gegn hendi. Störf Krabbe að hafnarmálum fram til 1918 Jafnframt þessum rannsóknum Kirks sinnti Krabbe beiðnum um að- stoð og ráðgjöf við bryggjugerðir í ýmsum verstöðvum. Aðstaðan var þó erfið til þess. Samgöngur voru t.d. strjálar, vail nema með skipum enda sími víða ókominn. Tæki voru þá nær engin önnur en hakar, skóflur og hjólbömr. Verkstjórar til að stjóma vinnuflokkum voru afar fáir og ís- lenskir verkfræðingar nær engir. Eft- irlit með bryggjusmíði var því víða ábótavant. Jafnvel þó sumar framkvæmdir væru í upphati á herðum Krabbe gat hann ekki ráðið sér aðstoðarmann en sjálfur sat hann suður í Reykjavík. Reyndin varð því sú að alls konar menn tóku að sér smíðina, hrepp- stjórar jafnt sem kaupfélagsstjórar sem oftast voru óverkfróðir menn. En verst var þó að fjárveitingavaldið var svo naumt á framlög til þessara framkvæmda að þau komu að litlum notum og voru fremur ákveðin af „stjórnmálaástæðum en á verkfræði- legum grundvelli". Aðalmarkmiðið var líka að byggja upp vita umhverfis landið. Enda fór mestur tími Krabbe til þess. Hann hafði því oft lítil sent engin afskipli lengi vel af bryggjugerðum víða um land. Auk þess gerði almenningur snemma á öldinni lítinn mun á hand- lægni og tæknilegri kunnáttu er studdist við flókna útreikninga og mælingar. Þetta breyttist þó trúlega nokkuð eftir hafnargerðina í Reykjavík. Þekking verkfræðinga var líka í mol- unt á íslenskum staðháttum og veð- urfari. Mátti Krabbe reyna það sjálf- ur. Til dæmis stórskemmdist 70 m löng bryggja á Sauðárkróki haustið 1916 sem byggð var samsumars að hans forsjá. Hlaust af því talsvert tjón. En alvarlegust urðu þó mistökin við undirbúning og framkvæmdir í Vestmannaeyjum. En þar hófst smíði hafnargarða 1914. Krabbe hafði þó í upphafi ekki önnur afskipti af |ivi verki en þau að hann benti Eyja- mönnum á danskan verkfræðing til að vinna frumdrög verksins. Seinna kom svo í lilut vitamálaskrifstofunn- ar að lagfæra skemmdir þar og vinna að frekari framkvæmdum. Á árunum 1914-15 gerði Krabbe uppdrætti af brimbrjót og lendingu í Keflavík á Sandi. Einnig hafði hann teiknað brjót við Gunnólfsá í Ólafs- firði að beiðni heimamanna. Árið 1917 lá á teikniborði Krabbe upp- dráttur að bátalægi og brimbrjót fram af Stekkjanesi í Súgandafirði. Nýjungar í vitamálum A árunum 1913-20 voru alls reistir 16 nýir vitar. Flestir urðu þeir fimm árið 1913. Árið 1909 voru fyrstu gas- ljósin sett upp á Reykjanesi og á Öndverðarnesi. Fyrstu fullkomnu gastækin sem þurftu litla gæslu voru sett upp í Gróttuvitanum 1918. Árið 1910 var farið að reisa vita á háum jámgrindum, sennilega til að flýta vitabyggingum og spara kostn- að við efni og flutninga. Þetta ár var slíkur viti reistur á Dyrhólaey. Þessi byggingamáti tíðkaðist við stóra vita a.m.k. til 1919, er vitinn á Straum- nesi var reistur. Fáir vitar voru steinsteyptir fram að fyrri heimsstyrjöld. Til dæmis var Garðskagavitinn 1897 einn af fyrstu steyptu vitunum við Faxaflóa. Frá 1917-18 varð algengast að reisa vita á þann hátt. Vitamálastjóri frá 1918 Samkvæmt fjárlögum 1918-19 var Krabbe skipaður vitamálastjóri fyrra árið. Veiting stöðunnar virðist þó aldrei hafa verið tilkynnt formlega í Stjórnartíðindum heldur sett á fjárlög í fyrsta sinn 1918. Árið 1917 var lagt fyrir Alþingi frumvarp til nýrra vitalaga er Krabbe hafði undirbúið í samráði við Fiski- félagið og Eimskipafélag Islands. Þar voru gerð drög að skrá að vitum er reistir yrðu eftir forgangsröð. Þetta var gert með því skilyrði að allt vita- gjald er Landsjóður fékk ár hvert rynni óskert til vitamála. En fram að þessu fór mestur hluti þess í almenna eyðslu landssjóðs. Vísaði þingið 1917 málinu frá, taldi það illa undirbúið. Loks var frum- varpið lellt á Alþingi 1922. Gramdist Krabbe mjög að geta ekki náð öllu vitagjaldinu ár hvert til fram- kvæmda. Nýjungar í iðnaði Eins og áður segir kynntust Islend- ingar nýrri og stórtækari vinnu- brögðum við gerð Reykjavtkurhafn- Rrenninípa yst á Hólmsbergi við Keflavík. Þar er talið að kveikt hafi verið bál til leiðbeiningar skipum. Sennilega á fyrstu öldum verslunar í Keflavík. Örnefnið er því ævagamalt. Ljósmynd Emil I’áll Jónsson. 42 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.