Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1993, Blaðsíða 23

Faxi - 01.02.1993, Blaðsíða 23
ágætis maður, og það var honum mikið að þakka að þetta gekk allt saman upp hjá okkur. Einhverjir voru með okkur frá frystihúsinu í forföllum, þeir voru líka í yngri kant- inum. Það voru miklar stillur þetta sumar og síldin dreifð. Eigi að síður keyrðu bátamir mikið í leit að lóðningum sem sjaldnast fundust. Mælirinn í Auði var gamall Bendix. Hann var orðinn grár af saltsteini, og allir takk- ar orðnir fastir fyrir löngu, nema slökkvarinn. Hann var stilltur á minnsta pappírshraða og dýpsta skala. Hann bilaði aldrei, hann bara gekk og gekk. A siglingu í brælu sýndi hann ekki dýpið nema slegið væri af, þá kom hann með dýpið, það brást aldrei. En hann sýndi aldrei lóðningu, aldrei nokkum tímann. Við keyrðum eins og aðrir. Ég fylgdist ekkert með mælinum. Hins- vegar tók ég vel eftir ef einhvers staðar var stökksfld að sjá. Ef ég sá eina stökksíld, þá voru netin lögð. Þetta brást aldrei, við fengum alltaf einhvern afla. Við vorum mikið í Grindavík framanaf, o<x oftast var lagt í Grinda- víkurdýpi. Ég frétti löngu seinna að báturinn var ósjaldan kallaður „barnaheimilið" í Grindavík. Sigurður Þorleifsson sá mikli ágætismaður, skipstjóri og hafnar- vörður í Grindavík, stóð ósjaldan við bryggjuplankann og horfði brosandi yfír mannskapinn. Þó kom það fyrir að hann byrsti sig við okkur, en það risti ekki djúpt. Ástæðan var oftast ungæðingshátt- ur í okkur. Til dæmis skeði það einu sinni eða tvisvar að smásteinum tók að rigna af himnum ofan í nálægum bátum. Gmnur lék á að steinamir hefðu tekist á loft í Auði með hlut sem kenndur er við teygju, en mikið fuglager var yfir bátunum. I einni ferðinni sem Sigurður var að veita tiltal, krafðist hann þess að skotlínan yrði höfð þannig að grjótið kæmi ekki niður í bátana. Þá kom einn skipverjinn fyrir stýrishúshom- ið að aftan með veiðiglampa í aug- um. Þá skellti Sigurður Þorleifsson uppúr og hraðaði sér í burtu. Annars var vinnan við land oftast samhangandi þótt aflinn væri ekki nema 30-60 tunnur, þá var það tals- vert verk að landa. Bílamir sem komu eftir sfldinni vom með tómar tunnur á pallinum sem taka varð nið- ur í bát og moka í. Síðan voru tunn- umar hífðar upp á bflpallinn með sér- stakri tunnuklemmu. Stundum var notuð tunna í bandstroffu til að hífa í og var þá hellt í tunnurnar á bflnum. Þessi flutningsmáti var nauðsynlegur fyrir sfld sem álti að fara í vinnslu. Vegirnir voru holóttir moldarvegir sem afhreistruðu sfldina strax ef hún var ílutt laus. Ablögunarnám- skeíb fyrir fatlaba Dagana 16. til 18. apríl n.k. gengst Sjálfsbjörg, landsamband fatlaðra, fyrir námskeiði, sem ætlað er hreyfihömluðu fólki. Þetta er í fjórða sinn sem slíkt námskeið er haldið en þau eru sniðin eftir finnskri fyrirmynd og hafa gefið góða raun. Á námskeiðinu verður fjallað um félagslegar afleiðingar fötlunar. Fluttir verða stuttir fyrirlestrar um viðhorf almennings til fötlunar, viðbrögð vina og vandamanna og viðbrögð einstaklingsins við nýjum og breyttum aðstæðum. Á námskeiðinu verður einnig fyrirlestur um tryg- gingamál og réttindi fatlaðra varðandi ýmsa þjónustu og starfsemi, sem tengist fötluðum. Einnig verður kynnt starfsemi öryrkjabandalags Islands, Sjálfsbjargar og Iþróttasambands fatlaðra. Á námskeiðinu verður unnið í litlum hópum. Þar verða rædd ýmis mál sem snerta daglegt líf fatlaðs fólks, bæði mál sem öllum eru sameiginleg og svo sérstök vandamál þátttakenda. Hópstjóri er í hverjum hópi sem hefur menntun og reynslu af vinnu með fötluðu fólki. Hins vegar fer engin bein líkamleg þjálfun fram á námskeiðinu. Námskeiðið er einkum miðað við fólk eldra en 16 ára, sem hefur fat- last af einhverjum orsökum. Dæmi um slflct eru mænusköddun, vöðva- og miðtaugakerfissjúkdómar, liðagigt, klofinn hryggur, helftarlömun, útlimamissir, fólk með MS-sjúkdóminn og fleira. Auk hreyfihamlaðra eru aðrir ættingjar, makar og vinir einnig boðnir velkomnir á námskeiðið. Námskeiðið er haldið á vegum Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, í húsi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, í Reykjadal, Mosfellsbæ. Námskeiðsgjald er kr. 5.200 og er fæði, gisting og námskeiðsgögn inni- falin. Ferðakostnaður er greiddur fyrir fólk af landsbyggðinni. Tilkynnið þátttöku fyrir mánudaginn 5. apríl til Lilju Þorgeirsdóttur á skrifstofutíma í síma 91 -29133. Eftir landlegur vomm við sjóveik- ir til að byrja með, en sjóuðumst eftir nokkra róðra, en eftir einn landlegu- dag kont allt saman aftur. Ég og Sólmundur vorum verstir af sjóveikinni. Þegar verið var á land- leið í veltingi fór Sólmundur stund- um ekki niður. En var í staðinn að skoða innyfli úr fiskum og fuglum á vélarhússkappanum, grænn í framan af sjóveiki. Má því segja að snemma hafi beygst krókurinn hjá verðandi sjávarlíffræðingi. Það sannaðist þá og það mundi líka sannast nú að ef unglingum er sýnt traust og gefið tækifæri á að spreyta sig, þá gerast góðir hlutir. Þegar á leið fómm við norðuifyrir og rérum frá Njarðvík. Eitt sinn er halda skyldi í róður, stóð Ingólfur við kabyssuna og leit yfir öxl sér til mín sem var á leið upp stigann og segir: „Ég er með verk í maganum.“ „Það er ekkert að þér.“ „Nei, það er ábyggilega ekkert að mér,“ svaraði Ingólfur að bragði, alltaf jafn hress. Þegar við vorum að sleppa, fékk ég bakþanka og hætti við. Fór fram í til Ingólfs og segi honum að drífa sig í land og láta Guðjón lækni líta á sig, en bið hann sérstaklega að vera nú fljótan. Ingólfur hraðaði sér upp bryggjuna. Eftir langa bið fór okkur að leiðast og fór ég í land til að leita að Ingólfi. Þegar ég kom heim til hans, sagði Bárður pabbi hans mér, að hann kæmi ekki með okkur í þennan róður, það væri verið að skera úr honurn botnlangann. Svona gengu nú hlutimir þá, og heppnin var alltaf með okkur. Við lukum þessu úthaldi með ágætum. Þetta var skemmtilegt úthald sem ég minnst með ánægju. Keflavík - Siiðuriies Fei’iiiingargjafir fyrir stúlkur og drengi Fjölbreytt urval: Hljóinflutimigstæki — Geislaspilarar Videotæki — Videotökuvélar * Vasadiskó — Utvarpslduldkur Reiknitölvur — Skáktölvur Geisladiskar — Kassettugeymslur Ljósmyudavélar — Sjónaukar Seðlaveski — Iþróttatöskur Svefnpokar — Myndavélar Beautybox — Skartgripaskríu Bókastæður — Pemiastatíf Borðlampar — Staudlampar Sjónvörp — Myndbandstæki Hárblásarar — HárrúUur Krullujárn — Rakvélar Ur og klukkur Ferðageislaspilarar — Heyrnatól Ferðaviðtæld ni/og án geislaspilara Tölvur — Tölvuforrit STAPAFELL HF. Súnar 92-12300 og 92-11730 FAXI 55

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.