Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1993, Blaðsíða 11

Faxi - 01.02.1993, Blaðsíða 11
 Við gerð hafnar í Reykjavík, 1912 - 18, voru fyrst notuð steinker við hafnargerð hér á landi. Eru |>að garðhausarnir við innsiglingunaí höfnina. Myndin sýnir garðhausinn með vita á Norðurgarði. Trúlega er garðhausinn eins í meginatriðum og hann var i upphafi. Myndin var tekin í október 1991. Ljósmynd Kristján Arngrímsson. ar en þekktist hér áður. Meðal annars var reist í Reykjavík stærri srniðja en áður þekktist. Þar unnu ýmsir Islendingar sem hófu stöd' hjá vélsmiðjunni Hamri h.f., sent stofnuð var 1918. Krabbe var einn af stofnendum og stjómar- mönnum þess fyrirtækis. Hamar hóf m.a. snemma smíð á gufukötlum sem áður höfðu verið smíðaðir er- lendis. Þegar líða tók að lokum fyrri heimsstyrjaldar varð Ijóst að ný tækni myndi ryðja sér til rúms í lýs- ingu íslenskra vita. Gasið kom í þá 1909-1918 og fyrirsjáanlegt að gas nryndi leysa olíu af hólmi. Nauðsyn á gasframleiðslu innanlands var því mikil. Krabbe beitti sér því fyrir stofnun og starfsrækslu ísaga h.f. 1919-20. Þar var bæði framleilt gas lil ljósa og logsuðu. Meðal þess sem Krabbe innleiddi hér um leið voru bauju- gasljós. Krabbe var forstjóri Isaga allt til þess að hann fór úr landi 1937. Allan þann tíma og lengur sá Isaga vitunum fyrir gasi. Vitaskip - starfsmönnum fjölgar Árið 1916 keypti Landssjóður vél- bátinn Óskar frá Eyjum til flutninga á vistum og efni til vitanna. Árið 1920 var báturinn seldur en hann þótti of lítill. Leiguskip voru notuð til flutninga til 1924 að keypt var gufu- skip frá Noregi. Varþað 113 lestirog hlaut nafnið Hermóður. Var skipið einkum notað á suntrin undir stjóm Guðmundar Kristjánssonar. Um leið skapaðist aðstaða til köf- unar frá skipinu. Var þá hægt að vinna á meira dýpi og notkun stein- kerja hófst. Frá 1919 sá Benedikt Jónasson (1879-1945) verkfræðing- ur um vitana, byggingu þeirra og ljósabúnað. En Benedikt vann ntjög víða um land að bryggjugerð á árun- um 1914-19. Hann fann síðar upp sérstakan frá- gang á vitum sem var sniðinn að ís- lenskum veðrum eins og þau gerast verst. Sumarið 1926 var Finnbogi R. Þorvaldsson (1891-1973) kominn til starfa hjá vitamálaskrifstolunni. Varð hann brátt hægri hönd Krabbe við hafnargerðir og undirbúning þeirra. En á árunum 1920-30 var verkfræðileg þekking á nrannvirkja- gerð í sjó hér við land orðin töluverð á sama tíma og ráðist var í stærri verkefni. Helstu verkefni 1920-30 Alls voru reistir 16 nýir vitar 1920- 22. Meðal annars var reistur viti á Vatnsnesi við Keflavík 1921. Eftir það var hlé á vitabyggingum 1923- 24. En frá 1925-30 voru reistir 12 vit- ar. Stærstu og fullkomnustu vitamir voru á Dyrhólaey (1927) og við Hornbjarg (1930). Árið 1924 var steyptur þykkur flái framan við vitann á Garðskaga til varnar landbroti. Allan fjórða áratug- inn var unnið meira og minna við Vestmannaeyjahöfn vegna mistak- anna sem urðu í upphafi við hönnun garðanna. Voru þær framkvæmdir hinar helstu á landinu á vegum vita- málaskrifstofunnar frá því um 1925- 26. Ný bryggja var gerð við Torfunes á Akureyri 1927-28. En kantar með jámþiljum í Siglufirði (1928) og í Borgamesi (1929). 1 sambandi við þessar fram- kvænrdir var fengið hingað dýpkun- arskipið Uffe frá Danmörku, er vann hér sumrin 1927-28. Hafði þá ekki verið dýpkað í höfnum hér á landi síðan við gerð Reykjavíkurhafnar. Var dýpkun þó víð brýn nauðsyn og raunar ein lórsenda hafnargerðar úti um land. Enn var Uffe hér 1930-31. En danska skipið Ida dældi upp sandi vegna bryggjugerðar í Hnífsdal 1935. Árið 1923 keypti ísafjarðarbær skipabryggju er tilheyrði eignum Hæstakaupstaðarverslunarinnar. Sumarið 1924 var bryggjan stækkuð og endurbætt eftir teikningum Krabbe. Radiovitar Á fundum Fiskifélagsins 1924-25 komu radiovitar fyrst til urnræðu. Haustið 1926 fór Krabbe til fimm Evrópulanda til að kynna sér slíka vita. Jafnframt gerði hann áætlun um uppbyggingu þeirra umhverfis ísland í samvinnu við danskan sjóliðsfor- ingja. Fyrstu tilraunir með sendingar FAXI 43

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.