Faxi

Volume

Faxi - 01.01.1995, Page 16

Faxi - 01.01.1995, Page 16
Kór Kálfatjarnarkirkju 30 ára 1994 “Kirkjukór Kálfatjarnarsóknar er stofnaður 11. desember 1944. Og mœtti það verða táknrœnt fyrir kórinn í framtíð, því það er einmitt sama árið sem allur landslýður stóð sem einn maður um lýðveldið og stofnun þess.” Þessi orð eru úr bréfi Guðmundar Þórarinssonar frá Skjaldarkoti til kórfélega en það fannst í ýmsum skjölum úr hans eigu. Stofnfélagar kórsins voru 21 talsins og var fyrsti organisti kórsins Stefán Hallsson. Það var Sigurður Birkis, þáverandi söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, sem aðstoðaði við stofnun kórsins. Meðal stofnfélaganna voru fjórir félagar sem enn eru starfandi. Þau eru Sigríður Jakobsdóttir, Inga Sæmundsdóttir, Símon Kristjánsson og Helgi Davíðsson. Allir kórfélagar voru áhugamikið söngfólk sem lagði mikið á sig við að mæta á æfingar og taldi ekki eftir sér að ganga á milli Voga og Brunnastaðahverfis þar sem æft var í skólanum. Ætla má að rómantíkin hafí ekki verið langt undan hjá Kirkjukór Kálfatjarnarkirkju. Myndin er tekin stuttu eftir stofnun kórsins 1944. Aftasta röð f.v.: Þórarinn Einarsson, Rafn Símonarson, Guðmundur Kortsson, Helgi Davíðsson og Guðmundur Ágústsson. Önnur röð: Guðmundur Þórarinsson, Katrín Ágústsdóttir, Sigríður Jakobsdóttir, Guðlaug Guðjónsdóttir, Margrét Jóhannsdóttir, Viktoría Guðmundsdóttir, Ragnheiður Vormsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Magnea Kristjánsdóttir, Valgerður (iuðmundsdóttir og Símon Kristjánsson. Fremsta röð: Sólborg Sveinsdóttir, Margrét Kristjánsdóttir, Stefán Hallsson, organisti, Sigurður Birkis, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar og Hulda Þorbjörnsdóttir. Á myndina vantar Grétar Kristjánsson og Ingu Margréti Sæmundsdóttur. Fremri röð. Sigríður Jakobsdóttir og Inga Sæmundsdóttir Aftari röð. Símon Kristjánsson og Helgi Davíðsson. Þau voru stofnendur kórsins og syngja með honum enn. Mynd Jón Ingi Baldvinsson kórfélögunum, því að minnsta kosti fern hjónabönd urðu innan kórsins. Reyndar hafa síðan fleiri hjón sungið með kómum í lengri og skemmri tíma. Einnig má geta þess að meðal kórfélaga nú eru fimm afkomendur stofnfélaga. Kórinn hefur tekið þátt í kóramótum í prófastdæminu (Kjalarnesprófest- dæmi), hvort sem þau hafa verið haldin í Mosfellssveit, Hafnarfirði eða Keflavík. Starf kirkjukórsins í dag er svipað starfi hjá öðrum kórum á landinu. Hann syngur og tekur þátt í öllum messum í Kálfatjamarkrikju allt árið og mest er að gera í kringum hátíðar og alltaf eru æfð og sungh' almenn sígild lög samhliða sálmnum. í tilefni af 50 ára afmæli kirkjukórsins hélt kórinn sönghátíð í Glaðheimum í Vogum þann 16. október s.l. Hreppsbúar fjölmenntu ásamt mörgum öðmm góðum gestum og hlýddu á fjölbreytta söngdagskrá. Meðal annars sungu þau fjögur af stofnfélögunum sem nefnd voru hér áður. Við þetta tækifæri votu þeim færðar viðurkenningar fyrir vel unnin störf öll þessi ár. I kórnum eru nú 20 kórfélagar. Söngstjóri og organisti er nú Frank Herlufsen. 16 FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.