Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1995, Síða 22

Faxi - 01.01.1995, Síða 22
\ I / ÚTSKRIFT FRÁ FJÖLRRAUTASKÓLA SUDURNESJA Sunnudaginn 18. desember voru 77 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Suðumesja. Athöfnin fór fram á sal skólans að viðstöddu fjölmenni. Hún hófst á því að Andrés Bjömsson, nýstúdent, lék verk eftir H. Uarke á trompet. Því næst rakti aðstoðarskólameistari, Oddný Harðardóttir, helstu atburði annarinnar. Kom þar m.a. fram að nemendur voru tæplega 750 talsins í dagskóla en 135 í öldungadeild. Kennarar voru 55 og annað starfsfólk 15 að tölu. Þannig er FS fjölnrennasti vinnustaður á Suðurnesjum. Formaður Nemenda- félags FS, Gísli S. Brynjólfsson, greindi frá því helsta úr starfi nemenda. Nokkur kraftur hafði verið í félagslífi þeirra þó formaðurinn brýndi skólafélaga sína til frekari dáða á þessu sviði. Hjálmar Árnason, skólameistari afhenti prófskírteini. Skiptust brautskráðir þannig eftir námsbrautum: Vélstjórar:.....................12 Tveggja ára bóknám:..............5 Tæknisvið:.......................8 Sjúkraliðar:.....................3 Stúdentar:......................51 Fiskvinnslubraut:...............25 Sumir nemendur hlutu brautskráningu af fleiri en einni námsbraut. Bestum námsárangri náði Guðmunda Geirmundsdóttir „á skírteini hennar sést varla tala undir 9 eða 10“ sagði skólameistari. Þá bar það til tíðinda að nemandi númer 2000 frá stofnun skólans fékk afhent brottfararskírteini sitt. Reyndist það nýstúdentinn Guðbjörg Gerður Gylfadóttir frá Grindavík og hlaut hún bók og blóm fyrir vikið. „Svo skemmtilega vill til að 1000 nemandinn var líka kvenkyns" upplýsti skólameistari. Þá upplýsli hann að Guðbjörg Gerður hefði fætt bam rúmum sólarhring fyrir útskrift. Var hinni nýbökuðu móður og brautskráningarnema númer 2000 innilega fagnað en unnusti hennar tók við skírteininu fyrir lrönd Guðbjargar. Jón Már Björnsson, sviðsstjóri, stýrði verðlaunaafhendingu en að henni lokinni lék Sigurlín Bjarney Gísladóttir, nýstúdent, verk eftir Chopin á píanó. Þá ávarpaði skólameistari braut- skráða og gerði manngildi, frelsi og ábyrgð einstaklinga að umræðuefni í ræðu sinni sem og tíðarandann. Þorvaldur Örn Árnason kvaddi úlskrifaða fyrir hönd kennara en María Guðmundsdóttir, nýstúdent, ávarpaði kcnnara fyrir hönd brautskráðra. Kristín Grétarsdóttir, nemandi a sjúkraliðabraut, afhenti skólanum að gjöf búnað fyrir sjúkrarúm fyrir hönd nemenda á brautinni í þeirri von að su braut yrði fest í sessi innan skólans. Skólameistari þakkaði góðar gjafir og sleit að því búnu haustönn 1994. • lokin stóðu allir viðstaddir, tæplega ^ 600 manns, á fætur og sungu jólasálm. Hvaðan eru brautskráðir? Keflavík, Njarðvík, Hafnir:....48 Garður:.........................6 Sandgerði:......................6 Grindavík:.....................11 Vogar:..........................4 Utan Suðumesja..................2 22 FAXI

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.