Faxi - 01.02.1996, Side 7
Það eru jól á Hringbrautinni. Guðrún með synina tvo, Guðmund Steinar og
Jón Ragnar.
Karl var mikill afreksmaður í hand-
knattleik, bæði með félagi sínu, KR, og {
einnig með landsliði íslands. Þeir Jón
og Steinargerðurbáðirgarðinn frægan
með ÍBK og þóttu þeir afar harðskeytt-
ir upp við mark andstæðinganna. Var
Jón m.a. alltaf kallaður Marka-Jón.
Urðu báðir Islandsmeistarar rneð lið-
Ufn ÍBK. Karl hefur alla tíð búið í
Reykjavík. Kona hans er Unnur Ósk-
arsdóttir og eiga þau synina Karl Ómar [
°g Jón Hafstein. Jón og Steinar hafa
báðir haslað sér völl hér í Keflavík. Jón
er kvæntur Ásgerði Kormáksdóttur og
eru börn þeirra Jóhann Gunnar og
Halldís. Sambýliskona Steinars er Sig-
urlaug Kristinsdóttir og synir þeirra eru
Jóhann Kristinn og Guðmundur.
Jóhann var alla tíð mikill félagi sona
S|nna og síðar einnig barnabamanna.
Ferðalög og útivera voru ofarlega á
baugi og margar ferðimar vom farnar j
ut um landið með hús á vörubílspalli.
Jóhann hafði mikið gaman af að renna
fyrir silung og lá leiðin ofar en ekki í
Vestur-Hópið. Var veitt bæði af strönd-
inni og úr bát og þá slegið upp tjaldi
eða sofið í pallhúsinu. Sá siður að setja
hús á vörubílspalla er merkur þáttur í
samgöngu- og fólksflutningasögu Is-
lendinga. Þessi hús sem gengu undir
nafninu „boddí“ voru oft ekki annað en
léleg skýli sem sett vom yiir bekki á
vömbílspöllunum, því ekki var um
neinar rútuferðir að ræða á fyrri hluta
aldarinnar. Þessi búnaður var notaður
lil að flytja fólk á mannfagnaði utan-
bæjar, s.s. á Alþingishátíðina árið
1930, íþróttahátíðir, dansleiki o.m.fl.
Þóttu þetta hinar skemmtilegustu ferð-
ir og hljómaði ósjaldan söngur mikill
frá farþegunum. Tók Jóhann þátt í
mörgum slíkum ferðum.
Hér er ónefndur einn þáttur úr æsku
Jóhanns sem fylgdi honum um hríð og
setti svip á félagslíf víða á Suðurnesj-
Hinn af fyrstu bílunum. Það leynir sér ekki stoltið í svip Jóa, þar sem hann
‘yllir öðrum fætinum á stuðara bflsins. Myndin er tekin í einni af fjölda-
'nörgum ferðum þeirra Guðrúnar um landið.
Þeir gerðurst varla glæsilegri. Númerið Ö 155 vissu allir að var númerið
hans Jóa Steinku. Hér er það á Chevrolet 6500 og straumlínulagað húddið
og skrautið framan á bflnum ber vott um að það býr mikið stolt að baki
smíðarinnar á þessum bfl. Mynin er tekin á planinu við afgreiðslu Vörubfl-
stöðvarinnar við Framnesveg.
um. Hér er um að ræða tónlistina og
þátttöku Jóhanns í hljómsveitinni Gula
Bandinu. Þetla var ein af fyrstu hljóm-
sveitunum sem lék á böllum og sam-
komum hér á Suðumesjum og lék Jó-
hann á irommur í hljómsveitinni um
margra ára skeið. Lengst af voru það
Bjarni Össurarson og Ólafur Elíasson
sem skipuðu hljómsveitina með Jó-
hanni, en einnig komu þar við sögu
ýmsir aðrir ágætir tónlistannenn, svo
sem hið rómaða tónskáld, Sigfús Hall-
dórsson, Bjarni Gíslason og Henning
Rasmussen. Hljómsveitin gerði víð-
reist og varð hún mjög vinsæl. Lék hún
m.a. á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum en
eins og menn vita er þangað aðeins
boðið þeim bestu á hverjum tíma. Jó-
hanni yljaði ávallt um hjartarætur, þeg-
ar hann hann náði sér á flug við að
segja sögur sem gerðust í sambandi við
Gula Bandið.
Eflir að Jói var hættur að vinna beið
hans rólegra líf með Guðrúnu sinni í
húsinu við Hringbrautina. Knatt-
spyrnuvöllurinn er hinum rnegin við
götuna og oft gat maður séð hann sitj-
andi á stól á svölunum við að kíkja eft-
ir því sem þar var að gerast. Iþróttimar
sem ávallt höfðu verið hans áhugamál
héldu áfram að vera honum
ofarlega í huga. Sem fyrr
fylgdist hann með öllum
íþróttum. Þegar Akranes átti
sitt fyrra blómaskeið með þá
Ríkarð Jónsson, Donna og
hinum köppunum öllum, þá
fór hann ósjaldan í bæinn til
að sjá þá keppa. Og nú var
það ekki bara fótboltinn. Suð-
urnesjaliðin í körfunni voru
farin að skara fram úr og það
varð nú að gefa þeim gaum
líka. Hann hélt utan um get-
raunirnar fyrir strákana og
hann vissi flest um Ensku
knattspymuna. Já, honum lei-
dist ekki, svo mikið var víst.
Nú hefur Jóhann Kristinn
yfirgeftð bæinn sinn og ást-
vinina. En það er aðeins í lík-
ama en ekki í anda, því hann lifir svo
sannarlega áfram í minningu okkar
allra. Það er tími til að þakka fyrir sam-
vemna og votta Guðrúnu og öðrnrn að-
standendum samúð. Eg trúi því að
hann hafi farið saddur lífdaga.
Helgi Hólm.
Einn af vörubílunum hans Jóa. Hér er Jói
upp á palli en Jón Ragnar (Nonni Steinku) er
framan við bflinn. Þetta var mjög algeng
stærð á bfluni á árunum kringuni um og í
kringum 1950.
FAXI 7