Faxi - 01.02.1996, Qupperneq 10
Alheimurinn eins og við
þekkjum hann er kannski
bara eitt stórt svæði af
mörgum í stærri alheimi eða hvað?
Menn hafa frá örófi alda velt því
fyrir sér hvernig heimurinn liti út,
þá bæði jörðin og alheimurinn.
Hvernig hófst þetta allt saman, hvað
var í byrjun og hvers vegna varð al-
heimurinn svona eins og hann er?
Menn hafa margar spurningar í
kringum þetta efni sem enn er
ósvarað. Hvar endar til að mynda
heimurinn, er kannski einhverskon-
ar veggur sem skilur okkur frá öðr-
um heimi eða er eitthvað annað
þarna? Svona spurningum munum
við Ieita svara við og reyna að kom-
ast að einhverri niðurstöðu um
þetta málefni með aðstoð spekinga
fyrr og síðar. Eflaust er ekki til
neitt ákveðið svar við þessu en til
eru margar góðar kenningar sem
reynt verður að uppiýsa ykkur um.
Vonandi njótið þér gagns og gamans
af lestri þessarar ritgerðar.
Þessi mynd er prentuð eftir teikningu Kópernikusar á
síðustu mynd. Hún birstist fyrst í frumútgáfu bókarin-
nar Um snúninga himinhvelanna í Niirnberg árið 1543.
Textinn á myndinni er sem hér segir:
I. Óhreyfanleg kúla fastastjarnanna.
II. Satúrnus snýst á 30 árum.
III. Tólf ára umferð Júpíters.
Iffl. Tveggja ára umferð Mars.
V. Arsumferð jarðar ásamt braut tunglsins.
VI. Venus á níu mánuðum.
VII. Merkúríus á 80 dögum.
Terra: Jörð. Sol: Sól.
Við sjáum að Kópernikus hugsar sér allar fastastjör-
nurnar á einni og sömu kúlu: með öðrum orðum telur
hann heiminn endanlegan.
Þessi mynd birtist upphaflega í bók eftir Peter Apian,
Cosmographia (Heimsmynd eða Heimslýsing), sem kom
út í Antwerpen árið 1539. Myndin er allfræg og er birt í
mörgum bókum um þessi efni nú á dögum. Hún cr stun-
dum sögð sýna heimsmynd Aristótelesar, en kirkjan á
ekki síður sinn hlut í henni en forngrískir spekingar.
Innst sjáum við jarðríki með frumefnunum fjórum,
jörð, vatni, lofti og eldi. Síðan taka við kristalshvel
föruhnattanna sjö: tungls, Merkúríusar, Venusar, sólar,
Mars, Júpíters og Satúrnusar, sem er „í sjöunda himni.“.
Utan hans er festingin og síðan sérstakt hvel til að sjá um
framsókn vorpunktsins, sjá viðauka 1. Yst er svo
frumhreyfihvelið („Primum Bobile“) sem sækir hreyfin-
gu sína til guðlegra afla og miðlar hreyfingu til innri hve-
lanna. Utan þessa hvels er „Himnaríki, bústaður Guðs
og allra útvaldinna“ eins og segir í latneska textanum á
myndinni.
Upphaf og örlög
heimsins
Ritgerðin Upphafog örlög heimsins er enn ein greinin sem Faxi birtir úr „ritsmiðjiF'nemenda Fjölbrautaskóla Suðumesja.
Blaðinu er fengur að pví að geta gefið lesendum sínum innsýn í þá vinnu sem unnin er í skólanum.
UPPHAF
í upphafi var talið að alheimurinn
hafi verið þjappaður saman í einn
punkt og hiti hans óendanlegur. Þegar
miklihvellur varð þá þandist hann út
og lækkaði hitinn þá. Aðeins eina sek-
úndu eftir miklahvell hafði hitinn
lækkað niður í tíu þúsund milljón stig.
Þessi hiti cr um það hil þúsund faldur
sá hiti sem núna er í miðju sólarinnar.
Hitinn féll svo áfram þegar heimurinn
þandist út. þessi saga er kenningin um
„Heitan miklahvell". Þetta er aðeins
ein kenning af mörgum um upphaf al-
heimsins, en um aðrar verðurekki nán-
ar fjallað hér. Svona telja sumir menn
að heimurinn hafi orðið til. En hvem-
ig lítur hann eiginlega út?
Aristóteles, grískur heimspekingur
sem var uppi um 340 árum fyrir krists
burð, komst meðal fyrstu manna að því
að jörðin væri kúlulöguð. Hvernig fór
hann að því? Honum tókst að sjá þetta
með því að horfa á tunglið þegar tungl-
myrkvar urðu. Hann sá að skuggi jarð-
ar var boginn og taldi hann það annað-
hvort stafa af því að sólin væri alltaf
beint undir jörðinni eða að hún væri
kúlulöguð. Annað sem hann hafði til
stuðnings máli sínu var að þegar hald-
ið er í suðurátt frá Suðurheimsskautinu
lækkaði Pólstjarnan alltaf á himninum.
Það þriðja sem studdi mál hans vom
skipin. Hann tók eftir því að ef skip
var að koma að landi var eins og mastr-
ið af því kæmi upp úr sjónum og þeg-
ar þau sigldu á haf hurfu mastrin í sjó-
inn. Þegar við liugsum okkur að menn
vissu þetta á þessum tímum er nokkuð
furðulegt að menn sem sigldu með
Kólembusi á I5.öld vom hræddir við
að sigla fram af jörðinni þrátt fyrir þær
sannanir sem vom til um lögun heims-
ins á þessum tíma.
Aristóteles taldi einnig að jörðin
væri miðja alheims og að sólin, mán-
inn, reikistjörnur og fastastjömur snér-
ust í kringum hana. Meðfylgjandi
mynd sýnir ykkur hvemig menn hugs-
uðu þetta.
Skoðum kenningar annars fræði-
manns að nafni Aristarkos, en hann var
uppi á sama tíma og Aristóteles. Hann
skrifaði ritgerð sem stangaðist á við
kenningu Aristótelesar. Hugmynd
hans var að sólin væri miðja alheims-
ins og væri kyrr. Jörðin og aðrar
stjömur áttu að snúast í kringum hana.
Núna myndu margir spyrja afhveiju
trúðu menn þessari kenningu ekki í
10 FAXI