Faxi - 01.02.1996, Blaðsíða 16
FAXI miliítll l!l!l(i
Ornefni og gönguleiðir í
Vatnsleysustrandarhreppi
/
Itilefni af 20 ára afmæli Lionsklúbbsins Keilis í Vogum, sem er nú í ár,
ákvað klúbburinn að gefa út bókina Örnefni og gönguleiðir í Vatns-
leysustrandarhreppi. Höfundur bókarinnar er Sesselja Guðmunds-
dóttir, Vogum. Bókin er hátt á annað hundruð blaðsíður að stærð. I henni
er nákvæm lýsing á örnefnum og gönguleiðum auk örnefnaskrár. Það svæði
sem tekið er fyrir er allt ofan gamla Keflavíkurvegarins, en svæðið við sjó-
inn er látið bíða betri tíma. Þá eru í bókinni fjöldi mynda og greinargóð kort
af öllum hreppnum.
I formála að bókinni segir Jón
Böðvarsson meðal annars:
„Fá byggðarlög munu þykja.
hrjóstrugri og einkennasnauðari en
Vatnsleysustrandarhreppur. Hús öll,
bæði þau sem nytjuð eru og hin sem
auð standa og yfirgefm, eru staðsett á
mjórri gróðurræmu við sjó. Ofar tek-
ur við hraungrýtt heiði, sprungin, þurr
og grá, -og trofærþvífótgangandi fóki
sem þangaðfer út frá fjölförnum veg-
um með bundnu slitlagi... “ Bókarhöf-
undur, Sesselja Guðmundsdóttir, hefur
skoðað hverja smáhæð og laut í víð-
lendi þessu. Hún nefiúr staði, sem
heiti bera, og lýsir þeim sem kostur er
með þeim árangri að lesendur, sem
gegnum textann brjótast, verða margs
vísir um búskaparhætti sem aldrei
verða endurvaktir. Fram komafróð-
leiksbrot um sauðfjárrækt hreppsbúa.
Merkar eru lýsingar Sesselju áfomum
göngustígum og akvegum um hrepps-
landið.“
FAXI BIRTIR HÉR SMÁ
STÚFA ÚR BÓKINNI MEÐ
LEYFI ÚTGEFANDA:
„Snorrastaðatjamir verða næstar á
vegi okkar en þær liggja rétt ofan Háa-
bjalla. I gömlum heimildum er getið
um Snorrastaði einhversstaðar á þess-
um slóðum en hvergi sjást merki um
þann bæ. I Jarðabókinni 1703 segir
um Snorrastaði: „Fom eyðijörð og
hefur um langan aldur í eyði legið....
Nú er allt land þessarar jarðar lagt und-
ir brúkun ábúenda í Vogum hvom
tveggi, og hefur yfir hundrað ár svo
verið.“ Tjamimar em oftast sagðar
þrjár en em í það minnsta fimm ef
ekki em því meiri þurrkar. Fyrir ofan
neðstu tjömina er nýreistur skáli frá
Skátafélaginu Heiðarbúum í Keflavík.
1 elstu heimildum em þrjár aðal-
stjamirnar kallaðar Snorrastaða-Vatns-
gjár eða bara Vatnsgjár og Nyrstu-
Vatnsgjá. Þrjár Vatnsgjár eru einnig til
í Hvassahraunslandi.
Bókarhöfundur við Hemphól.
I fjarska má sjá glifta í Keilir.
SenHt’lja ff GiiditntinlxihÍHir
Örnvfni og göngulridir
i I (tinln \sustraiularhre/tpi
Rétt upp ú 1950 fór að veiðast bleik-
ja í Snorrastaðatjömum og var svo
fram á níunda áratuginn. Svo virðist
sem einhver hafi flutt þangað seiði af
Hlíðarvatnsstofni sem klakið var út í
klakstöð Jóhannesar Reykdal í Halnar-
firði en þetta er þó aðeins ágiskun.
Ólíklega hefur verið fiskur þarna frá
ómunatíð því engar eldri sagnir eru til
um veiði í tjömunum. Sumir töldu
bleikjuna hafa ferðast um „neðanjarð-
arvatnskerfið“, þ.e. um 2ja km leið, frá
Seltjörn (við Grindarvíkurveg) og til
Snorrastaðatjarna en bleikja hefur
aldrei verið í Seltjörn svo vitað sé, að-
eins regnbogasilungur, en hann var
settur í tjörnina fyrir nokkrum árum.
Einnig var sagt að þcgar farið var með
seiði frá Hafnarfirði upp í Kleifarvatn á
árunum milli 1950 - 60 hafi bflstjóran-
um verið „mútað“ til þess að sleppa
tveimur mjólkurbrúsum af bleikjuseið-
um í tjarnirnar og e.t.v. er það sannleik-
urinn í málinu.
16 FAXI