Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.2006, Blaðsíða 2

Faxi - 01.09.2006, Blaðsíða 2
Kristján Pálsson, fyrrv. alþingismaöur, flutti eftirfarandi erindi við afmœlisguðsþjónustu íNjarðvíkurkirkju ímaí2006: Kæru kirkjugestir, til hamingju með 120 ára afmæli Njarövíkurkirkju. Hundrað og tuttugu ár er Iangur tími, en í sögu Innri-Njarövíkur scm kirkjustaðar er svo ekki. Eg vil halda því fram að Innri- Njarðvík hafi verið kirkjustaður frá árinu 1000. Því hefur verið haldið fram af öðrum að kirkja hafi veriö hér fyrst á 12. öld en þaö tel ég ekki rétt. Eg tel hinsvegar margar víshcndingar úr sögunni sem henda til þess að kirkja hafi verið hér mun fyrr og vil ég henda á nokkrar máli minu til stuðnings. Fyrsti máldaginn 1269 Fyrsti máldagi Njarðvíkurkirkju er frá árinu 1269 eða rúmum 40 árum eftir jarðeldana rniklu á Reykjanesi sem ollu gríðarlegum búsifjum og landeyðingu á Suðurnesjum. Hraun rann þá ylir stóran hluta Reykjanessins og sandfok lagði margar jarðir í eyði. Eignir kirkjunnar voru samkvæmt máldaganum verulegar miðað við þetta eða sem svaraði til 20 hundraöa í heima- landi, 5 kúgildi í búfé. kúgildishross, kúgildi Sr. tíaldur Rafn Sigurðsson, sóknarprestur í Njarðvík- urprestakalli. í þarflegum aurum og skip sem metið var til hundraðs. Kirkjan átti prestsmessuföt, kaleik, klukkur tvær, róðurkross og búnað slíkan sem verða má. Þetta bendir til þess að þarna hafi staðið kirkja um nokkurn tíma. I bók Hjörleifs Stefánssonar Kirkja og kirkjuskrúð er því haldið fram að á þriðja þús- und guðshús hafi risið um land allt lljótlega eftir kristnitökuna. Þetta voru alkirkjur, hálf- kirkjur og bænahús. Til viðmiðunnar þá er fjöldi kirkna, kapella og bænahúsa í dag um 300 á landinu öllu. Það hljóta því að hafa verið bænahús stór eða smá á nánast hverjum bæ á landinu á 11. öld ef ályktun Hjörleifs er rétt. Allir málsmetandi bændurþessa tíma reistu sér þá stafkirkju. Innri-Njarðvík verðmætasta jörð Suðurnesja 1702 Höfuðbólið í Innri-Njarðvík var stórbýli á síð miðöldum og hefur trúlega verið það frá fyrstu tíð. Jarðabók Árna Magnússonar frá 1703 telur Þorkel Jónsson lögréttumann í Innri-Njarðvík vera 75. ríkasta mann landsins metinn á 126 hundraða. Þorkell varþá efnaðasti maðurinn á Suðurnesjum ef marka má jarðabókina. 3. tölublað - 66. árgangur - 2006 2 FAXI Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík. Skrifstofa: Grófin 8, sími.868 5459. Ritstjóri: EðvarðT. Jónsson. netfang: edvardjfe/gmai 1 .com Blaðstjóm: Kristján A. Jónsson formaður, Helgi Hólni, Magnús Haraldsson, Geirmundur Kristinsson og Karl Steinar Guðnason. Allir myndatextar í þessu og öðrum heftum Faxa el Öll prentvinnsla: Stapaprent ehf. Grófin 13c - 230 Ketlavik. Sími 421 4388 - Netfang: stapaprenttamitt.is Netfang v/auglýsinga: helgiholm@vogar.is Korsíðumynd: (ítngið úr kirkju eftir 17. jiiníhátið- armessu 1977. Fremst á myndinni eru imeðgurnar Dóra Garöarsdóttir og Asa Eyjólfsdóttir. l.itla stiilkan crGuðrún Oginundsdóttir, hagfræðingur. blaðsins.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.