Faxi

Årgang

Faxi - 01.09.2006, Side 13

Faxi - 01.09.2006, Side 13
Ljóssins englar Líður þú um loftin blá, og leitar heimahögum frá, þá munu Ijóssins englarávallt fylgja þér. Siglir þú um heimsins höf og hljótir mikla reynslu að gjöf, þá bíða Ijóssins englar hvar sem er. Þó farir þú um fjarlæg lönd, og farir langt frá þinni heimaströnd, þá munu Ijóssins englar ávallt fylgja þér I huga þínum ljósin lýsa, landið mun úr hafi rísa englarnir þeir eru með þér, þú átt að vita að þeir munu veginn lýsa, vita að þeir munu veginn lýsa. Ljóssins englar lýsa þér, og leiðin heim svo greiðfær er nú munu Ijóssins englarávallt fylgja þér. Þó farir þú um fjarlæg lönd, og farir langt frá þinni heimaströnd, þá munu ljóssins englar, ávallt fylgja þér. Já hvert sent er. Lag: Magnús Kjartansson Texti: Kristján Hreinsson Söngur: Rut Reginalds Gamli bœrinn minn Hverg' í heiminum er ég sáttari en í bænum sem fóstraði mig. Ennþá virðist hann samur við sig. Alla tíð hafð'ann áhrif á mig. Sumir rífast þar en allir þrífast þar þó að stundum sé skýjað og kalt. Lánið þarf ekki að vera svo valt þó að ekki sé kosið á allt. Niður götuna geng ég, verð var við svo margt - og rakarinn raular sitt lag. Yfir gangstétt fer kona svo dreymin á svip. Hún á stefnumót síðar í dag. Þarn' eru nýjungar, gamlir töffarar. Sumir hlæja, slá öll'upp í grín meðan augum er skotrað til mín. Er ég - í þeirra augum tómt grín? Götuna geng ég og nýt þessa alls. Fyrr en varir allt breytir urn brag. Túnið fyllist af fólki sem svífur í vals Svo syngj'allir saman eitt lag. Gantli bærinn minn. Gamli bærinn minn. Öll syngjum þér saman eitt lag. Ennþá virðist þú samur við þig, gamli bærinn sem fóstraði rnig. La la lala læ, La la lala læ... Öll við syngjum þér saman eitt lag. Hérer hamingjan ríkjandi' í dag og við syngjum þér saman eitt lag. Hér er hamingjan ríkjand' í dag og við syngjum þér saman eitt lag. Lag: Gunnar Þórðarsbn Texli: Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson Söngur: Hljómar 2005 SBK hópterðir / bllaleiga / ferðaskrifstofa • Grófin 2-4 • 230 Keflavík • Reykjanesbær • Sími 420 6000 • Fax 420 6009 • sbk@sbk.is hópferðir • bílaleiga • ferðaskrifstofa FAXI 13

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.