Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.2006, Blaðsíða 6

Faxi - 01.09.2006, Blaðsíða 6
Rétt norðan við Innri Njarðvíkurkirkju kúrir forvitnileg stytta afsitjandi manni með tvö börnfyrir framan sig. Listaverkið sem var gert af Ríkharði Jónssyni, lœtur ekki mikið yjir sór og stendur ckki við alfaraleið. Styttan eraf merkum manni, Jóni Þorkelssyni (Thorkellii), Islandsvini og skólameistara í Skálholti sem fœddist og ólst upp í Innri Njarð- vík. Jón arfieiddi heimabyggð sína af öllum veraldlegum eigum sínum, sem að samanstóð af peningum sem hann hafði safnað sjálfur saman og fékk að arji eftir lát foreldra sinna og alla þá bókareign sem hann var búinn að koma sér upp á námsárum sínum. Jón Þorkelsson Thorchillius Jón Þorkelsson fæddist árið 1697 að Innri Njarðvík, hann var einkabarn hjónanna Ljót- unnar Sigurðardóttur og Þorkels Jónssonar lög- réttumanns og bónda. A æskuárum Jóns eru í Njarðvík einungis tvö lögbýli, Innri Njarðvík og Tjarnarkot, einnig voru þar nokkur hjáleigubýli sem tilheyrðu höfuðbólinu Innri Njarðvík. Þor- kell faðir Jóns dó úr Stórubólu þegar Jón var 10 ára gamall og ólst hann upp í Njarðvíkum hjá móður sinni. Ljótunn var mikill kostakvenmað- ur, útsjónarsöm, dugleg og hélst henni afar vel á peningum svo hún varð verulega efnuð. Hún hafði mikinn metnað fyrir syni sínum og sendi hann ungan í skóla að Skálholti og studdi hann síðar þegar hann fór erlendis í nám. Þegar Jón sneri aftur til íslands eftir ellefu ára tjarveru, hefur hann efiaust verið einn lærðasi maður landsins, búinn að stunda nám erlendis, bæði í Danmörku og Þýskalandi. Það var siður margra lærðra manna í þá daga að nefna sig latnesku eftirnafni og kallaði Jón sig Thorchillius sem er latneska nafnið á Þorkelsson. Móðir skrifar bréf Ljótunn móðir Jóns bjó alltaf ein með vinnu- fólki sínu í Njarðvi'k og hefur eflaust verið fegin að fá soninn heim aftur. Um það leyti sem Jón kemur heim frá námi var laust embætti skóla- meistara í Skálholti og skrifaði Ljótunn skóla- yfirvöldum bréf þar sem hún sótti um þá stöðu fyrir hönd Jóns og viti menn liann fékk starfið. Jón hefur gert sér miklar væntingar um skólann og hefur eflaust átt góðar minningar þaðan frá sínum skólaárum. Þegar að Skálholti kom beið hans mikil vinna og inikið ábyrgðahlutverk, því í skólanum stunduðu 20-30 tápmikíir strákar nám sem voru á aldrinum 16 til 23 ára. Miklar vonir bundnar við þessa nemendur, þeim var beinlín- is ætlað að verða forráðamenn þjóðarinnar. Jón eflaust talið sig vera ábyrgan fyrir framtíð strák- ann og þar með þjóðar sinnar. Ástand skólans var ekki gott, skólahúsið sjálft var farið að láta verulega á sjá og varla fok- eða vatnsþétt, litlir peningar voru áætlaðir til rekstur hans og Jón sjálfur yrði eini kennarinn með einn mann sér til aðstoðar. Jón var mjög reglusamur og siðavandur maður sem að endurspeglaðist í kennsluaðferðum hans. Sem dæmi var Jón alfar- 6 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.