Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.2006, Blaðsíða 12

Faxi - 01.09.2006, Blaðsíða 12
óri Jónssyni formanni Lj ósanæturnefiular'o£lagði fyrir hann Faxi náði tali af Steinþ nokkrar spurningar í tilefni af Ljósanótt 2QÓ^^Linnig^látuni yið fylgjafmeð nokkrar myndirtsem Arnar Fells tóká^síðustu LjósairóítiflMgHBflP^' -rj yj Sástu rtokkurn tíma fyrir þér ad Ljósanótt slíkur stórviðburður sem raun liefur orðið á? Nei, og langt frá því. Það er einmitt þess vegna sem við bæjarbúar gleðjumst yfir því á hverju ári hve vel hefur til tek- ist og fögnum sívaxandi áhuga á hátíðinni, bæði hjá okkur sem hér búum og þeim sem heimsækja okkur á Ljósanótt. Og þó gestir hátíðarinnar séu eins margir og raun ber vitni þá eru það líka aðrir þættir sem skipta máli þegar talað er um stórviðburð sbr. fjöldi atriða, glæsilegir viðburðir og sú mikla menningin sem við nú upplifum í heila fjóra daga. Hvaða spor finnst þér helst að Ljósanótt- in Itafi markað ( bcejarlífið? Það er engin spurning í mínum huga að sú mikla samstaða sem varð til og vilji íbúa Reykjanesbæjar til að leggja sig fram stendur uppúr þegar maður horfir til baka. Þetta er hátíð fjölskyldu og menningar þar sem allir geta fundið eitthvað sér til skemmtunar og fróðleiks. Sömuleiðis þær miklu framkvæmdir og umhverfisbreyt- ingar sem að hluta eiga sér stað fyrir hverja Ljósanótt, bæði hjá einstaklingum, fyrirtækjum og sveitaifélaginu. Þetta er að skila sér með sífellt fallegri bæ. Ég full- yrði að ekkert bæjarfélag geti státað af svo mikilum framförum á jafn skömmum tfma og Reykjanesbær. 12 FAXI Okkur á Faxa finnst mjög áhugayerð ein nýung sem verður á þessari Ijósanótt, þ.e. árgangagangan. Getur þtí útskýrt það fyr- irbceri nánarfyrir lesendum blaðsins. Það er nú orðið ljóst að Ljósanóttin er há- tíð endurfunda en auk fjölskylduboða um allan bæ hafa gamlir vinir og skólafélagar verið að hittast í bænum yfir helgina og fyrir marga stendur það uppúr öðrum upp- ákomum. 1 ljósi þess fjölda sem nú sækir hátíðina heim er Ijóst að ekki er mögulegt að rekast á alla þá sem gaman væri að hitta. Því hefur verið ákveðið að á laugar- deginum klukkan 13:00 er fólk úr hverjum árgangi fyrir sig hvatt til að koma saman við Hafnargötuna þannig að árgangur '56 hittist við Hafnargötu 56 o.s.frv. Þar getur fólk spjallað saman í hálftíma eða svo og e.t.v. mælt sér mót t.d. síðar um daginn. Síðan mun árgangur '90 leiða skrúð- göngu niður Hafnargötuna og taka með sér hvern árganginn af öðrum niður að aðal- sviði Ljósanætur. Þannig mun skrúðgang- an fá einstakan blæ þar sem aldur ræður niðurröðun göngumanna. Við viljum ítreka að allir bæjarbúar og gestir eru velkomnir og er það von okkar að þessi uppákoma verði til framtíðar að skemmtilegri viðbót á Ljósanótt . Til þess þurfa þó sem flestir að vera með og hvetja vini, kunningja og gesti til að taka þátt. HH.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.