Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.2006, Blaðsíða 9

Faxi - 01.09.2006, Blaðsíða 9
Reknetaveidar. - Dráttur er hafinn og dágóö veiði tírvar samtaka áhöfn til dáða við að hrista úr,- Dæmigerður lítill reknetabátur á landleið með góðan afla. -Tjörubelgirnir frammá og reknetatross- an aftur á hekki,- Þá var notað smjörlfki til að hreinsa sig nieð. Oft þegar kom út í fjörðinn og sjóveikin komin, hiin lét ekki standa á sér, fór maður að huga að belgj- unum og blása. Það var ekki þægilegt enda var maður eins og vindlaus belgur þegar búið var að afgreiða 3-4. Bátarnir sex, sem fóru frá Kefiavík norður til reknetaveiða þetta sumar voru; Öðl- ingur, skipstjóri Axel Pálsson; Goðafoss, skip- stjóri Sigurbjörn Eyjólfsson; Stakkur, skipstjóri Þorsteinn Eggertsson; Arnbjörn Ólafsson, skip- stjóri Einar Guðbergur Sigurðsson; Jón Guð- mundsson, skipstjóri Ólafur Soliman Lárusson, og Bjarni Ólafsson, skipstjóri Albert Bjarnason. Þessir bátar voru 15 til 25 tonn að stærð, allir byggðir sem dagróðrabátar, en ekki til að búa í enda kröfurnar sama og engar. Þegar búið var að draga netin og hrista síldina úr fór ég niður að laga kaffi, sem var ketilkaffi. Mér fannst lyktin alveg ógurleg. Þegar það var búið setti ég kart- öfiur á kabyssuna, var með spotta í allar áttir til að potturinn héldist á sínum stað. Þá var það grauturinn og síðan saltfiskur eða síld, soðin eða steikt. Kjöt var tvisvar í viku. Eins og sagði voru kröfurnar litlar sem engar enda harla ósanngjarnt að vænta mikils, þegar 14 ára krakki er kokk- ur. Strákar eru kallaðir krakkar núna þó þeir séu orðnir 17-18 ára. Sextán ára varég farinn að róa sem varasjómaður á vetrarvertíð, alltaf sjóveikur meira og minna. Það var eins og ég lenti alltaf í verstu veðrunum. Mér fannst alveg lúxus að sleppa við allt kokkaríið. Á vetrarvertíð voru menn með svokallaða matarkassa, sem í var kannski mjólkurfiaska, kjötbiti, brauð og harð- fiskur. Þetta var gleipt í sig skítkalt, þá var ekkert verið að fást um það. Sjómennskan er ekkert grín Ég var stundum að pæla í því, seinna meir, hvort þessi þráláta sjóveiki stafaði ekki líka af næringarskorti, þegar ekki var hægt að koma neinu niður í sig. Þessi sjóveikiskvilii lagaðist smám saman í þessi 50 ár sem ég var á þess- um bátkoppum. Það er kannski spurt. Af hverju fórstu ekki í land'? Ég veit það ekki. Þetta var það sem ég vildi. Þó ég losnaði aldrei alveg við þennan kvilla, þá vandist maður að lifa með hon- um. Ég prófaði að vera á togara á stríðsárunum. Þeir voru þá kolakyntir og siglt var með aflann á Englandsmarkað og þénustan var oft góð, samt vildi ég heldur vera á bátunum. Ég var frá fyrtu tíð handgenginn sjónum. Því til vitnis er, að 11 ára var ég sendur í sveit. Þar leiddist mér alveg hroðalega og var kominn heim aftur eftir vikuna. Ég kom með bílnum suður seint um kvöld og eldsnemma morguninn eftir var ég kominn niður á bryggju og ofan í tjöru. Þar var mín sveit. I þá daga var algengt að konur fóru norður í síld á sumrin. Mamma fór norður skömmu eftir að ég gafst upp í sveitinni og tók hún mig þá með sér og einnig tvö næstu sumur, þegar ér 12 og 13 ára. Mæður tóku oft með sér strák eða stepu og létu þau hjálpa sér við söltunina. Svoleiðis líf átti við mig. Ég man þetta allt eins og það liafi gerst í gær, þess vegna er gaman að láta hugann reika og pára þetta niður. Við eru tveir eftirlifandi af þessum sjö sem vorum skipsfélagar fyrir sjötíu árum. Þegar ég var orðinn sextíu og fjagra ára hætti ég á sjó, fannst vera komið nóg. Eftir það vann ég í landi við veiðarfæri í sextán ár. Ég lield að hvergi hafi verið um neina vorkun- semi að ræða, þótt sjóveikin hatí verið annar vegar. Ábyggilega er ekkert betra að láta vor- kenna sér. Það var ekki hlaupið frá vinnunni þegar upp úr sauð. Þá var bara kúgast í hend- urnar á sér og haldið áfram að vinna. Ég varð að hleypa í mig vonsku og hundskamma sjálfan mig og bölva bara nóg til að gefast ekki hrein- lega upp. Vissulega er það satt sem í vísunni stendur: „Sjómennskan er ekkert grín”. Það sá maður oft á veturna í norðaustan ruddaveðri og hörku gaddi. Skrítið að nokkur maðurskuli velja svona vinnu. Ég vildi ekki neitt annað. Aldrei fór ég á völlinn eins og margir vom gráðugir í. Benedikt B. Gudmundsson FAXI 9

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.