Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.2006, Blaðsíða 16

Faxi - 01.09.2006, Blaðsíða 16
út fiskibátinn Steinunni gömlu. Kaupfélagið ákvað fljótlega að ráðast sjálft í útgerð og árið 1957 var Faxavíkin keypt, hin fyrri af tveimur samnefndum bátum. Margreyndur sjósóknari, Guðjón Jóhannsson, var ráðinn sem skipstjóri. Gert var út á línu á vertíð, farið norður á sfld og reknetaveiðar stundaðar á haustin. Næsti bátur hraðfrystihússins var Helguvík, smíðuð í Svíþjóð eins og Faxavík. Magnús Bergmann, sá annálaði aflamaður, var ráðinn skipstjóri á þenn- an bát og gegndi því starfi þangað til frystihús- ið keypti Bergvíkina nýja frá Danmörku 1960. Meðal annarra valinkunnra skipstjóra á bátaflota HK voru þeir Grímur Karlsson og Isleifur Guð- leifsson. Um 1960 fór suðurlandssíldin að veiðast í nót og hleypti hún miklu lífi í starfsemi hússins, en síldin veiddist á haustin og jafnvel fram yfir ára- mót. A þessum tíma tok einnig þorskanetaveið- in í vaxandi mæli við af línuveiðum. Fljótlega uppúr 1960 kom kraftblökkin til sögunnar. Lét þá Stóra-Milljón smíða stálskipið Hamravík í Noregi og tók Magnús Bergmann við skipstjórn hennar. Frystihúsið var á þessum árum með marga viðlegubáta frá Austtjörðum og Eyjafirði, Hring frá Hafnarfirði og Freyju úr Garði. Vel gekk hjá flestum þessara báta og nýir möguleikar opnuðust á sviði útgerðar. Sem dæmi má nefna að Benedikt Jónsson og Ólafur Bjömsson, út- gerðarmaður, gerðust á þessum árum brautryðj- endur í veiðum og verkun á humri. Uppúr 1960 fóru blómlegir tímar í hönd fyrir frystihúsið. Mikið hráefni barst á land og fjöldi manns stundaði þar vinnu, sennilega allt að 200 þegar mest var - þar með talið verkafólk í landi, sjómenn og skrifstofufólk. Sonur Benedikts, Jón Benediktsson, var útgerðarstjóri hússins lengst af og honum til aðstoðar voru m.a. þeir Valdimar Axelsson og Gunnar Guðlaugsson. Gríðarmik- il vinna var í kringum útgerðina - öllum bátum sem þar lögðu upp þurfti að útvega veiðarfæri. Mikinn útbúnað þurfti í sambandi við netin og Eftir brunann í Stóru-Milljón 14. maí 1965 varð að bygjýa frystihúsið upp að nýju var Jón Eyjólfsson, faðir Benedikts, drjúgur og verkhygginn liðsmaður á því sviði til æviloka 1969. A þeim tíma sem Hraðfrystihús Keflavíkur stundaði útgerð átti það eða gerði út 10 báta í lengri eða skemmri tíma. Lengst átti liúsið bátana sem það lét smíða sjálft, þ.e. Bergvfk og Hamravík. Tjón af bruna og óhagstæð gengisþróun Mikið brunatjón varð í frystihúsinu af völdum sprengingar í vélasal hússins 1965. Tjónið var tilfinnanlegt og öll starfsemi þess lagðist niður um tíma. Þegar þetta skeði hafði verið ákveðið að reisa mikla viðbótarbyggingu við hraðfrysti- húsið og höfðu teikningar verið gerðar og kostn- aðaráætlun lá fyrir. Óhappið flýtti án efa nokkuð fyrir þessum framkvæmdum. Endurbygging var hafin strax og innréttingum hraðað með það fyrir augum að rekstur hússins og starfsemi gæti að einhverju leyti hafist í byrjun næstu vertíðar. A áttunda áratugnum olli óhagstæð gengisþró- un og minnkandi afli útgerðinni í landinu vax- andi erfiðleikum. Mjög dró úr þorskveiðum upp úr 1970 og hrun síldarstofnsins í byrjun áratug- arins magnaði örðugleikana sem við var að etja. Togaraútgerð HK hófstárið 1974þegarAðalvík- in var keypt ný frá Spáni. Samkvæmt kjarasamn- ingum útgerðarinnar og verkalýðsfélaganna áttu frystihúsin að sjá til þess að vinna væri stöðug og talið var að togarnir gætu tryggt þetta betur en bátarnir. Útgerðarsagan breytist á þessu tímabili með þeirn hætti að eftir 1980 hætti HK að gera út mótorbáta. Meginástæðan var minna fiskirí og aukinn tilkostnaður. Togarar voru lausnarorðið á þessum tíma og afráðið var að kaupa annan tog- ara, Bergvíkina, 1979. Bergvíkin var notað skip og komin af blómaskeiði. Hún reyndist dýr í við- haldi og auk þess var Aðalvíkin einnig byrjuð að kalla á aukið viðhald og kostnað því samfara. Báðir þessir togarar voru seldir 1988 eftir lang- varandi rekstrarerfiðleika. í árslok 1982 lét Benedikt af starfi sem fram- kvæmdastjóri HK en gegndi þó áfram starfi við húsið, m.a. sem ráðgjafi um daglegan rekstur. Guðmundur Maríasson var ráðinn í stað Bene- dikts og gegndi framkvæmdastjórastarfinu til ársins 1983 en þá tók Helgi Jónatansson við þessu starfi. Davíð Guðmundsson tók við starfi aðstoðarframkvæmdarstjóra frystihússins í árs- byrjun 1981. Síðasti framkvæmdastjóri HK var Ingólfur Falsson. 16 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.