Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.2006, Blaðsíða 20

Faxi - 01.09.2006, Blaðsíða 20
s.s. minjar tengdar sjúkrahúsum, skólastarfi, ólíkum samfélagshópum og félagastarfi svo ein- ungis fátt eitt sé nefnt. Tækniþróun er ör þannig að vandasamt er að ákveða hvaða tæki skiptir máli að varðveita. Hversu mikið á að safna af fjöldaframleiddum hlutum? Ný efni hafa komið til sögunnar sem vekja spumingar um varðveislu enda takmörkuð reynsla um hvernig efnin eldast og hvernig eigi að meðhöndla þau. Þetta kallar á margvíslega sérhæfingu sem er ekki endilega öll til staðar í safninu hverju sinni. Stærsta vanda- málið hefur þó verið að fæst byggðasöfn hafa haft nægilegt húspláss fyrir samtímann. Hús- næðið reynist yfirleitt of lítið, þröngt og aðgengi erfitt. Það er reyndar ljóst að það getur ekki verið markmiðið að öll byggðasöfn landsins safni öllu er varðar 20. öldina. Undanfarin ár hafa þau söfn sem sækja um styrki til Safnaráðs orðið að skila inn söfnunarstefnu. Söfnunarstefnan markar ramma utan um starfsemi safnsins í henni er til- greint, t.d. hvort safnið sé svæðisbundið, bundið ákveðnu tímaskeiði, hvaða safnflokkum safnað er frá (s.s. munir, ljósmyndir, skjöl, listgripir o.s.frv.). Þá er tíundað hvort lögð sé áhersla á einhver sérstök þemu. Söfnunarstefnu ber að endurskoða á 4 ára fresti. Ákvörðunarferlið Stefnumörkunin er þó fyrst og fremst ramm- inn utan um starfsemina. Mikilvægt er einnig að kanna hvernig ákvörðunarferli innan safnanna er háttað. Þegar ákveðið er hvaða hluti á að taka til varðveislu. Fyrst er spurt hvort hann falli undir söfnunarstefnuna. Ef hann gerir það þá er safn- skráin skoðuð og ef t.d. töluvert magn er til af sambærilegum hlutum er líklegt að ekki sé tekið við honum. En í sumum tilfellum hafa hlutir yfir sér eitthvað yfirbragð sem speglar söguna sér- staklega vel, hafa þeir þá mikið sögulegt gildi. Margir hlutir sem eru lúnir af notkun hafa yfir sér andblæ sem ekki verður náð með ónotuðum hlutum. Gestur á safnsýningunni upplifir sög- una mun sterkar ef hlutirnir sýna notkunina með þessum hætti, þannig hafa sumir hlutir mikið miðlunargildi. En það verður líka að hugsa um forvörslu þótt við viljum fremur notaða hluti en nýja þá getur verið afar kostnaðarsamt að gera við mikið laskaða hluti. í ákvörðunarferlinu er vísað til gilda sem ein- ungis verða tengd safninu sjálfu. Hver eru þessi innri gildi safna? Varðveisla samtímans Eins og áður er vikið að þá eru byggðasöfn fyrst og fremst staðbundin söfn, innsta gildi slíkra safna er því ætíð það samfélag sem þróast hefur á því landsvæði sem safnið nær yfir. Þann- ig verður það sem helst einkenndi samfélag- ið það sem verður mikilvægast að safna. Hinn þrívíði heimur safngripsins er afar mikilvægur þáttur. Safngesturinn kemst í snertingu við löngu liðna tíð með því að skoða sýningar safnsins. En helsti styrkleiki safnsýninga er einmitt ef safn- gesturinn nær að upplifa söguna. Þannig geta vel heppnaðar sýningar orkað á öll skilningavit- in og víkkað þekkinguna á liðinni tíð. Upplifun er kannski svo Iftið snúið hugtak í þessu sam- hengi. En hún felur ekki bara í sér að rífa upp tilfinningar safngestsins, heldur miklu fremur að opna eins konar “samskipti” milli gestsins, hugarheims hans og þess sem sýnt er. Safnsýn- ingin vekur upp persónulegar minningar, tengir jafnvel saman minningarbrot í huga gestsins og þegar best lætur opnast veröld sögunnar fyrir hugskotssjónum gestsins. Allt annað sem hann veit og þekkir fær nýja og dýpri merkingu. Samtíminn er þannig inn í söfnum svo lengi sem gesti ber að garði og sýningar eru vel heppn- aðar. En varðveisla samtímans er flókið verkefni og snertir miklu stærri þætti en hlutina eina sér. Til dæmis má benda á þá umfangsmiklu sögu sem tengist veru Bandankjamanna hér. Sú saga er ekki bara áhugaverð, hún getur líka verið erfið og sársaukafull. Með því að varðveita nægilega stóran hluta hennar þá verður okkur betur kleift að átta okkur á hvaða hlutverk varnarliðið spilaði í mótun samfélagsins hér og með miðlun þeirrar sögu gefst kostur á að Ijúka þessum kafla, gera upp og halda á vit nýrra ævintýra. 20 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.