Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.2006, Blaðsíða 3

Faxi - 01.09.2006, Blaðsíða 3
Jarðabók Árna Magnússonar hefur ekki verið véfengd að þessu leiti svo ég viti en sagan segir að Árni hafi sjálfur farið um Suðurnesin árið 1702. Til að átta sig enn betur á mikilvægri legu Innri-Njarðvíkur þá kom hingað árið 1810 skoskur maður Mackency að nafni. Hann ritaði sögu af ferðum sínum um Reykjanesið. Hann sagðist hafa komið við í Njarðvík sem væri stórt sjávarþorp „en þar er margt vermanna úr uppsveitum” að því er hann segir. I ferðabók- inni segir svo m.a.: „Ekki færri en 300 bátar af ýmsum stærðum eru gerðir út frá Njarðvík. Sagt er að fólksfjöldinn fari stundum yfir tvö þúsund þegar flest lætur yfir vertfðina, en ann- ars eru þar innan við tvö hundruð manns. Miðin eru skammt undan landi og fiskurinn sem þar veiðist er álitinn betri en fiskur veiddur annars- staðar.” Þetta er mikill mannfjöldi á þessa tíma mæli- kvarða þegar landsmenn eru um 60 þúsund. Það samsvarar því að í lnnri-Njarðvík væru 10.000 manns í dag á vertíð. Af fyrrnefndum ástæðum tel ég meiri lfkur fyrir því en minni að í Innri-Njarðvík hafi verið stórbýli frá landnámi og kirkjustaður frá því um árið 1000. Þegar talað er um kirkju í þessu sambandi á ég við stafkirkju eins og höfðingjar á 11. öld reistu ájörðum sínum. Kirkjuhaldarar í Njarðvíkurkirkju Fátt er til um kirkjuhald hér á fyrstu öldum eftir kristnitökuna en vitað er að staðurinn er kominn undir konung á 16 öld. Árið 1666 flutti til Innri-Njarðvíkur maður að nafni Jón Halldórsson frá Járngerðarstöðum í Grindavík ásamt konu sinni Kristínu Jakobsdóttur. Þetta er í tíð Brynjólfs biskups Sveinssonar í Skálholti og Hallgríms Péturssonar sálmaskáldsins góða sem hafði búið nokkrum árum áður á Bolafæti í Ytri-Njarðvík. Jón var lögréttumaður sem sam- svarar þingmennsku í dag. Jón varð strax mjög áhugasamur um kirkjuhald í Innri-Njarðvík og að hans frumkvæði var endurreist hér kirkja og tékk hann blessun Btynjólfs biskups til þess en kirkjuhald hafði þá legið niðri í Njarðvík- urkirkju að því er virðist um nokkurt skeið. Þessi mikli áhugi fyrir að viðhaldi kirkju í • nnri-Njarðvík hélst innan ættar Jóns Halldórs- sonar í 300 ár. Sonur Jóns, Þorkell sem fyrr er getið tók við sem kirkjuhaldari til ársins 1701 og síðan Guðlaug Jónsdóttir systir hans og Rafn Gíslason maður hennar. Kristín Rafnsdóttir og hennar maður Sveinbjörn koma næst og svo Egill Sveinbjarnarson til 1808 og að honum gengnum bróðir hans Ásbjörn til 1819. Sonur Ásbjarnar, Olafur er næsti kirkjuhaldari og þá sonur hans Ásbjörn til ársins 1900 og að lokum Helgi sonur hans sem deyr árið 1953. Það er ekki hvað síst fyrir framtakssemi og framsýni Asbjarnar Ólafssonar að við eru hér í dag og höldum upp á afmæli þessarar kirkju sem hann lét reisa úr steini fyrir 120 árum. Mestu menntamenn samtímans Ætt Jóns Halldórssonar og Kristínar Jakobs- dóttur hafði einnig mikil áhrif á landsvísu og frá 1.. ■ r' 1 J|§ llg M■ 11 m i Frá 17. júní hátídarmessu í Njarövíkurkirkju 1977. Aki Gránz, formaður þjóöhjátíöarnefndar, flytur ávarp. lijá honum er sr. Páll Þóröarson. A fremsta hekk sitja hjónin Einar Jónsson og Hufdís Garðars- dóttir, sem héldu barni sínu, Onnu Huldu, undir skírn við þetta tœkifceri. Altaristaflan í Njarðvíkurkirkju er eftir Magnús A Arnasonfrá Narfakoti. Taflan crfrá 1986. henni eru komnir einhverjir mestu menntamenn þjóðarinnar á sinni tíð. Upplýsingin er sú hugmyndafræði sem hafði mest að segja um þær breytingar sem urðu í Evrópu á síð miðöldum úr afturhaldssömu bænda- og höfðingjasamfélagi til lýðræðis og fjölþættra atvinnuhátta. Þessi stefna á rætur sínar í Frakklandi frá seinni hluta 17. aldar. Þær hugmyndir sem þessari stefnu tengdust breidd- ust fljótt út og voru farnar að hafa rnikil áhrif í Danmörku á 18. öld. í upphatí þeirraraldar var við nám í Kaupmannahöfn einn af sonum Innri Njarðvíkur Jón Þorkelsson eða Thorchillius (1697-1759). Jón var sonur Þorkels Jónssonar lögréttumanns og Ljótunnar Sigurðardóttur rík- ustu bænda á Suðurnesjum eins og fyrr er getið Jón Thorchillius er talinn meðal þeirra Islendinga sem fyrstur varð fyrir áhrifum frá upplýsingunni. Hann vareinn menntaðasti maður þjóðarinnar á sinni tíð og mjög agaður embættismaður sem rektor Skálholtsskóla og hafði hann mikil áhrif á fslandi. Jón var ekki mikill lýðræðissinni heldurfrekar í þeint anda upplýsingarinnar að með meiri menntun og aga liði þjóðinni betur. Eitt megin inntak upplýs- ingarinnar vareinmitt trú manna á mikilvægi fræðslunnar og góðs uppeldis, en að það mótaði einstaklinginn mest. Jón tileinkaði líf sitt upp- fræðslunni sent rektor í Skálholti og gaf allar eigur sínar til uppfræðslu barna. Systursonur Jóns var Ólafur Gíslason biskup í Skálholti. Hann þótti duglegur biskup og mannasættir enda ekki mikil átök í kringum hann. Guðlaug systir Jóns var amma Egils ríka Sveinbjamarsonar í Innri-Njarðvík sem var aftur faðir Sveinbjarnar rektors Mennlaskólans í Reykjavík, skálds og þýðanda fæddur 1791. Sveinbjörn var einn best menntaði maður sam- tímans og sagður kunna skil á 17 tungumálum. Hann þýddi 17 af ritum Biblíunnar á íslensku og segir Jón Böðvarsson að sú þýðing sé besta biblíuþýðing sem gerð hefur verið. Hann þýddi einnig Hómerskviður ásamt mörgu öðru. Hann orti mörg þekkt kvæði m.a. Fljúga hvítu fiðrildin og Nú legg ég augun aftur. Þekktasti sálmur hans er Heims um ból. Um Sveinbjörn blésu harðir vindar sem rektor Menntaskólans í Reykjavík en hann þótti agaður og vinnusamur eins og frændi hans Jón hafði verið. Sveinbjöm var faðir hins merka rithöfundar Benedikts Gröndal. Egill rfki var langafi Ásbjarnar Ólafs- sonar. Endurreisn Njarðvíkurkirkju Þegar Jónína Hermannsdóttir bað mig að segja nokkuð frá Njarðvíkurkirkju lánaði hún mér segulbandsupptöku frá 90 ára afmælishátíð kirkjunnar 1976 og vígslu safnaðarheimilis hennar. Þessi upptaka hefur að geyma ræður og ávörp margra mætra manna. FAXI 3

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.