Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.2006, Blaðsíða 7

Faxi - 01.09.2006, Blaðsíða 7
ið á móti því að skólapiltar, hvort sem þeir væru útskrifaðir eða ekki tækju að sér þjónustu emb- ættismanna þá sérstaklega sýslumanna. Hafði hann mikið til síns máls því mikill drykkjuskap- ur var á ineðal sýslumanna á þeim árum. Átti Jón í útistöðum við yfirvöld vegna kennsluaðferða sinna. Trúlega hefur þetta verið erfitt verk á þeim tíma. Jón sinnti ýmsum störf- um meðfram kennslunni og sagði sjálfur að hann hefði lagt hönd á bókmenntastörf í hjáverkum. Þessi hjáverk voru engin smásmíði því ásamt öðru þá stundaði hann latínu kveðskap. Eitt af stóm verkunuin hans var Islendingadrápa sem er 1828 vers og byrjar á: Sat ég undir fiskihlaða föður míns, sem eru einkunnarorð gamallar þulu. í upphafi drápunnar virðist Jón hverfa aft- ur til bernskuáranna í Njarðvíkum og lætur hug- ann reika aftur í aldir og allt fram til ársins 1720. Mjög trúlega hefur Jón hugsað sér að þessi drápa yrði notuð til kennslu í íslandssögu. Jón samdi einnig Gullbringuljóð sem er 712 vers þar lýs- ir höfundur gæðum og fegurð Gullbringusýslu. Þessi tvö verk eru bara lítill hluti af öllu því sem Jón tók sér fyrir hendur í Skálholti. Sukksamir sýslumenn Þegar Jón hafði sinnt skólameistaraembætti í átta ár þá var honum stefnt vegna afskifta hans af atvinnuháttum skólapilta. Hafði skólameist- ari eins og fyrr er sagt, verið á móti því að nem- endur gengju í þjónustu embættismanna þá sérstaklega sýslumanna. Taldi Jón að samneyti við sukksama sýslumenn leiddi þá til óreglu og spillingar og gekk hann svo langt að vilja helst ekki útskrifa pilta sent það gerðu. Þótti yfirvöld- um hann ganga heldur langt í strangleika sínum. Jóni varð heitt í hamsi vegna þessa og lét þung orð falla sem voru sfðan notuð gegn honum fyr- ir rétti. Málalyktir urðu þær að málið var látið niður falla en hann mátti samt ekki hafa afskifti af því að nemendur tækju að sér sumarstörf fyr- ir opinbera embættismenn. Þetta harkalega mál lagðist þungt á skólameistarann og hafði það lamað skólahaldið í nokkurn tíma. Jóni var nóg boðið og sagði skólameisraembættinu lausu árið 1737 og ákvað að fara af landi brott. Efling mcnntamála Jón kom við og kvaddi móður sína Ljótunni sem var þá flutt að Kirkjuvogi í Höfnum og bjó þar í húsi sem var kallað Ljótunnarskemma. Jón sigldi síðan til Kaupmannahafnar og sá ekki móður sína aftur, því hún dó tæpum tveimur árum síðar. Helsta áhugamál Jóns var að stuðla að betri þjóðfélags-, skóla- og menntamálum Islendinga. Átti hann sér m.a. draum um að hér yrði til land- læknisembætti og háskóli. Eitt fyrsta verk hans við komuna til Kaupmannahafnar var að fara á fund þeirra ntanna sem létu skólamál til sín taka, og var honum vel tekið og lofað að þar yrði gerð bragabót á. Jóni var létt við þessar undirtektir eins og hann segir sjálfur frá: „ ..mér var svo rótt í skapi, að allur ferðakostnaður og erfiðismunir, sem og hin langa og oft leiða Hafnardvöl mín hafði í för með sér, varð eins og ekkert í augunt mínum". Lýsir Dagbjört Óskarsdóttir flytur erindi á sagnakvöldi sem Leiðsögumenn Reykjanesbæjar héldu í Njarðvík- urkirkju. ■éAú ■ t-** > /’r Minnismerki um Jón Þorkelsson Thorchillius við Njarðvíkurkirkju. þetta einskærum áhuga hans á velferðarmálum á Islandi. Jón hafði mikinn hug á að fara heim til íslands til að laga þessi mál og byrjaði á að skrifa skýrslu um þau málefni sem þurfti að breyta á Islandi að hans mati. Skýrslan, sem var í 25 liðum, lýsir vel ástandi þjóðarinnar á þessum tíma. Hún var síðan send til réttra aðila í Kaupmannahöfn. Varð svo úr að konungur Danmerkur ákvað að senda mann til íslands til að rannsaka þar mennt- unarástand þjóðarinnar. Til fararinnar var valinn ungur danskur prestur, Harboe að nafni og Jón sjálfur sem fór með sem túlkur og ritari. Þegar þeir komu til landsins var þeint mjög illa tekið, ýmsar óvildarsögur höfðu gengið manna á meðal áður enn þeir stigu hér á land og mættu þeir mikilli óvild til að byrja með, eink- um á meðal opinberra embættismanna sent vildu meina að þeir væru hingað komnir til að ófrægja þá fyrirdönskum yfirvöldum. Þessi óalda rénaði þegar frá leið. Hlutverk þeirra Jóns og Harboe í þessari rannsóknarför var m.a að taka út aðstöðu og kennslugögn í Skálholti og að Hólum sem var eins og þeir komust að í meira lagi léleg. Annað hlutverk þeirra var að mæla fræða - og lestrarkunnáttu í landinu. Þeir ferðuðust vítt og breitt um landið og tóku viðtöl við presta og alþýðufólk. Lauk síðan þessu verkefni árið 1745 eftir fjög- urra ára dvöl á landinu og héldu þeir félagar þá til Kaupmannahafnar. Rannsóknarförin leiddi af sér mikinn fjörkipp í menningu þjóðarinnar, t.d varð gjörbreyting til batnaðar á skólahaldi latínuskólanna, námstími var lengdur og aðbúnaður kennara var bættur. Einnig var stofnað hér landlæknisembætti, 20 árum eftir sendiförina. Menntun ulniúgabarna Jón lést árið 1759 og lét hann eftir sig jarðeign- ir, dágóða peningaupphæð og ánafnaði Njarð- víkurkirkju bókaeign sinni. Fyrir jarðeignirnar og peningana kom Jón því þannig fyrir áður en hann dó, að stofnaður yrði sjóður sem kallaður yrði Thorchillii-sjóður. Markmið sjóðsins átti að vera að stuðla að betri menntun á almúgabörn- um í hans heimahéraði, Gullbringusýslu, og bókasafnið ánafnaði hann Njarðvíkurkirkju. Af- drif Thorchillii-sjóðs og bókaeignar Njarðvík- urkirkju verða ekki gerð skil í þessari grein, en í stuttu rnáli, þá rýmaði sjóðurinn í tímans rás og bókaeignin skilaði sér aldrei til Njarðvík- urkirkju, en til garnans má geta þess að Thorc- hillii-sjóður hefur verið nokkuð digur því áætla má að á núvirði sjóðsins hljóðaði upp á 2-300 milljónirl! Jón Þorkelsson hefur verið mikill hugsjóna maður og trúr sannfæringu sinni sem var að lyfta mannlífi og menningu á íslandi á hærra plan. Ég tel það skyldu okkar að hlúa að minningu þessa mikla hugsjónamanns og halda nafni hans á lofti. FAXI 7

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.