Borgin - 01.01.1933, Síða 7

Borgin - 01.01.1933, Síða 7
á rúðunum, svo að hann grillir varla út á sjóinn. Hann verður ófrýnilegur í kvöld, segir drengurinn lágt. Hann er skelkaður. I sömu andránni dynur vind- kviða á kotinu og skekur það svo, að brakar í öllum viðum. Svo kemur önnur snörp liviða — og enn ein — og síðaii koma þær, hver á fætur annari, eins og óð og tið, hvínandi svipu- l'ögg. Drengurinn gengur til móð- ur sinnar. Kötturinn skriður dauðhræddur undir ofninn. Guð hjálpi piltunum okkar i kvöld og varðveiti þá! kalla þau bæði upp samtimis, af sárri angist. Þeim verður ekki vært í kot- inu. Þeim finst þau sjá menn í sjóklæðum með föl og afmynd- uð andlit, koma þrammandi inn til þeirra. Óhugnuður leynist í hverjum krók og kima og verður marg- falt ægilegri vegna óttans. Hug- irnir verða lamaðir af skelf- ingunni. Þau verða að fara út. Úti á eyðilegu Skaganesinu — í skjóli við naustið — standa þau og rýna út í óveðrið og kol- dimmuna, út á hamslaust liafið. Þau skeyta ekki storminum, sem rífur og tætir fötin þeirra, nje regninu, sem hellir yfir þau. Þau eru að skygnast eftir ást- vinunum, sem þau fá ef til vill aldrei að sjá framar. Hvcr mín- úta er sem eilífð. Brimið skellur á skerjunum, og lætur í eyrum sem drynj- andi þrumur. Hafið er alt einn drifhvítur kirltjugarður, sem alt vill gleypa. Snemma á aðfangadagsmorg- un höfðu þeir Skaganes-menn róið út á næstu fiskimið, til þess að afla sjer í soðið til jól- anna. Þeir afla vel, og formað- urinn dregur þessvegna í lengstu lög, að láta draga upp færin. Það er komið rökkur, þegar liann lætur vinda upp seglið. Báturinn heggur á undiröld- unni og seglið lafir niður og löðrungar siglutrjeð letilega. Það er líklega best að þið leggja út árarnar piltar. En formaðurinn var tæplega húinn að ljúka setningunni þeg- ar vindkviða þreif i seglið, fylti það og reif laust skautið. Grípið skautið! Setjið tvö rif! En hafið hraðan á, þrumaði hann. Það stóð ekki á því, að skipuninni væri hlýtt, og bát- urinn flýgur áfram eftir haf- fletinum eins og skotfældur sjó- fugl. Formaðurinn heldur um stýrissveifina með hægri hendi en hefir klóna í hinni vinstri og slarir móti storminum. Regnið lemur hafflötinn, og myrkrið grúfir sig yfir bátinn eins og kolsvört hætta. Alt í einu kreppir formaður- inn hnefann svo fast um stýri- 5

x

Borgin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Borgin
https://timarit.is/publication/691

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.