Borgin - 01.01.1933, Blaðsíða 16

Borgin - 01.01.1933, Blaðsíða 16
sjer, eða þá stjórn á sjer, að kyrsetjast eða þá fara til Ame- ríku“ (þ. e. Bandar. og Kanada). f sambandi við jiessi ummæli vil jeg taka lijer upp önnur eftir hinn mæta mann Jakob Hálfdánarson á Grímstöðum, er hann ritaði löngu síðar, en hann hafði frá því fyrsta verið í útflutningsfjelaginu, sem Ein- ar i Nesi stofnaði, og fylgst manna best með högum ís- lendinga í Brasiliu frá upphafi. „Ljóst er mjer nú“, segir liann, „að mannúðlegra var að benda löndum sínum til að nema land í Suður-Brasilíu, lieldur en í Kanada, eftir því sem jeg hefi kynst sögnum um fyrstu tíma landa vorra, sem til þessara beggja landa fluttu á 8. tug næstliðinnar aldar“. En þessa urðu menn ekki vísari fyr en löngu seinna, þeg- ar mestu fólksflutningarnir voru um garð gengnir. f raun og veru olli það úrslitunum, að Banda- rikin og Kanada höfðu launaða formælendur víðsvegar um land ið, sem tókst að draga upp enn- þá bjartari og meira aðlaðandi mynd af Norður-Ameríku, en Einar í Nesi og lians fjelagar gátu fundið af Brasilíu í þeim lieimildum, sem þeir höfðu yfir að ráða. Þeim gat ekki gengið annað til en sannfæring þeirra með að lofa það land, því ekki voru þeir launaðir, og Brasilíu- stjórn mun ekkert hafa gert til þess lijer á landi að laða menn þangað, nema það að bjóða ó- keypis far ákveðnum fjölda manna og svo ýms hlunnindi fyrir þá, sem kynnu að vilja setjast að við búskap þar syðra. Ekki var að tala um að fá ó- keypis far til Bandaríkjanna, og átti það að stala af því, að menn úr Norðurálfunni sæktust fremur eftir að fara til Banda- rikjanna heldur en til Brasiliu, „og ættu menn að liugsa sig vel um allar ástæður svo sem frá- breyttan lifnaðarliátl, loftslag, trúarbrögð o. fl. áður þeir leggja út í Brasilíuferð, sem jeg ekki tel eftirsóknarverða“ bætir einn „agentinn“ við. Það mun láta nærri, að um tiundi hluti þjóðarinnar hafi fiutt búferlum til Norður-Ame- ríku á fáum árum eftir að skriður kom á flutningana. Sáu þá föðurlandsvinir, að svo búið mátti ekki standa, landið mundi eyðast að fólki á skömmum tíma. Yildu sumir leggja fje- gjöld á þá, sem færu, eins og Haraldur konungur hárfagri gerði, er margir hinna göfugustu þegna lians flýðu til Islands. Ekki varð þó af því, en það tókst að opna augu fjöldans fyrir þvi, að þótt Amerika væri gott land, þá mætti margt að henni finna, og undir öllum kringumstæðum væri það oflof og skrum, sem „agentarnir41 sögðu um hana. Víðar er guð en í Görðum og víðar en í Ameriku getur manni vegnað 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Borgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Borgin
https://timarit.is/publication/691

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.