Borgin - 01.01.1933, Side 8

Borgin - 01.01.1933, Side 8
sveifina, að hnúarnir hvítna. Setjið öll rifin, piltar! Piltarnir hjástra við seglin með krók- loppnum krumlunum og hlóðga sig á járn-„kóssunum“ í segl- hrúninni. ()g það stendur heima, að þeg- ar þeir eru búnir að festa síð- asta rifið, dynur á vindhviða. sem þenur seglið svo, að það verður eins og gríðar-stór trumbu-belgur. Pað hvín óhugnanlega í siglu- köðlunum. Þeir eru strengdir eins og þrútnar og gildar sinar. Hafið er orðið eins og ferleg- ur, rjúkandi seiðketill. Formaðurinn er eins og klett- ur. Andlitsdrætirnir eru sem höggnir í stein, en hann er frán- eygur eins og ránfugl og sjer í gegnum særok og sorta. Hann veit, að hjer er að tefla um líf eða dauða, hann verður að sigra eða sökkva. Hann er cins og vikingur í atgöngu. Hver maður gætir síns starfs með huga og hönd. Þeir vita það allir, að bátinn getur fylt á hverju augnabliki. — Það er dauðinn. Dauðinn á aðfangadagskvöld. Itokurnar liamast á seglinu, það brakar og hrestur í siglunni og siglu-kaðlarnir emja óliugn- anlegan líksöng. Báturinn er ýmist á kafi of- an í öldu-djúpi og freyðir þá sjórinn í fossum inn j'fir horð- stokkana, eða þá að hann ríður í loftinu á hryggnum á risa-öldu og liendist síðan langar leiðir á nefið ofan í næsta öldu-dal. Alt i einu lieyra þeir ógurleg- an nið, sem í mörgum fossum væri — það er fyrsta grunn- brotið, og eru dunurnar svo miklar, að þær vfirgnæfa of- viðrið öðru hvoru. Báturinn tekur nú að nálgast blindskerin, og þá riður á því, að formaðurinn þekki þau á hrimhljóðinu, svo að hónum megi takast að stýra fram hjá hvérju einstöku þeirra í tæka líð. Sjórinn freyðir nú allur og fyssar, svo að stafnrúmsmaður getur læplega greint bátslengd framundan. Ljósglampi smýgur í gegnum sorta-vegginn í snöggum bloss- um. Yitaljósið í Sandey fram- indan! grenjar köguðurinn. Báturinn hendist yfir brotsjó, andartaki siðar skýtur blind- sker upp kolsvartri hrygg-krypp- unni fyrir aftan þá. Þarna mun- aði einu augnabliki að báturinn hefði farið í spón. Brýtur fyrir stafni! grenjar köguðurinn. Þar freyðir ferlegur l'oss, tæp- ir fjórar bátslengdir framundan. Formaðurinn víkur snöggt við stýrisveifinni. Báturinn læl- ur vel að stjórn og nú eru þeir sloppnir fram lijá seinasta blind- skerinu, en ekki var þar nema handarbreidd á milli lífs og dauða. Bálur á livolfi, — tveir menn 6

x

Borgin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Borgin
https://timarit.is/publication/691

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.